Seinni bylgjan fékk að mynda í klefunum í gær: „Þetta var rosaleg ræða“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 12:00 Tómas Þór Þórðarson kynnti nýung í gær í Seinni bylgjunni en þar er um að ræða myndatöku sem við munum vonandi sjá meira af í kringum úrslitakeppni Olís deildarinnar í vor. Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær. „Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær. „Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.Stöð 2 Sport„Við settum upp myndvél í klefunum hjá ÍR og Selfossi. Þjálfararnir eru síðan með hljóðnema. Við ætlum ekki að sýna strákana í sturtu eða eitthvað svoleiðis en vildum gefa ykkur smá sýnishorn af því sem er að gerast inn í búningsklefanum áður en haldið er út í leik,“ sagði Tómas. Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð. „Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.Stöð 2 Sport„Mínir þjálfarar hafa alltaf staðið og verið ógnandi. Bjarni fer á sama plan,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við: „Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson kynnti nýung í gær í Seinni bylgjunni en þar er um að ræða myndatöku sem við munum vonandi sjá meira af í kringum úrslitakeppni Olís deildarinnar í vor. Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær. „Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær. „Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.Stöð 2 Sport„Við settum upp myndvél í klefunum hjá ÍR og Selfossi. Þjálfararnir eru síðan með hljóðnema. Við ætlum ekki að sýna strákana í sturtu eða eitthvað svoleiðis en vildum gefa ykkur smá sýnishorn af því sem er að gerast inn í búningsklefanum áður en haldið er út í leik,“ sagði Tómas. Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð. „Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.Stöð 2 Sport„Mínir þjálfarar hafa alltaf staðið og verið ógnandi. Bjarni fer á sama plan,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við: „Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira