Of fáir karlar í jafnréttisráði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. mars 2018 13:37 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Vísir/Eyþór Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“ Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hlutfall kynja er ekki jafnt í jafnréttisráði. Hlutfall kynjanna skal samkvæmt lögum vera jafnt í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sjö konur og fjórir karlar eru í jafnréttisráði og er hlutfall karla því 36,6 prósent. Í skriflegu svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu síðan í gær, kemur fram að ástæða þess sé að í einhverjum tilfellum hafi tilnefningaraðilar eingöngu tilnefnt konur. Að mati ráðuneytisins átti undanþáguheimild frá lögunum við í þessu máli.Heimilt að víkja frá skilyrðinu Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 skal þess gætt að hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera sé sem jafnast og að hlutur hvors kyns sé ekki undir 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Tilnefningaraðilar skulu tilnefna bæði karl og konu en er þó heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er ekki mögulegt. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef heimildin til undanþágu skv. 2. málgrein 15. gr. laganna á við. „Velferðarráðuneytið fer þess ávallt formlega á leit við tilnefningaraðila að þeir tilnefni karl og konu og er eftirfarandi efnisgrein í bréfum ráðuneytisins þegar tilnefninga er óskað og var það gert þegar óskað var tilnefninga að þessu sinni líkt og endranær: „Ráðuneytið vekur athygli á 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Þá kemur fram að tilnefningaraðila sé heimilt að víkja frá þeirri skyldu þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Ráðherra skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins.Véfengja ekki rökin „Að fengnum tilnefningum tilnefningaraðila fyrir skipun nýs jafnréttisráðs taldi velferðarráðuneytið ekki standa efni til þess að véfengja rök þeirra aðila sem ekki töldu sér fært að tilnefna karl og konu. Það skýrir hvers vegna hlutfallið nær ekki markmiðum laga um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera minna en 40%, en hlutur karla er 36,6%.“ Í svarinu kemur fram að formaður og varaformaður jafnréttisráðs eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra hafi kosið að skipa konu formann en karlmann varaformann. „Líkt og segir í umræddum lögum er heimilt að víkja frá ákvæðinu um jafnan hlut kynja ef undanþáguheimildin á við og sú var niðurstaða ráðuneytisins í þessu máli.“
Tengdar fréttir Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Árelía Eydís skipuð formaður Jafnréttisráðs Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. 27. febrúar 2018 17:25
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent