Hvað togar íslenska námsmanninn heim? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:36 Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nú standa margir útskriftarnemar erlendis frammi fyrir því að ákveða hvort þeir eigi að drífa sig aftur heim til Íslands að loknu námi eða verða eftir. En hvað bíður þeirra heima? Háskólakerfið í Danmörku gerir ráð fyrir vinnu meðfram námi. Í gegnum ríkisstyrkt stuðningskerfi hvetur danska ríkið nemendur til að öðlast reynslu úr atvinnulífinu og fá þannig meiri reynslu og þekkingu úr námi eftir útskrift. Starfsráðstefnur eru haldnar reglulega í skólum auk þess hafa nemendur auðvelt aðgengi að ráðgjöfum sem eru tilbúnir til að aðstoða nemendur við atvinnuleit. Námsmenn geta svo sótt um styrk sem gengur undir nafninu SU (d. Statens Uddannelsesstøtte). Styrkinn þarf ekki að greiða til baka og hljóðar upp á 6.090 danskar krónur, sem gerir 100.000 íslenskar krónur. Vert er að taka fram að Danir þurfa ekki að vinna til að fá SU-styrkinn en það þurfa erlendir nemendur innan EU/EES að gera, hinsvegar er tekjuhámark sett. Tæplega 170.000 háskólanemar þiggja SU-styrkinn sem er greiddur mánaðarlega, óháð námsframvindu. Það þýðir að nemendum er ekki refsað fyrir að falla sem bæði minnkar prófkvíða og fjárhagslegar áhyggjur sem margir nemendur glíma við, líkt og íslenska námslánakerfið er byggt upp.Ungt fólk sem auðlind Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á prógram þar sem erlendum nemendum er hjálpað að komast inn í danskt atvinnulíf. Nemendum er úthlutað leiðbeinanda til að finna hið fullkomna starf út frá hæfileikum og reynslu. Danir leggja mikla fjármuni í úrræði fyrir ungt fólk því þeir sjá tækifæri í þeim og vilja halda þeim „heima”. Þeir líta á ungt fólk í námi sem auðlind og vilja tryggja að fjárfestingin þeirra bæti hag Danmerkur. Rannsóknir benda til þess að þegar einstaklingur með meistaragráðu hefur starfað í landinu í eitt ár hafi skattgreiðslur hans þegar borgað námið og hann er farinn að skila til samfélagsins. Því spyr ég: Hvernig fær Ísland íslenska námsmenn erlendis til að snúa heim? Er einhver almennt að skoða það? Eða viljum við kannski að þeir verði eftir erlendis? Kerfið á Íslandi, hvort sem það sé hið opinbera eða ráðningarstofur, er ekki að hugsa um fjöldann af námsmönnum erlendis. Væri ekki tækifæri fyrir þá til að líta á þennan hóp sem fjárfestingu sem verðugt er að ná í? Ég legg til að prógram líkt og það sem Alþjóðasetrið í Danmörku býður upp á, verði stofnað á Íslandi með það að markmiði að námsmenn komi heim aftur. Íslensk fyrirtæki ættu að berjast um að komast í þessa auðlind fulla af metnaðarfullum námsmönnum. Fyrirtækin myndu bjóða íslenskum nemendum víðsvegar um heiminn samkeppnishæf tilboð sem gætu verið lykilatriði í vali um búsetu.„One way ticket from Iceland“ Viljum við ekki að unga fólkið okkar ferðist, sjái heiminn og mennti sig? Snúi svo til baka uppfull af fróðleik, víðsýni og með reynslu úr öðrum menningarheimi? Hvernig ætlumst við til að við sem þjóð þróumst þegar við sendum unga fólkið okkar út með „one-way ticket”? Ég skora á stjórnvöld að hugsa um námsmennina okkar víðsvegar um heim. Íslenskt atvinnulíf verður hvorki fjölbreytt né spennandi ef unga fólkið kemur ekki aftur heim. Gerum Ísland að raunverulegum búsetukosti fyrir íslenska námsmenn erlendis. Höfundur er meistaranemi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar