Leyfið foreldrunum – Opið bréf til Alþingis Íslendinga Kári Stefánsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar