Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – áttundi og síðasti hluti David A. Carrillo og Stephen. Duvernay og Brandon V. Stracener skrifa 15. febrúar 2018 08:00 Hér birtist áttunda og síðasta greinin í röð greina eftir þrjá stjórnarskrársérfræðinga við lagadeild háskólans í Berkeley. Í dag gerum við grein fyrir niðurstöðum okkar varðandi stjórnarskrárferlið á Íslandi.Almenningur getur sett sér lög Lög eru ekki annað en reglur sem þjóð setur sér sem ramma. Lög eru ekki náttúrulögmál, né heldur gjöf frá einhverjum löggjafa eða fjallkonunni. Gildi stjórnarskrár ræðst af því hvernig hún nýtist samfélaginu. Íslensk lög eru samin af almenningi og fulltrúum hans. Alþingi, stjórnlagaráð og kjósendur voru sammála um að stjórnarskránni þyrfti að breyta og að baki lá óskipt pólitískt afl þjóðarinnar. Ekki var neinnar frekari réttlætingar þörf, ekkert annað yfirvald þurfti til að leggja blessun sína þar yfir. Á þeirri stundu var þjóðin löggjafinn.Stephen M. Duvernay er sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla.Stjórnlagaráðið á Íslandi er fágætt dæmi um endurskoðun stjórnarskrár á friðartímum. Sagan varðveitir fá sambærileg dæmi um að þjóð hafi lagst yfir stjórnarskrána til þess að endursemja hana. Yfirleitt líta stjórnarskrár dagsins ljós eftir stríð eða byltingu, enda hafa þjóðir ekki haft aðstöðu til þess að taka slíkar ákvarðanir á sögulegum tímum nema þegar þannig háttar til. Þetta gerðu Englendingar árið 1215; þetta gerðu Bandaríkjamenn árið 1776; Frakkar gerðu það 1789; og röðin kom að Rússum árið 1917. Þetta urðu merkar þjóðir. Vissulega kostaði þessi árangur baráttu, það er mergurinn málsins: Íslendingar endurskoðuðu stjórnarskrá sína á friðartímum og af yfirvegun. Þó sækja tvær spurningar á: eru stjórnarskrárdrögin fremri gömlu stjórnarskránni og er enn ráðrúm til þess að samþykkja frumvarpið.Betri en sú sem enn er í gildi Með stjórnarskrárfrumvarpinu færist þetta þrennt til betri vegar: þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnaður valds og skilvirkt ferli til breytinga. Eins og málum er nú háttað hefur almenningur ekkert að segja um þau lög sem hann lýtur, hvorki áður en þau eru samin, né á meðan, né á eftir. Það eina sem er hægt að gera til að bregðast við ólögum er að bíða eftir kosningum, kjósa þann sem heitir breytingum, vona að hann nái kjöri og liggja á bæn um að loforðin verði efnd. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá gerir ráð fyrir meiri þátttöku almennings við lagasetningu með því að kjósendum verður gert kleift að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild lög, og þá verður kjósendum kleift að leggja málefni beint fyrir Alþingi. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur Alþingi nánast öll völd. Ekki er aðskilnaður valds ríkisstjórnarinnar og er frelsið því í höndum Alþingis. Þessu er kippt í liðinn í nýju stjórnarskrárdrögunum með valddreifingu innan stjórnarinnar: þar er aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds og stofnana hvors um sig og þar með er dómsvaldið óháð.Brandon V. Stracener, stjórnarskrársérfræðingur við lagadeild háskólans í BerkeleyÞað er ótrúlega flókið að breyta núgildandi stjórnarskrá. Það er svo dýrt að á sjötíu og þremur árum hefur hún aðeins einu sinni verið tekin til verulegrar endurskoðunar. Vitaskuld þarf stjórnarskrá að vera varanleg og traust, en þetta erfiða breytingarferli kemur nánast í veg fyrir breytingar. Stjórnarskrárdrögin nýju kveða á um aðgengilegra breytingarferli og þar eru stjórnarskrárbreytingar háðar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með næst betra jafnvægi milli stöðugleika og sveigjanleika en nú, ferlið er einfaldara og verður það Alþingi hvatning til þess að leita til almennings þegar stjórnarskrárbreytinga virðist þörf.Er stund stjórnarskrárinnar liðin? Ekki nema þjóðin láti það viðgangast. Það er alltaf tímabært að minna stjórnina á hagsmuni þjóðarinnar. Láta menn vísvitandi það yfir sig ganga að stjórnin sé vanhæf þótt þeir hafi það í hendi sér að ráða bót á því? Það er ólíklegt. Þó sjáum við að Íslendingar eru þjakaðir: þeir sem við tókum tali kvarta undan því að alltaf séu sömu stjórnmálamennirnir við völd og að þar skiptist á hneykslismál og stjórnarkreppa. Reyndar sáum við tvær ríkisstjórnir falla og tvennar kosningar á einu ári. Úrslit kosninganna leiddu til svipaðra samsteypustjórna hægri og vinstri flokka og ámóta veikburða ríkisstjórna.David A. Carrillo er lagaprófessor við Berkeley háskóla í Bandaríkjunum.Þetta er þjóðinni í sjálfsvald sett. Erlendir fræðimenn sem skrifa greinar í dagblöð geta ekki bjargað Íslandi. Þeir geta bara vakið athygli á því sem hlýtur að blasa við hverjum manni. Ef menn eru óánægðir og vilja breytingar nægir ekki að yppa öxlum og segja „þetta reddast“. Menn þurfa að taka frumkvæðið og láta hlutina gerast. Fyrsta skrefið felst í því að kjósa þá fulltrúa sem verja hagsmuni þjóðarinnar í raun. Ekki kjósa aftur og aftur sömu flokkana sem hafa orðið til vandræða í tímans rás og þá frambjóðendur sem hunsa kröfur almennings um breytingar. Ef sömu frambjóðendur og sömu flokkar ná kjöri aftur og aftur má búast við fleiri hneykslum, stjórnarkreppu og kosningum að ári. Ef Íslendingar taka ekki til hendinni á Íslandi gerir það enginn fyrir þá og þá breytist aldrei neitt. Við höfum trú á íslensku þjóðinni. Látið nú til skarar skríða og fagnið þannig með viðeigandi hætti 100 ára fullveldisafmæli Íslands árið 2018.Höfundar eru stjórnarskrársérfræðingar við lagadeild háskólans í Berkeley. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjöundi hluti Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 21. nóvember 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 5. október 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjötti hluti Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 26. október 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00 Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér birtist áttunda og síðasta greinin í röð greina eftir þrjá stjórnarskrársérfræðinga við lagadeild háskólans í Berkeley. Í dag gerum við grein fyrir niðurstöðum okkar varðandi stjórnarskrárferlið á Íslandi.Almenningur getur sett sér lög Lög eru ekki annað en reglur sem þjóð setur sér sem ramma. Lög eru ekki náttúrulögmál, né heldur gjöf frá einhverjum löggjafa eða fjallkonunni. Gildi stjórnarskrár ræðst af því hvernig hún nýtist samfélaginu. Íslensk lög eru samin af almenningi og fulltrúum hans. Alþingi, stjórnlagaráð og kjósendur voru sammála um að stjórnarskránni þyrfti að breyta og að baki lá óskipt pólitískt afl þjóðarinnar. Ekki var neinnar frekari réttlætingar þörf, ekkert annað yfirvald þurfti til að leggja blessun sína þar yfir. Á þeirri stundu var þjóðin löggjafinn.Stephen M. Duvernay er sérfræðingur við lagadeild Berkeley háskóla.Stjórnlagaráðið á Íslandi er fágætt dæmi um endurskoðun stjórnarskrár á friðartímum. Sagan varðveitir fá sambærileg dæmi um að þjóð hafi lagst yfir stjórnarskrána til þess að endursemja hana. Yfirleitt líta stjórnarskrár dagsins ljós eftir stríð eða byltingu, enda hafa þjóðir ekki haft aðstöðu til þess að taka slíkar ákvarðanir á sögulegum tímum nema þegar þannig háttar til. Þetta gerðu Englendingar árið 1215; þetta gerðu Bandaríkjamenn árið 1776; Frakkar gerðu það 1789; og röðin kom að Rússum árið 1917. Þetta urðu merkar þjóðir. Vissulega kostaði þessi árangur baráttu, það er mergurinn málsins: Íslendingar endurskoðuðu stjórnarskrá sína á friðartímum og af yfirvegun. Þó sækja tvær spurningar á: eru stjórnarskrárdrögin fremri gömlu stjórnarskránni og er enn ráðrúm til þess að samþykkja frumvarpið.Betri en sú sem enn er í gildi Með stjórnarskrárfrumvarpinu færist þetta þrennt til betri vegar: þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnaður valds og skilvirkt ferli til breytinga. Eins og málum er nú háttað hefur almenningur ekkert að segja um þau lög sem hann lýtur, hvorki áður en þau eru samin, né á meðan, né á eftir. Það eina sem er hægt að gera til að bregðast við ólögum er að bíða eftir kosningum, kjósa þann sem heitir breytingum, vona að hann nái kjöri og liggja á bæn um að loforðin verði efnd. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá gerir ráð fyrir meiri þátttöku almennings við lagasetningu með því að kjósendum verður gert kleift að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild lög, og þá verður kjósendum kleift að leggja málefni beint fyrir Alþingi. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur Alþingi nánast öll völd. Ekki er aðskilnaður valds ríkisstjórnarinnar og er frelsið því í höndum Alþingis. Þessu er kippt í liðinn í nýju stjórnarskrárdrögunum með valddreifingu innan stjórnarinnar: þar er aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds og stofnana hvors um sig og þar með er dómsvaldið óháð.Brandon V. Stracener, stjórnarskrársérfræðingur við lagadeild háskólans í BerkeleyÞað er ótrúlega flókið að breyta núgildandi stjórnarskrá. Það er svo dýrt að á sjötíu og þremur árum hefur hún aðeins einu sinni verið tekin til verulegrar endurskoðunar. Vitaskuld þarf stjórnarskrá að vera varanleg og traust, en þetta erfiða breytingarferli kemur nánast í veg fyrir breytingar. Stjórnarskrárdrögin nýju kveða á um aðgengilegra breytingarferli og þar eru stjórnarskrárbreytingar háðar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með næst betra jafnvægi milli stöðugleika og sveigjanleika en nú, ferlið er einfaldara og verður það Alþingi hvatning til þess að leita til almennings þegar stjórnarskrárbreytinga virðist þörf.Er stund stjórnarskrárinnar liðin? Ekki nema þjóðin láti það viðgangast. Það er alltaf tímabært að minna stjórnina á hagsmuni þjóðarinnar. Láta menn vísvitandi það yfir sig ganga að stjórnin sé vanhæf þótt þeir hafi það í hendi sér að ráða bót á því? Það er ólíklegt. Þó sjáum við að Íslendingar eru þjakaðir: þeir sem við tókum tali kvarta undan því að alltaf séu sömu stjórnmálamennirnir við völd og að þar skiptist á hneykslismál og stjórnarkreppa. Reyndar sáum við tvær ríkisstjórnir falla og tvennar kosningar á einu ári. Úrslit kosninganna leiddu til svipaðra samsteypustjórna hægri og vinstri flokka og ámóta veikburða ríkisstjórna.David A. Carrillo er lagaprófessor við Berkeley háskóla í Bandaríkjunum.Þetta er þjóðinni í sjálfsvald sett. Erlendir fræðimenn sem skrifa greinar í dagblöð geta ekki bjargað Íslandi. Þeir geta bara vakið athygli á því sem hlýtur að blasa við hverjum manni. Ef menn eru óánægðir og vilja breytingar nægir ekki að yppa öxlum og segja „þetta reddast“. Menn þurfa að taka frumkvæðið og láta hlutina gerast. Fyrsta skrefið felst í því að kjósa þá fulltrúa sem verja hagsmuni þjóðarinnar í raun. Ekki kjósa aftur og aftur sömu flokkana sem hafa orðið til vandræða í tímans rás og þá frambjóðendur sem hunsa kröfur almennings um breytingar. Ef sömu frambjóðendur og sömu flokkar ná kjöri aftur og aftur má búast við fleiri hneykslum, stjórnarkreppu og kosningum að ári. Ef Íslendingar taka ekki til hendinni á Íslandi gerir það enginn fyrir þá og þá breytist aldrei neitt. Við höfum trú á íslensku þjóðinni. Látið nú til skarar skríða og fagnið þannig með viðeigandi hætti 100 ára fullveldisafmæli Íslands árið 2018.Höfundar eru stjórnarskrársérfræðingar við lagadeild háskólans í Berkeley.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjöundi hluti Þetta er sjöunda greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 21. nóvember 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fimmti hluti Þetta er fimmta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 5. október 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – sjötti hluti Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 26. október 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – Fjórði hluti Þetta er fjórða greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeildina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við skoðum þá gagnrýni sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur sætt og vísum henni á bug með rökstuðningi. 14. september 2017 07:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. 1. september 2017 07:00
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun