Höfum áhrif í breyttum heimi Auður Albertsdóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Tækniframfarir síðustu ára hafa breytt lífi okkar gríðarlega og í langflestum tilfellum til hins betra. Framundan eru enn meiri breytingar með hlutum eins og gervigreind, sjálfkeyrandi bílum, 3D prenturum og hægt er að halda endalaust áfram. Þessar breytingar eru skilgreindar sem fjórða iðnbyltingin og ítrekað kemur upp umræða um hana og hvaða þekking og menntun verður nauðsynleg til þess að skara fram úr þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Með fjórðu iðnbyltingunni er fjölmörgum starfsgreinum raskað og þeir sem standa án viðeigandi kunnáttu fyrir vinnustaði framtíðarinnar gætu verið í vanda staddir. Svo virðist vera að líklegra sé að þetta muni hafa neikvæð áhrif á konur samkvæmt rannsókn World Economic Forum. Ein ástæða er að hlutfall kvenna er enn of lágt í þeim störfum sem búist er við að vaxi mest á næstu fimm árum, þ.e. í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samskiptamiðillinn Linkedin birti á síðasta ári lista yfir efnilegustu störf ársins og efstu 20 störfin krefjast þekkingar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Þrátt fyrir þessi tækifæri virðist vera viðvarandi kynjabil í þessum geirum. UNESCO hefur birt tölur þar sem segir að aðeins um þrír af hverjum tíu rannsakendum í vísindum, tækni og nýsköpun séu konur. Jafnframt metur Linkedin það svo að konur séu aðeins tveir af hverjum tíu í tæknistörfum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna en hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1909. Það er óhætt að segja að barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi skilað gríðarlegum árangri á þessum 109 árum en eins og við vitum er baráttunni langt frá því að vera lokið. Lágt hlutfall kvenna í tæknigeiranum er aðeins eitt dæmi af mörgum um það og er framundan risastórt tækifæri fyrir konur að spila höfuðhlutverk í því að knýja áfram nýsköpun og framfarir. Styrkja þarf konur í tæknigeiranum, veita þeim athygli og skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þarna gætu stjórnvöld komið sterk inn en einnig fjölmiðlar og leiðtogar í atvinnulífinu, enda er yfirleitt litið á fjölbreytni innan fyrirtækja sem mikilvægan samkeppnisstyrk. Jafnframt þarf að laga menntakerfið að breyttum tímum og nú er tækifærið. Ef hlutfall kvenna í tæknigeiranum fer ekki að hækka sjáum við fram á að konur verði án fulltrúa í störfum framtíðarinnar. Það er ábyrgð okkar allra að svo verði ekki. Höfundur er blaðamaður og meðlimur Ungra athafnakvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tækniframfarir síðustu ára hafa breytt lífi okkar gríðarlega og í langflestum tilfellum til hins betra. Framundan eru enn meiri breytingar með hlutum eins og gervigreind, sjálfkeyrandi bílum, 3D prenturum og hægt er að halda endalaust áfram. Þessar breytingar eru skilgreindar sem fjórða iðnbyltingin og ítrekað kemur upp umræða um hana og hvaða þekking og menntun verður nauðsynleg til þess að skara fram úr þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Með fjórðu iðnbyltingunni er fjölmörgum starfsgreinum raskað og þeir sem standa án viðeigandi kunnáttu fyrir vinnustaði framtíðarinnar gætu verið í vanda staddir. Svo virðist vera að líklegra sé að þetta muni hafa neikvæð áhrif á konur samkvæmt rannsókn World Economic Forum. Ein ástæða er að hlutfall kvenna er enn of lágt í þeim störfum sem búist er við að vaxi mest á næstu fimm árum, þ.e. í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samskiptamiðillinn Linkedin birti á síðasta ári lista yfir efnilegustu störf ársins og efstu 20 störfin krefjast þekkingar í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Þrátt fyrir þessi tækifæri virðist vera viðvarandi kynjabil í þessum geirum. UNESCO hefur birt tölur þar sem segir að aðeins um þrír af hverjum tíu rannsakendum í vísindum, tækni og nýsköpun séu konur. Jafnframt metur Linkedin það svo að konur séu aðeins tveir af hverjum tíu í tæknistörfum. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna en hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 1909. Það er óhætt að segja að barátta kvenna fyrir jafnrétti hafi skilað gríðarlegum árangri á þessum 109 árum en eins og við vitum er baráttunni langt frá því að vera lokið. Lágt hlutfall kvenna í tæknigeiranum er aðeins eitt dæmi af mörgum um það og er framundan risastórt tækifæri fyrir konur að spila höfuðhlutverk í því að knýja áfram nýsköpun og framfarir. Styrkja þarf konur í tæknigeiranum, veita þeim athygli og skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Þarna gætu stjórnvöld komið sterk inn en einnig fjölmiðlar og leiðtogar í atvinnulífinu, enda er yfirleitt litið á fjölbreytni innan fyrirtækja sem mikilvægan samkeppnisstyrk. Jafnframt þarf að laga menntakerfið að breyttum tímum og nú er tækifærið. Ef hlutfall kvenna í tæknigeiranum fer ekki að hækka sjáum við fram á að konur verði án fulltrúa í störfum framtíðarinnar. Það er ábyrgð okkar allra að svo verði ekki. Höfundur er blaðamaður og meðlimur Ungra athafnakvenna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun