Arion banki hagnaðist um 14,4 milljarða Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 19:31 Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka. Arion banki Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann. Viðskipti Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann.
Viðskipti Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent