Hvað togar íslenska námsmanninn heim? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:36 Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun