Körfubolti

Körfuboltakvöld um Keflavík: „Var aldrei gáfulegt að breyta einhverju"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu um viðsnúning Keflavíkur í Dominos-deild karla. Í vikunni sem leið tapaði liðið fyrir Hetti en í fyrrakvöld fóru þeir gegn þreföldum Íslandsmeisturum, KR, og unnu þar frábæran sigur.

„Það var aldrei gáfulegt að breyta einhverju í Keflavík. Við vorum alveg sammála um það Teitur,” sagði Kristinn Friðriksson, annar spekingur þáttarins, aðspurður um hversu rétt Keflavík gerði að halda í Friðrik Inga Rúnarsson, þjálfara Keflavíkur.

„Þetta var tilvalinn punktur eftir Hattar-leikinn að snúa bökum saman. Ég hef trú á því að eftir hann hafi þeir fundað allir saman og bara ákveðið að nú klárum við tímabilið saman,” sagði hinn spekingurinn, Teitur Örlygsson.

Umræðan beindist svo út í það hversu erfitt er að mæta í Keflavík í úrslitakeppninni, en liðið er neðarlega í töflunni þessa stundina. Þó geta þeir gert öllum liðum skráveifu í deildinni.

„Það er alltaf erfitt og hefur reynst öllum liðum erfitt. Þetta er sögufrægt lið og þetta er ótrúlega mikill viðsnúningur,” sagði Kristinn. „Þetta var rosalegt fjall sem þeir voru að taka.”

„Þeir gera það á eins magnaðan hátt og mögulegt er. Þeir fara eftir tap gegn neðsta liðinu á heimavelli og fá þá á sig 95 stig, fara þeir gegn besta liði deildarinnar og vinna þar með 63 stigum.”


Tengdar fréttir

Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg"

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×