Arion banki hagnaðist um 14,4 milljarða Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 19:31 Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka. Arion banki Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann. Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Nvidia metið á 615 billjónir króna Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Íslensk framleiðsla sem endist Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann.
Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Nvidia metið á 615 billjónir króna Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Íslensk framleiðsla sem endist Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira