Woods með augastað á fyrsta sigrinum í fimm ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:34 Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira