Klíptu mig, þetta hlýtur að vera draumur Alexandra Kristjánsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 09:56 Hvað langar þig mest til að gera? Hver er þinn stærsti draumur í lífinu? Ég er hér til þess að segja þér að draumurinn þinn getur ræst alveg sama hversu ólíklegt það virðist í augnablikinu. Eins og allflestir, hefur mig alltaf langað til þess að ferðast. Þegar ég var aðeins fjórtán ára var ég byrjuð að skipulegga ferðina mína, ég ætlaði að ferðast í heilt ár, fara t.d. til eyja eins og Bora Bora og Ástralíu og ætlaði að gera þetta allt með þáverandi vinkonu minni. En lífið er margbrotið. Áður en ég vissi af var ég orðin 21 árs, var að byrja í háskóla og búinn að útvega mér fyrsta leiguhúsnæðið mitt með annari vinkonu. Innst inni ætlaði ég mér enn að fara í ferðina, þótt að ég vissi ekki hvernig. En þá gripu örlögin í taumana. Í janúar á síðasta ári var mér sendur Facebook linkur. Fjölskylda frá Ameríku var að leita eftir kennara/barnfóstru til að hjálpa þeim með börnin sín þrjú og... þau voru að selja húsið sitt til þess að ferðast um heimin í heilt ár!!! Að hugsa sér, heimsreisa þar sem að maður væri á launum og þurfti ekki að eyða krónu! Þetta var eitthvað svo fullkomið. Ég ákvað strax að sækja um og búa til myndband. En það var ekki fyrr en ég var búin að taka upp meirihlutan af myndbandinu þegar ég sá að þau voru hætt að taka við umsóknum. Þau höfðu stytt umsóknarfrestinn þar sem að þau voru búin að fá yfir 24 þúsund umsækjendur! Ég var alveg miður mín - búið að loka fyrir umsóknirnar og svona svakalegur fjöldi umsækjenda, hvernig keppir maður við það? En ég er heppin með foreldra mína, þau sögðu mér að ég geti aldrei ætlast til þess að draumar mínir rætist nema að ég fylgi þeim fast eftir full þrautseygju og ákveðni. Svo ég ákvað að reyna samt og nokkrum dögum seinna var heimasíðan mín komin í loftið. Í henni voru upplýsingar um mig og umsóknin mín. Ég sendi það inn til þeirra og ákvað að alveg sama hvað, þá væri ég búin að gera mitt besta. Það liðu nokkrir dagar og til að gera langa sögu stutta komst ég í viðtölin. Ég var alveg í skýjunum!! ... en ég fékk ekki starfið. Samt sem áður var ég bæði þakklát og ánægð með að hafa náð svona langt, og það sem mestu skipti máli, stolt af sjálfri mér. Lífið gekk aftur sinn vanagang. En nokkrum dögum áður en að Háskólinn byrjaði var haft samband við mig. Það var ameríska fjölskyldan! Hlutirnir höfðu ekki alveg gengið upp með barnfóstruna sem þau völdu og þau vildu heyra í mér hljóðið og fá annað viðtal. Daginn fyrir fyrsta skóladaginn minn sögðu þau mér að ef ég væri til þá vildu þau fá mig með sér í heimsreisuna þeirra! Ég ætla ekkert að neita því, ég bókstaflega grét af gleði! Líf mitt í dag er alger draumur, þetta er það sem mig hefur alltaf dreymt um og miklu meira en það! Ég trúi því stundum ekki að þetta sé raunveruleikinn minn. Ég er nú þegar búin að ferðast til svo margra og framandi landa og upplifa svo ótal, ótal margt. Ég er ævinlega þakklát og nú eru svo margir spennandi tímar framundan. Af hverju er ég að segja þér allt þetta? Því ef ég hefði gefist upp, ef ég hefði ekki haldið áfram þótt að þau væru búin að segja við alla að þau tækju ekki við fleiri umsögnum þá hefði ég misst af mögnuðustu upplifun lífs míns. Ég er að segja þér í þeirri von um að hvetja þig og segja að þú getir látið óskir þínar og drauma rætast. Alveg sama hverjar þér finnist líkurnar vera, hver fortíð þín er, eða hindranir, þú getur það. Hverju ertu að bíða eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað langar þig mest til að gera? Hver er þinn stærsti draumur í lífinu? Ég er hér til þess að segja þér að draumurinn þinn getur ræst alveg sama hversu ólíklegt það virðist í augnablikinu. Eins og allflestir, hefur mig alltaf langað til þess að ferðast. Þegar ég var aðeins fjórtán ára var ég byrjuð að skipulegga ferðina mína, ég ætlaði að ferðast í heilt ár, fara t.d. til eyja eins og Bora Bora og Ástralíu og ætlaði að gera þetta allt með þáverandi vinkonu minni. En lífið er margbrotið. Áður en ég vissi af var ég orðin 21 árs, var að byrja í háskóla og búinn að útvega mér fyrsta leiguhúsnæðið mitt með annari vinkonu. Innst inni ætlaði ég mér enn að fara í ferðina, þótt að ég vissi ekki hvernig. En þá gripu örlögin í taumana. Í janúar á síðasta ári var mér sendur Facebook linkur. Fjölskylda frá Ameríku var að leita eftir kennara/barnfóstru til að hjálpa þeim með börnin sín þrjú og... þau voru að selja húsið sitt til þess að ferðast um heimin í heilt ár!!! Að hugsa sér, heimsreisa þar sem að maður væri á launum og þurfti ekki að eyða krónu! Þetta var eitthvað svo fullkomið. Ég ákvað strax að sækja um og búa til myndband. En það var ekki fyrr en ég var búin að taka upp meirihlutan af myndbandinu þegar ég sá að þau voru hætt að taka við umsóknum. Þau höfðu stytt umsóknarfrestinn þar sem að þau voru búin að fá yfir 24 þúsund umsækjendur! Ég var alveg miður mín - búið að loka fyrir umsóknirnar og svona svakalegur fjöldi umsækjenda, hvernig keppir maður við það? En ég er heppin með foreldra mína, þau sögðu mér að ég geti aldrei ætlast til þess að draumar mínir rætist nema að ég fylgi þeim fast eftir full þrautseygju og ákveðni. Svo ég ákvað að reyna samt og nokkrum dögum seinna var heimasíðan mín komin í loftið. Í henni voru upplýsingar um mig og umsóknin mín. Ég sendi það inn til þeirra og ákvað að alveg sama hvað, þá væri ég búin að gera mitt besta. Það liðu nokkrir dagar og til að gera langa sögu stutta komst ég í viðtölin. Ég var alveg í skýjunum!! ... en ég fékk ekki starfið. Samt sem áður var ég bæði þakklát og ánægð með að hafa náð svona langt, og það sem mestu skipti máli, stolt af sjálfri mér. Lífið gekk aftur sinn vanagang. En nokkrum dögum áður en að Háskólinn byrjaði var haft samband við mig. Það var ameríska fjölskyldan! Hlutirnir höfðu ekki alveg gengið upp með barnfóstruna sem þau völdu og þau vildu heyra í mér hljóðið og fá annað viðtal. Daginn fyrir fyrsta skóladaginn minn sögðu þau mér að ef ég væri til þá vildu þau fá mig með sér í heimsreisuna þeirra! Ég ætla ekkert að neita því, ég bókstaflega grét af gleði! Líf mitt í dag er alger draumur, þetta er það sem mig hefur alltaf dreymt um og miklu meira en það! Ég trúi því stundum ekki að þetta sé raunveruleikinn minn. Ég er nú þegar búin að ferðast til svo margra og framandi landa og upplifa svo ótal, ótal margt. Ég er ævinlega þakklát og nú eru svo margir spennandi tímar framundan. Af hverju er ég að segja þér allt þetta? Því ef ég hefði gefist upp, ef ég hefði ekki haldið áfram þótt að þau væru búin að segja við alla að þau tækju ekki við fleiri umsögnum þá hefði ég misst af mögnuðustu upplifun lífs míns. Ég er að segja þér í þeirri von um að hvetja þig og segja að þú getir látið óskir þínar og drauma rætast. Alveg sama hverjar þér finnist líkurnar vera, hver fortíð þín er, eða hindranir, þú getur það. Hverju ertu að bíða eftir?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar