Arion banki hagnaðist um 14,4 milljarða Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 19:31 Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka. Arion banki Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann. Viðskipti Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Buffet hættir sem forstjóri við lok árs „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Syndis kaupir Ísskóga Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Sjá meira
Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann.
Viðskipti Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Buffet hættir sem forstjóri við lok árs „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Syndis kaupir Ísskóga Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Sjá meira