Of fáir karlar í jafnréttisráði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 13:37 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Vísir/Eyþór Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“ Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“
Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25