Hvað togar íslenska námsmanninn heim? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:36 Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun