Telja bókum sínum streymt í leyfisleysi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Mikil ólga er innan Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) vegna tilkomu hljóðbókaveitunnar Storytel sem Fréttablaðið sagði frá á mánudag. Hundruð íslenskra titla eru þar aðgengilegir áskrifendum en rithöfundar eru fjarri því sáttir og telja á höfundarrétti sínum brotið. Framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi segir upphlaup rithöfunda núna koma á óvart. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir rithöfundar krafið Storytel um að verk þeirra verði fjarlægð af veitunni enda kannist þeir ekki við að hafa veitt leyfi fyrir þessu framsali. Þeirra á meðal er formaður RSÍ, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Sambandið hefur boðað að málið verði skoðað. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, segir afstöðu sambandsins klára. „Um áskriftarstreymisrétt þarf að semja við rithöfunda og við lítum svo á að áskriftarstreymisréttur hafi ekki verið framseldur með útgáfusamningum aðila.“ Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, segir fyrirtækið semja við útgefendur, ekki rithöfunda, um hljóðbækur og þeir framselji réttinn til þeirra.Sjá einnig: Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi „Við erum þannig séð í góðri trú að þeir hafi þau réttindi sem þeir framselja til okkar. Við vorum ekkert að baktryggja það að öðru leyti en því en við erum búin að vera í stöðugum samskiptum við RSÍ í meira en ár út af þessu máli og alltaf haldið þeim upplýstum um allt sem við gerum og alla samninga sem við erum með við útgefendur. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu núna, því það hefði mátt forða því fyrir löngu.“ Rithöfundar ættu því að beina spjótum sínum að útgefendum sínum, fremur en Storytel. Ein gagnrýni rithöfunda hefur beinst að því hversu rýr hlutur þeirra af streymisþjónustunni kunni að verða. Stefán segir hlutinn samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Ef áskrifandi hlustar bara á eina bók frá tilteknum rithöfundi fái sá höfundur öll höfundarlaunin. „Það er samkvæmt samningum rithöfunda við útgefendur. Svo þynnist það út þegar áskrifendur hlusta á fleiri bækur. Viðmið okkar er meðaltalið, sem segir að hver notandi hlusti á um tvær bækur á mánuði.“ Aðspurður hvort orðið verði við kröfu höfunda um að bækur þeirra verði fjarlægðar af Storytel segir Stefán það þurfa að koma í ljós. Óskað hafi verið eftir fundi með RSÍ vegna málsins. „Okkur er mjög umhugað um réttindi höfunda og viljum að allir séu sáttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur. 20. febrúar 2018 07:00