Konur stöðva heiminn á alþjóðlegum baráttudegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2018 13:00 Kona mótmælir kynferðisofbeldi í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2018. Vísir/AFP Alþjóðlegum baráttudegi kvenna er fagnað um allan heim í dag 8. mars. Hér á landi er dagurinn haldinn hátíðlegur með ýmiss konar samkomum og fjöldafundum en saga hans er samofin verkalýðshreyfingunni og friðarboðskap. Saga alþjóðlegs baráttudags kvenna er rakin á vef Kvennasögusafnsins. Þar segir m.a. að hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna sé eignuð þýsku kvenréttindakonunni og sósíalistanum Clöru Zetkin. Árið 1977, eftir nokkurra áratuga deyfð í kvenréttindabaráttu í Evrópu og víðar, var 8. mars valinn alþjóðlegur kvennadagur Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn hefur ætíð verið nátengdur kjarabaráttu verkafólks og á sér sósíalískar rætur en hér á landi var dagurinn líklega fyrst haldinn hátíðlegur á fundi Kvennanefndar Kommúnistaflokks Íslands. Kvenfélag sósíalista tók síðar við deginum og árið 1951 voru Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, MFÍK, stofnuð sem tvinnuðu kvenréttindabaráttuna saman við baráttu gegn bandarísku herstöðinni og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Málefni friðar voru til að mynda í öndvegi á fundi í Stjörnubíó þann 8. mars 1953. Fjölmörg kvenréttindasamtök, og önnur samtök sem ekki tengjast kvenréttindabaráttu sérstaklega, hafa staðið að fundum og hátíðahöldum þann 8. mars undanfarna áratugi. Samtökin Stígamót voru til að mynda stofnuð þann 8. mars 1992.Þúsundir fylltu Austurvöll á Kvennafrídaginn 24. október árið 2016.Visir/stefanFjölmargir viðburðir verða haldnir, og hafa nú þegar verið haldnir, hér á landi í tilefni dagsins en vakin er athygli á nokkrum þeirra hér að neðan. Félag kvenna í atvinnulífinu stóð fyrir hádegisverðarfundi í Iðnó undir yfirskriftinni „Þrýst á þróun“. Á fundinum munu þrjár konur deila sögu sinni og reynslu.Þá var haldinn hádegisfundur í andyri Borga við Norðurslóð á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu og Zonta-klúbbanna á Akureyri. Nasdaq kauphöllin á Íslandi fagnaði deginum með bjölluhringingu við opnun markaða í morgun. Bjöllu var einnig hringt í móðurkauphöll Nasdaq í New York og hjá Nasdaq í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og í Eystrasaltsríkjunum. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, var sérstakur gestur Nasdaq á Íslandi í tilefni af deginum og hringdi opnunarbjöllu markaðarins. Klukkan 17 fer fram fjöldafundurinn Konur gegn kúgun í Tjarnarbíó. Að fundinum standa Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök Hernaðarandstæðinga, Kvennahreyfing ÖBÍ, Alþýðufylkingin, Kvenréttindafélag Íslands, BSRB, Kvennaathvarf, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Félagsráðgjafafélag Íslands.Að fundinum í Tjarnarbíó loknum er konum boðið til kvöldfagnaðar í Andrými á Bergþórugötu í Reykjavík. Bent er á að viðburðurinn er aðeins opinn konum. Samtökin UN Women á Íslandi hafa einnig blásið til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess í tilefni dagsins en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Þá stendur nú yfir Jafnréttisþing á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Útvíkkun jafnréttisstarfs - #metoo og margbreytileiki. Málefni kvenna eru þar ofarlega á baugi þó að þingið sé ekki beintengt hátíðahöldum alþjóðadags kvenna.Meghan Markle, leikkona og unnusta Harry Bretaprins, mætti á samkomu vegna alþjóðlegs baráttudags kvenna í Birmingham í dag.Vísir/AFP„Ég er ekki elskan þín“ Konur hafa auk þess stofnað til mótmæla og funda víða um heim í tilefni dagsins. Spænskar konur hafa lagt niður störf í dag til að vekja athygli á óréttlæti sem þær eru beittar á vinnumarkaði og víðar en sérstök nefnd baráttudags kvenna efndi til verkfallsins. Tíu stéttarfélög, ásamt nokkrum af helstu stjórnmálakonum Spánar, styðja verkfallið, sem hleypt var af stokkunum undir yfirskriftinni „Ef við stoppum, þá stoppar heimurinn.“ Verkfallið minnir um margt á hinn íslenska Kvennafrídag sem haldinn var þann 24. október 1975. Um 25 þúsund konur lögðu niður störf og söfnuðust saman á Lækjartorgi til að vekja athygli á kjörum kvenna. Þá eru konur í baráttuhug á fleiri stöðum í heiminum. Franska dagblaðið Libération hækkaði verð á blöðum sínum í dag – en aðeins fyrir karlkyns kaupendur. Konur borga hefðbundið verð, tvær evrur, en karlar borga fimmtíu sentum meira. Með þessu vill dagblaðið vekja athygli á launamun kynjanna. Mótmælendur í Seoul í Suður-Kóreu klæddust svörtu í fjöldagöngu á vegum #MeToo-hreyfingarinnar og úkraínskar blaðakonur komu af stað Facebook-herferð undir yfirskriftinni „Ég er ekki elskan þín“. Herferðin er svar við ummælum forsetans, Petro Poroshenko, þar sem hann þótti sýna blaðakonu óvirðingu með því að ávarpa hana „elskan“.Frá kvennamótmælunum á Spáni í dag.Vísir/AFPAlþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur einnig verið áberandi á samfélagsmiðlum, einkum undir myllumerkjunum #WomensDay, #Iwd2018 og #8mars. Twitter-notendur hafa til að mynda vakið athygli á auglýsingu skyndabitarisans McDonald's en hinu sögufræga M-i í merki keðjunnar hefur verið snúið við á nokkrum stöðum og sýnir nú stafinn W, fyrir „Women“ upp á ensku.BREAKING NEWS: Today, on #InternationalWomensDay @McDonaldsCorp flip their Golden Arches to celebrate the women who have chosen McDonald's to be a part of their story. Watch it here: https://t.co/GGcup9iQm0 #PressforProgress #IWD2018 pic.twitter.com/qbmCunRu29— Women's Day (@womensday) March 8, 2018 Þá sátu konur við stjórnvölinn í lestum á Indlandi í dag.Today, on #WomensDay, delighted to see an all-women crew during my travel. In Railways too, we have deployed ticket checking staff on Mumbai-Ahmedabad Shatabdi Express, an all-women crew in Pune-Baramati Special & at various railway stations including Matunga & Gandhinagar. pic.twitter.com/PqKL8T9lNS— Piyush Goyal (@PiyushGoyal) March 8, 2018 Fleiri tíst undir myllumerkinu #WomensDay má nálgast hér að neðan. #WomensDay Tweets Tengdar fréttir Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00 Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Alþjóðlegum baráttudegi kvenna er fagnað um allan heim í dag 8. mars. Hér á landi er dagurinn haldinn hátíðlegur með ýmiss konar samkomum og fjöldafundum en saga hans er samofin verkalýðshreyfingunni og friðarboðskap. Saga alþjóðlegs baráttudags kvenna er rakin á vef Kvennasögusafnsins. Þar segir m.a. að hugmyndin að sérstökum baráttudegi kvenna sé eignuð þýsku kvenréttindakonunni og sósíalistanum Clöru Zetkin. Árið 1977, eftir nokkurra áratuga deyfð í kvenréttindabaráttu í Evrópu og víðar, var 8. mars valinn alþjóðlegur kvennadagur Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn hefur ætíð verið nátengdur kjarabaráttu verkafólks og á sér sósíalískar rætur en hér á landi var dagurinn líklega fyrst haldinn hátíðlegur á fundi Kvennanefndar Kommúnistaflokks Íslands. Kvenfélag sósíalista tók síðar við deginum og árið 1951 voru Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, MFÍK, stofnuð sem tvinnuðu kvenréttindabaráttuna saman við baráttu gegn bandarísku herstöðinni og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Málefni friðar voru til að mynda í öndvegi á fundi í Stjörnubíó þann 8. mars 1953. Fjölmörg kvenréttindasamtök, og önnur samtök sem ekki tengjast kvenréttindabaráttu sérstaklega, hafa staðið að fundum og hátíðahöldum þann 8. mars undanfarna áratugi. Samtökin Stígamót voru til að mynda stofnuð þann 8. mars 1992.Þúsundir fylltu Austurvöll á Kvennafrídaginn 24. október árið 2016.Visir/stefanFjölmargir viðburðir verða haldnir, og hafa nú þegar verið haldnir, hér á landi í tilefni dagsins en vakin er athygli á nokkrum þeirra hér að neðan. Félag kvenna í atvinnulífinu stóð fyrir hádegisverðarfundi í Iðnó undir yfirskriftinni „Þrýst á þróun“. Á fundinum munu þrjár konur deila sögu sinni og reynslu.Þá var haldinn hádegisfundur í andyri Borga við Norðurslóð á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu og Zonta-klúbbanna á Akureyri. Nasdaq kauphöllin á Íslandi fagnaði deginum með bjölluhringingu við opnun markaða í morgun. Bjöllu var einnig hringt í móðurkauphöll Nasdaq í New York og hjá Nasdaq í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og í Eystrasaltsríkjunum. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, var sérstakur gestur Nasdaq á Íslandi í tilefni af deginum og hringdi opnunarbjöllu markaðarins. Klukkan 17 fer fram fjöldafundurinn Konur gegn kúgun í Tjarnarbíó. Að fundinum standa Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök Hernaðarandstæðinga, Kvennahreyfing ÖBÍ, Alþýðufylkingin, Kvenréttindafélag Íslands, BSRB, Kvennaathvarf, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Félagsráðgjafafélag Íslands.Að fundinum í Tjarnarbíó loknum er konum boðið til kvöldfagnaðar í Andrými á Bergþórugötu í Reykjavík. Bent er á að viðburðurinn er aðeins opinn konum. Samtökin UN Women á Íslandi hafa einnig blásið til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess í tilefni dagsins en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Þá stendur nú yfir Jafnréttisþing á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Útvíkkun jafnréttisstarfs - #metoo og margbreytileiki. Málefni kvenna eru þar ofarlega á baugi þó að þingið sé ekki beintengt hátíðahöldum alþjóðadags kvenna.Meghan Markle, leikkona og unnusta Harry Bretaprins, mætti á samkomu vegna alþjóðlegs baráttudags kvenna í Birmingham í dag.Vísir/AFP„Ég er ekki elskan þín“ Konur hafa auk þess stofnað til mótmæla og funda víða um heim í tilefni dagsins. Spænskar konur hafa lagt niður störf í dag til að vekja athygli á óréttlæti sem þær eru beittar á vinnumarkaði og víðar en sérstök nefnd baráttudags kvenna efndi til verkfallsins. Tíu stéttarfélög, ásamt nokkrum af helstu stjórnmálakonum Spánar, styðja verkfallið, sem hleypt var af stokkunum undir yfirskriftinni „Ef við stoppum, þá stoppar heimurinn.“ Verkfallið minnir um margt á hinn íslenska Kvennafrídag sem haldinn var þann 24. október 1975. Um 25 þúsund konur lögðu niður störf og söfnuðust saman á Lækjartorgi til að vekja athygli á kjörum kvenna. Þá eru konur í baráttuhug á fleiri stöðum í heiminum. Franska dagblaðið Libération hækkaði verð á blöðum sínum í dag – en aðeins fyrir karlkyns kaupendur. Konur borga hefðbundið verð, tvær evrur, en karlar borga fimmtíu sentum meira. Með þessu vill dagblaðið vekja athygli á launamun kynjanna. Mótmælendur í Seoul í Suður-Kóreu klæddust svörtu í fjöldagöngu á vegum #MeToo-hreyfingarinnar og úkraínskar blaðakonur komu af stað Facebook-herferð undir yfirskriftinni „Ég er ekki elskan þín“. Herferðin er svar við ummælum forsetans, Petro Poroshenko, þar sem hann þótti sýna blaðakonu óvirðingu með því að ávarpa hana „elskan“.Frá kvennamótmælunum á Spáni í dag.Vísir/AFPAlþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur einnig verið áberandi á samfélagsmiðlum, einkum undir myllumerkjunum #WomensDay, #Iwd2018 og #8mars. Twitter-notendur hafa til að mynda vakið athygli á auglýsingu skyndabitarisans McDonald's en hinu sögufræga M-i í merki keðjunnar hefur verið snúið við á nokkrum stöðum og sýnir nú stafinn W, fyrir „Women“ upp á ensku.BREAKING NEWS: Today, on #InternationalWomensDay @McDonaldsCorp flip their Golden Arches to celebrate the women who have chosen McDonald's to be a part of their story. Watch it here: https://t.co/GGcup9iQm0 #PressforProgress #IWD2018 pic.twitter.com/qbmCunRu29— Women's Day (@womensday) March 8, 2018 Þá sátu konur við stjórnvölinn í lestum á Indlandi í dag.Today, on #WomensDay, delighted to see an all-women crew during my travel. In Railways too, we have deployed ticket checking staff on Mumbai-Ahmedabad Shatabdi Express, an all-women crew in Pune-Baramati Special & at various railway stations including Matunga & Gandhinagar. pic.twitter.com/PqKL8T9lNS— Piyush Goyal (@PiyushGoyal) March 8, 2018 Fleiri tíst undir myllumerkinu #WomensDay má nálgast hér að neðan. #WomensDay Tweets
Tengdar fréttir Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00 Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum. 8. mars 2018 12:00
Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess. 8. mars 2018 10:17