Leyfið foreldrunum – Opið bréf til Alþingis Íslendinga Kári Stefánsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Fyrir rúmlega tuttugu árum var ég prófessor í taugalækningum, taugameinafræði og taugalíffræði við Harvard háskólann í Boston og sinnti sjúklingum við Beth Israel sjúkrahúsið þar í borg. Ég var líklega eini prófessorinn sem vann við spítalann sem var ekki Gyðingur. Þar af leiðandi voru flest starfssystkini mín Gyðingar og síðan á ég mýmarga vini og kunningja af þessum leifturgáfaða og iðna kynþætti sem hefur af og til lent í því að vera ofsóttur. Þegar það fréttist út fyrir landsteinana að það hefði verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til laga, sem ef samþykkt gerði umskurð piltbarna ólöglegan, fóru þessir vinir mínir og kunningjar að senda mér tölvupósta og hringja í mig. Þeir báðu mig að koma til ykkar eftirfarandi röksemdum gegn frumvarpinu, sem ég geri hér og með að mínum líka: 1. Lög sem þessi myndu í prinsippinu gera það ólöglegt að vera Gyðingur á Íslandi vegna þess að umskurðurinn (brit milah) er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Gyðinga. Hann er líkamlegt tákn sambandsins milli guðs og Gyðinga. 2. Lög sem þessi væru ekki bara aðför að rétti Gyðinga til þess að búa við menningu sína á Íslandi heldur myndu Gyðingar um allan heim líta á lögin sem nýja birtingarmynd á þeirri óvild í garð þeirra sem þeir eru búnir að vera að berjast gegn um aldir. Ekki drægi það úr sviðanum að lögin væru sett af ljóshærðri, bláeygri þjóð. 3. Lög sem þessi vegi að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa. Íslenskt réttarkerfi hefur verndað rétt foreldra til þess að taka ákvarðanir sem vega ótrúlega miklu meira að heilsu barna þeirra heldur en umskurður piltbarna. Til dæmis má nefna að foreldrum sem tilheyra Vottum Jehóva hefur haldist uppi að meina læknum að gefa börnum þeirra blóð þótt líf þeirra hangi á spýtunni vegna þess að þau hafa trúað því að sá hreinleiki sem glatist við blóðgjöfina sé meira virði en aukin geta til þess að flytja lífsnauðsynlegt súrefni til líffæra barnsins. Og það er litið svo á að foreldrar hafi lögbundinn rétt til þess að reykja í kringum kornabörn sín og neyta áfengis og haga sér á ýmsan þann máta sem býr til hættu fyrir heilsu barnsins. 4. Flytjendur frumvarpsins ýkja stórum hættuna af umskurði piltbarna. Í því sambandi má benda á að 80% piltbarna í Bandaríkjunum eru umskorin og eru því í kringum 130 milljónir karlmanna í Bandaríkjunum sem hafa lifað aðgerðina af og 4,5 milljónir sem eru umskornar á ári hverju. Ég vann sem læknir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og hitti aldrei fyrir mann sem hafði lent í vandræðum út af umskurði. Frumvarpið er þrungið forræðishyggju og miðar að því að gera það ólöglegt að umskera piltbörn þótt foreldrar líti svo á að ávinningurinn af meiri nánd við guð þeirra vegi upp þá agnarlitlu áhættu sem felst í því að umskera þau. Ég er nokkuð viss um að áhættan af umskurði er ekki meiri en sú sem felst í því að hella messuvíni ofan í óhörðnuð fermingarbörn.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun