Sigurður hlýtur virt jarðfræðiverðlaun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 08:40 Sigurður Reynir Gíslason Kristinn Ingvarsson Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær Clair C. Patterson-verðlaun Bandarísku jarðefnafræðisamtakanna (Geochemical Society) árið 2018. Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum sem veittar eru á sviði jarðefnafræði. Sigurður hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi annars vegar og á áhrifum eldgosa á umhverfið hins vegar. Fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands að Clair C. Patterson-verðlaunin séu veitt fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Rannsóknirnar þurfa að hafa birst í einni vísindagrein eða safni greina í alþjóðlegum vísindaritum á síðastliðnum áratug. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sigurður hafi í rúman áratug verið formaður Vísindaráðs CarbFix-verkefnisins svokallaða sem snýst um að binda koltvíoxíð (kotvísýring) í basaltjarðlögum. Að verkefninu hafa komið, auk Háskóla Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Columbia-háskóli í Bandaríkjunum og Rannsóknarráð Frakklands. Fjöldi vísindamanna hefur tekið þátt verkefninu auk íslenskra og erlendra doktorsnema og hefur það vakið heimsathygli. Tilraunir rannsóknahópsins með bindingu koltvíoxíðs með niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun hafa gefið góða raun og binst koltvíoxíðið berginu á um tveimur árum en áður var talið að það tæki mörg þúsund ár. Væntingar eru um að aðferðin geti í framtíðinni nýst í baráttunni við hnattræna hlýnun en koltvíoxíð er einn helsti orsakavaldur hnattrænnar hlýnunar.Ellefu milljón tonn af brennisteinstvíoxíði Sigurður hefur enn fremur rannsakað áhrif eldgosa á umhverfi á Íslandi, nú síðast gossins í Holuhrauni. Gosið spúði eitruðu brennisteinstvíoxíði yfir Ísland og stór svæði í Evrópu og reyndist magn þess á gostímanum um ellefu milljónir tonna. Styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti fór langt yfir heilsufarsmörk dögum og vikum saman á Íslandi en það var lán í óláni að mengunarinnar gætti mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Þá leiddi tímasetning gossins, sem stóð að mestu að mestu að vetri til, til þess að brennisteinsmökkurinn barst hratt frá landinu, styrkur brennisteinstvíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna og lítill hluti brennisteinstvíoxíðsins oxaðist í brennisteinssýru vegna takmarkaðrar birtu og raka mánuðina sem gosið stóð yfir. Sigurður lauk BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins University í Bandaríkjunum árið 1985. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fræðimaður og síðar vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Sigurður tekur við verðlaunum Geochemical Society á árlegri ráðstefnu jarðefnafræðisamtaka Bandaríkjanna og Evrópu sem haldin verður í Boston í Bandaríkjunum 12.-17. ágúst næstkomandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær Clair C. Patterson-verðlaun Bandarísku jarðefnafræðisamtakanna (Geochemical Society) árið 2018. Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum sem veittar eru á sviði jarðefnafræði. Sigurður hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi annars vegar og á áhrifum eldgosa á umhverfið hins vegar. Fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands að Clair C. Patterson-verðlaunin séu veitt fyrir tímamótarannsóknir í jarðefnafræði sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Rannsóknirnar þurfa að hafa birst í einni vísindagrein eða safni greina í alþjóðlegum vísindaritum á síðastliðnum áratug. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sigurður hafi í rúman áratug verið formaður Vísindaráðs CarbFix-verkefnisins svokallaða sem snýst um að binda koltvíoxíð (kotvísýring) í basaltjarðlögum. Að verkefninu hafa komið, auk Háskóla Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, Columbia-háskóli í Bandaríkjunum og Rannsóknarráð Frakklands. Fjöldi vísindamanna hefur tekið þátt verkefninu auk íslenskra og erlendra doktorsnema og hefur það vakið heimsathygli. Tilraunir rannsóknahópsins með bindingu koltvíoxíðs með niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun hafa gefið góða raun og binst koltvíoxíðið berginu á um tveimur árum en áður var talið að það tæki mörg þúsund ár. Væntingar eru um að aðferðin geti í framtíðinni nýst í baráttunni við hnattræna hlýnun en koltvíoxíð er einn helsti orsakavaldur hnattrænnar hlýnunar.Ellefu milljón tonn af brennisteinstvíoxíði Sigurður hefur enn fremur rannsakað áhrif eldgosa á umhverfi á Íslandi, nú síðast gossins í Holuhrauni. Gosið spúði eitruðu brennisteinstvíoxíði yfir Ísland og stór svæði í Evrópu og reyndist magn þess á gostímanum um ellefu milljónir tonna. Styrkur brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti fór langt yfir heilsufarsmörk dögum og vikum saman á Íslandi en það var lán í óláni að mengunarinnar gætti mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Þá leiddi tímasetning gossins, sem stóð að mestu að mestu að vetri til, til þess að brennisteinsmökkurinn barst hratt frá landinu, styrkur brennisteinstvíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna og lítill hluti brennisteinstvíoxíðsins oxaðist í brennisteinssýru vegna takmarkaðrar birtu og raka mánuðina sem gosið stóð yfir. Sigurður lauk BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopkins University í Bandaríkjunum árið 1985. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem fræðimaður og síðar vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Sigurður tekur við verðlaunum Geochemical Society á árlegri ráðstefnu jarðefnafræðisamtaka Bandaríkjanna og Evrópu sem haldin verður í Boston í Bandaríkjunum 12.-17. ágúst næstkomandi
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira