Jón Arnór: Gleði en ekki léttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 21:57 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í kvöld. vísir/Bára Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30