Fagmennska og réttlæti skipta sköpum í úrvinnslu eineltismála Kolbrún Baldursdóttir skrifar 14. febrúar 2018 16:02 Það er sérlega viðkvæmt fyrir fyrirtæki og stofnanir ef í ljós kemur að einelti hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Margir vinnustaðir hafa lagt sig í líma við að fyrirbyggja slíka hegðun með ýmsum ráðum. Sumir vinnustaðir eru sjálfbærir í þessum efnum komi fram kvörtun en aðrir leita til fagaðila. Til mín leita í auknum mæli einstaklingar sem telja að mál þeirra hafi hvorki fengið faglega né réttláta meðferð og velta fyrir sér næstu skrefum. Mál þeirra eru ýmist í vinnslu eða lokið á vinnustaðnum sjálfum eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem keyptir hafa verið til verksins. Eftirfarandi atriði snúa einungis að hugsanlegum vanköntum eða mistökum í vinnslu eineltismála en hafa ekkert að gera með það hvort niðurstaða málanna hafi orðið tilkynnanda í vil eða ekki. Á því er vissulega allur gangur.Vankantar í vinnsluferlinuSkilgreiningar of þröngar: Reynt að gera lítið úr kvörtuninni strax í byrjun með því að segja að hún falli ekki undir „hefðbundna skilgreiningu um einelti“. Dæmi um þetta er að einstaklingi hefur verið sagt að ef hlé hefur orðið á hinni meintu óæskilegu hegðun í einhvern tíma þá sé ekki um einelti að ræða jafnvel þótt hegðunin hafi viðgengist í mörg ár. Annað dæmi er að ef birtingarmynd hinnar meintu óæskilegu hegðunar er ekki alltaf sú sama þá sé ekki um að ræða „ítrekaða hegðun“ og þar af leiðandi ekki um einelti að ræða.Tilkynnandi gerður ótrúverðugur strax í byrjun: Margir tilkynnendur hafa upplifað strax í upphafi, áður en nokkuð er farið að kanna málið, að niðurstaða málsins liggi þá þegar fyrir og „að búið sé að kaupa niðurstöðuna“. Reynt er að gera kvörtun þeirra ótrúverðuga og fljótlega dregnar ályktanir um að tilkynnandinn sé hluti vandans, jafnvel að öllu leyti. Tilkynnendur hafa fengið spurningar á borð við hvort þeir sjálfir eigi ekki einhvern þátt í þessu vandamáli, hvort þetta sé ekki bara samskiptavandi?Meintur gerandi tekur stjórnina: Algengt er að varnir meints geranda felist í því að koma með „mótkvörtun“ þar sem hann dregur fram ýmsa neikvæða þætti um tilkynnandann. Tilgangurinn er að gera hinn síðarnefnda ótrúverðugan í augum þeirra sem hafa með vinnslu málsins að gera. Afleiðingarnar eru iðulega þær að þeir sem eru að vinna í málinu missa sjónar af upprunalegu tilkynningunni en festa sig þess í stað í mótkvörtun meints geranda. Málið tekur U-beygju og tilkynnendum finnst eins og meintur gerandi hafi tekið stjórnina í málinu. Tilkynnendur lýsa því að svo virðist sem kvörtun þeirra sé ekki lengur aðalmálið. Hún sé orðin lituð af viðbrögðum meints geranda og nú sé jafnvel litið á vandann sem vanda tilkynnandans.Upplýsingum haldið leyndum:Í þessum málum segjast tilkynnendur oft fá litlar upplýsingar um hvernig vinnsluferlinu er háttað. Þeir fullyrða að þeim sé haldið utan við vinnsluferlið og að þeir fái oft ekkert að vita hvað aðrir sem rætt er við í tengslum við málið hafa sagt. Sumir tilkynnendur segja að þegar þeir fá niðurstöðuna sé hún jafnvel samhengislaus, slitrótt og inn í hana blandist stundum þættir sem hafa engin tengsl við upphaflegu kvörtunina. Upplýsingum um hvernig lokaniðurstaðan var fengin er í mörgum tilfellum alls ekki ljós. Þegar tilkynnendur óska eftir að sjá öll gögn og það sem hefur verið skrifað og skráð í málinu um þá og kvörtun þeirra, er jafnvel sagt að um sé að ræða „trúnaðarmál“. Faglegt og réttlátt vinnsluferli í eineltismálumEnginn ákveður upplifun annarra: Mælikvarði á hvar mörkin í samskiptum liggja er huglægt mat einstaklings. Enginn ákveður upplifun annarra. Hvernig svo sem mál kann að líta út í byrjun skal vinna út frá einni grunnhugmyndafræði og hún er að taka allar kvartanir til skoðunar með opnum hug og af hlutleysi, kanna réttmæti þeirra og forðast að draga ótímabærar ályktanir.Tilkynningin er mál tilkynnandans: Því fylgir ábyrgð að kvarta yfir öðrum. Áður en hafist er handa þarf að ræða vandlega við tilkynnanda um kvörtun hans og honum gerð grein fyrir að hún verði lesin upp fyrir meintan geranda. Allir þeir sem kvartað er yfir eiga rétt á að vita nákvæmlega hvað þeir eiga að hafa gert. Ákveða skal, í samráði við tilkynnanda, hverja aðra hann vill láta ræða við í tengslum við málið, hvernig vinnsluhraðanum skuli háttað og um fleira sem kann að skipta sköpum í málinu.Sanngjarnar leikreglur og jafnræði: Allir þeir sem rætt er við þurfa að fá að vita það fyrirfram að um er að ræða opið og gegnsætt vinnsluferli og munu aðilar máls, tilkynnandi og sá sem kvartað er yfir, sjá skráningar viðtala sem höfð eru við aðra í tengslum við málið. Aðilar sem rætt er við eiga einnig að fá tækifæri til að lesa yfir það sem hafa á eftir þeim í endanlegri álitsgerð um málið og þeim gefin kostur á að breyta eða lagfæra framburð sinn.Meintur gerandi á líka rétt: Það er ábyrgð meints geranda að mæta til fundar til að ræða um kvörtun á hendur honum. Honum skal ávallt vera boðið að hafa með sér annan aðila til stuðnings og ráðgjafar. Meintur gerandi er upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við, andmæla, útskýra mál sitt eða leiðrétta allt eftir eðli og atvikum málsins. Eins og tilkynnanda býðst honum að nefna aðila sem hann óskar eftir að rætt verði við í tengslum við málið.Álitsgerð með rökstuddri niðurstöðu: Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila er lagt mat á heildarmynd málsins og aðilar þess upplýstir um niðurstöðuna í sitthvoru lagi með munnlegum hætti þar sem þeim er boðið að bregðast við henni. Aðilar málsins, tilkynnandi og sá (þeir) sem kvartað var yfir, fá eintak af álitsgerðinni sem og yfirstjórn vinnustaðarins. Aðrir sem rætt var við fá tækifæri til að kynna sér álitsgerðina hjá þeim sem unnu málið eða hjá yfirstjórn vinnustaðarins. Ekki ætti að vera um frekari dreifingu að ræða af hálfu vinnustaðarins.Lokaorð Í þessari grein hefur verið farið yfir algenga vankanta sem stundum eru gerðir í vinnslu kvörtunarmála eins og eineltismála. Einnig hefur verið rakinn í stuttu máli vinnsluferill sem er síður líklegri til að skilja málið eftir óleyst. Málin eru að jafnaði tilfinningalega erfið og átakanleg og því afar mikilvægt að ekki bætist við reiði og sársauki sem tengist vinnsluferlinu. Fyrir þann sem hefur e.t.v. lengi verið að mana sig upp í að tilkynna óæskilega hegðun sem hann telur sig hafa orðið fyrir á vinnustaðnum og fyrir þann sem kvartað er yfir skiptir gegnsæi, einlægni og heiðarleiki í vinnubrögðum mestu. Mikilvægt er að gæta jafnræðis. Báðir aðilar eiga rétt á að sjá öll gögn í málinu og röksemdafærslu fyrir niðurstöðu málsins. Liggi vinnsluferlið ekki alveg ljóst fyrir finnst þeim sem telur á sér brotið málinu engan veginn lokið og leitar oft leiða til að fá það endurupptekið eða vísa því til dómstóla. Annað efni þessu tengt er að finna á www.kolbrunbaldurs.isHöfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó Skoðun „Spilaborgin hrynur einn daginn“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson Skoðun Halló! Er einhver til í að hlusta? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Risið er flott en kjallarinn molnar Davíð Bergmann Skoðun Að vinna með fræðafólki úr landránsnýlenduríki Ingólfur Gíslason Skoðun Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Lofsvert framtak ÖBÍ, BSRB og ASÍ Ögmundur Jónasson Skoðun Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar Skoðun Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó skrifar Skoðun Að vinna með fræðafólki úr landránsnýlenduríki Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Hvalir, lög og líf: Ísland á siðferðilegum krossgötum Anahita Babaei,Elissa Phillips skrifar Skoðun Halló! Er einhver til í að hlusta? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun „Spilaborgin hrynur einn daginn“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Risið er flott en kjallarinn molnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lofsvert framtak ÖBÍ, BSRB og ASÍ Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Látið sjóði verkafólks vera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Gögn sem ekki er hægt að TReysta Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun „Hvers virði er ég?“ – Áskorun til barna- og unglingabókahöfunda Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar Skoðun Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto skrifar Skoðun Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnlaus heimur Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það er sérlega viðkvæmt fyrir fyrirtæki og stofnanir ef í ljós kemur að einelti hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Margir vinnustaðir hafa lagt sig í líma við að fyrirbyggja slíka hegðun með ýmsum ráðum. Sumir vinnustaðir eru sjálfbærir í þessum efnum komi fram kvörtun en aðrir leita til fagaðila. Til mín leita í auknum mæli einstaklingar sem telja að mál þeirra hafi hvorki fengið faglega né réttláta meðferð og velta fyrir sér næstu skrefum. Mál þeirra eru ýmist í vinnslu eða lokið á vinnustaðnum sjálfum eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem keyptir hafa verið til verksins. Eftirfarandi atriði snúa einungis að hugsanlegum vanköntum eða mistökum í vinnslu eineltismála en hafa ekkert að gera með það hvort niðurstaða málanna hafi orðið tilkynnanda í vil eða ekki. Á því er vissulega allur gangur.Vankantar í vinnsluferlinuSkilgreiningar of þröngar: Reynt að gera lítið úr kvörtuninni strax í byrjun með því að segja að hún falli ekki undir „hefðbundna skilgreiningu um einelti“. Dæmi um þetta er að einstaklingi hefur verið sagt að ef hlé hefur orðið á hinni meintu óæskilegu hegðun í einhvern tíma þá sé ekki um einelti að ræða jafnvel þótt hegðunin hafi viðgengist í mörg ár. Annað dæmi er að ef birtingarmynd hinnar meintu óæskilegu hegðunar er ekki alltaf sú sama þá sé ekki um að ræða „ítrekaða hegðun“ og þar af leiðandi ekki um einelti að ræða.Tilkynnandi gerður ótrúverðugur strax í byrjun: Margir tilkynnendur hafa upplifað strax í upphafi, áður en nokkuð er farið að kanna málið, að niðurstaða málsins liggi þá þegar fyrir og „að búið sé að kaupa niðurstöðuna“. Reynt er að gera kvörtun þeirra ótrúverðuga og fljótlega dregnar ályktanir um að tilkynnandinn sé hluti vandans, jafnvel að öllu leyti. Tilkynnendur hafa fengið spurningar á borð við hvort þeir sjálfir eigi ekki einhvern þátt í þessu vandamáli, hvort þetta sé ekki bara samskiptavandi?Meintur gerandi tekur stjórnina: Algengt er að varnir meints geranda felist í því að koma með „mótkvörtun“ þar sem hann dregur fram ýmsa neikvæða þætti um tilkynnandann. Tilgangurinn er að gera hinn síðarnefnda ótrúverðugan í augum þeirra sem hafa með vinnslu málsins að gera. Afleiðingarnar eru iðulega þær að þeir sem eru að vinna í málinu missa sjónar af upprunalegu tilkynningunni en festa sig þess í stað í mótkvörtun meints geranda. Málið tekur U-beygju og tilkynnendum finnst eins og meintur gerandi hafi tekið stjórnina í málinu. Tilkynnendur lýsa því að svo virðist sem kvörtun þeirra sé ekki lengur aðalmálið. Hún sé orðin lituð af viðbrögðum meints geranda og nú sé jafnvel litið á vandann sem vanda tilkynnandans.Upplýsingum haldið leyndum:Í þessum málum segjast tilkynnendur oft fá litlar upplýsingar um hvernig vinnsluferlinu er háttað. Þeir fullyrða að þeim sé haldið utan við vinnsluferlið og að þeir fái oft ekkert að vita hvað aðrir sem rætt er við í tengslum við málið hafa sagt. Sumir tilkynnendur segja að þegar þeir fá niðurstöðuna sé hún jafnvel samhengislaus, slitrótt og inn í hana blandist stundum þættir sem hafa engin tengsl við upphaflegu kvörtunina. Upplýsingum um hvernig lokaniðurstaðan var fengin er í mörgum tilfellum alls ekki ljós. Þegar tilkynnendur óska eftir að sjá öll gögn og það sem hefur verið skrifað og skráð í málinu um þá og kvörtun þeirra, er jafnvel sagt að um sé að ræða „trúnaðarmál“. Faglegt og réttlátt vinnsluferli í eineltismálumEnginn ákveður upplifun annarra: Mælikvarði á hvar mörkin í samskiptum liggja er huglægt mat einstaklings. Enginn ákveður upplifun annarra. Hvernig svo sem mál kann að líta út í byrjun skal vinna út frá einni grunnhugmyndafræði og hún er að taka allar kvartanir til skoðunar með opnum hug og af hlutleysi, kanna réttmæti þeirra og forðast að draga ótímabærar ályktanir.Tilkynningin er mál tilkynnandans: Því fylgir ábyrgð að kvarta yfir öðrum. Áður en hafist er handa þarf að ræða vandlega við tilkynnanda um kvörtun hans og honum gerð grein fyrir að hún verði lesin upp fyrir meintan geranda. Allir þeir sem kvartað er yfir eiga rétt á að vita nákvæmlega hvað þeir eiga að hafa gert. Ákveða skal, í samráði við tilkynnanda, hverja aðra hann vill láta ræða við í tengslum við málið, hvernig vinnsluhraðanum skuli háttað og um fleira sem kann að skipta sköpum í málinu.Sanngjarnar leikreglur og jafnræði: Allir þeir sem rætt er við þurfa að fá að vita það fyrirfram að um er að ræða opið og gegnsætt vinnsluferli og munu aðilar máls, tilkynnandi og sá sem kvartað er yfir, sjá skráningar viðtala sem höfð eru við aðra í tengslum við málið. Aðilar sem rætt er við eiga einnig að fá tækifæri til að lesa yfir það sem hafa á eftir þeim í endanlegri álitsgerð um málið og þeim gefin kostur á að breyta eða lagfæra framburð sinn.Meintur gerandi á líka rétt: Það er ábyrgð meints geranda að mæta til fundar til að ræða um kvörtun á hendur honum. Honum skal ávallt vera boðið að hafa með sér annan aðila til stuðnings og ráðgjafar. Meintur gerandi er upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við, andmæla, útskýra mál sitt eða leiðrétta allt eftir eðli og atvikum málsins. Eins og tilkynnanda býðst honum að nefna aðila sem hann óskar eftir að rætt verði við í tengslum við málið.Álitsgerð með rökstuddri niðurstöðu: Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila er lagt mat á heildarmynd málsins og aðilar þess upplýstir um niðurstöðuna í sitthvoru lagi með munnlegum hætti þar sem þeim er boðið að bregðast við henni. Aðilar málsins, tilkynnandi og sá (þeir) sem kvartað var yfir, fá eintak af álitsgerðinni sem og yfirstjórn vinnustaðarins. Aðrir sem rætt var við fá tækifæri til að kynna sér álitsgerðina hjá þeim sem unnu málið eða hjá yfirstjórn vinnustaðarins. Ekki ætti að vera um frekari dreifingu að ræða af hálfu vinnustaðarins.Lokaorð Í þessari grein hefur verið farið yfir algenga vankanta sem stundum eru gerðir í vinnslu kvörtunarmála eins og eineltismála. Einnig hefur verið rakinn í stuttu máli vinnsluferill sem er síður líklegri til að skilja málið eftir óleyst. Málin eru að jafnaði tilfinningalega erfið og átakanleg og því afar mikilvægt að ekki bætist við reiði og sársauki sem tengist vinnsluferlinu. Fyrir þann sem hefur e.t.v. lengi verið að mana sig upp í að tilkynna óæskilega hegðun sem hann telur sig hafa orðið fyrir á vinnustaðnum og fyrir þann sem kvartað er yfir skiptir gegnsæi, einlægni og heiðarleiki í vinnubrögðum mestu. Mikilvægt er að gæta jafnræðis. Báðir aðilar eiga rétt á að sjá öll gögn í málinu og röksemdafærslu fyrir niðurstöðu málsins. Liggi vinnsluferlið ekki alveg ljóst fyrir finnst þeim sem telur á sér brotið málinu engan veginn lokið og leitar oft leiða til að fá það endurupptekið eða vísa því til dómstóla. Annað efni þessu tengt er að finna á www.kolbrunbaldurs.isHöfundur er sálfræðingur.
Skoðun Hvalir, lög og líf: Ísland á siðferðilegum krossgötum Anahita Babaei,Elissa Phillips skrifar
Skoðun Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson,Margrét Manda Jónsdóttir,Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir,Ólöf Tara Harðardóttir,Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifar