Vinnuslys hafa aldrei verið fleiri Helgi Bjarnason skrifar 6. febrúar 2018 10:21 Eitt af því sem fylgir uppsveiflum eins og þeim sem við sjáum í atvinnulífinu um þessar mundir er fjölgun vinnuslysa. Til þess að sjá merki um þetta er nóg að bera saman hagtölur við tölfræði vinnueftirlitsins um vinnuslys. Undanfarin ár hefur vinnuslysum farið ört fjölgandi og slysatölurnar fyrir 2016 eru þær hæstu frá því mælingar hófust. 2017 tölurnar eru ennþá að koma í hús en margt bendir til þess að það ár verði jafn þungt í slysum. Rannsóknir gefa til kynna að beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé um 3,8% af vergi landframleiðslu vestrænna landa. Miðað við árið 2016 hefði kostnaður vegna vinnuslysa verið 93 milljarðar eða 45 milljónir á hvert vinnuslys það ár. Það er því ljóst að atvinnulífsins hér á landi bíður mikið verkefni. Íslensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggismála sé eins og best verður á kosið. Forsvarsmenn verða að spyrja sig hvort nóg sé að gert, hvort lög og skyldur séu uppfylltar, og jafnvel hvort ekki sé tilefni til að ganga lengra en lög segja til um til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Það er á ábyrgð okkar allra í atvinnulífinu, fyrirtækja, opinberra eftirlitsaðila og verkalýðsfélaga að sjá til þess að tryggja sem best að fólk sé öruggt við sína vinnu. En til þess að ná árangri þurfum við að vinna saman, deila reynslu og þekkingu og vera óhrædd við að leita að nýrra leiða. Þess vegna stöndum við hjá VÍS fyrir ráðstefnu um öryggis- og forvarnarmál miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi. Til þess að búa til vettvang fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að deila með öðrum og læra hvort af öðru. Markmið okkar með ráðstefnunni er að gestir fari aftur heim á sína vinnustaði fullir af innblæstri og hugmyndum um hvernig sé hægt að gera enn betur í forvarnarmálum og hvernig sé hægt að gera vinnuumhverfi okkar allra eins og öruggt og hægt er. Öruggari samfélag er allra hagur og það eru sjálfsögð mannréttindi að allir komist heilir heim úr vinnunni. Núllslysastefna er sú sýn sem við hjá VÍS höldum uppi. Sýn VÍS er að hægt sé að koma í veg fyrir slys og skapa slysalausa vinnustaði.Höfundur er forstjóri VÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem fylgir uppsveiflum eins og þeim sem við sjáum í atvinnulífinu um þessar mundir er fjölgun vinnuslysa. Til þess að sjá merki um þetta er nóg að bera saman hagtölur við tölfræði vinnueftirlitsins um vinnuslys. Undanfarin ár hefur vinnuslysum farið ört fjölgandi og slysatölurnar fyrir 2016 eru þær hæstu frá því mælingar hófust. 2017 tölurnar eru ennþá að koma í hús en margt bendir til þess að það ár verði jafn þungt í slysum. Rannsóknir gefa til kynna að beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé um 3,8% af vergi landframleiðslu vestrænna landa. Miðað við árið 2016 hefði kostnaður vegna vinnuslysa verið 93 milljarðar eða 45 milljónir á hvert vinnuslys það ár. Það er því ljóst að atvinnulífsins hér á landi bíður mikið verkefni. Íslensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggismála sé eins og best verður á kosið. Forsvarsmenn verða að spyrja sig hvort nóg sé að gert, hvort lög og skyldur séu uppfylltar, og jafnvel hvort ekki sé tilefni til að ganga lengra en lög segja til um til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Það er á ábyrgð okkar allra í atvinnulífinu, fyrirtækja, opinberra eftirlitsaðila og verkalýðsfélaga að sjá til þess að tryggja sem best að fólk sé öruggt við sína vinnu. En til þess að ná árangri þurfum við að vinna saman, deila reynslu og þekkingu og vera óhrædd við að leita að nýrra leiða. Þess vegna stöndum við hjá VÍS fyrir ráðstefnu um öryggis- og forvarnarmál miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi. Til þess að búa til vettvang fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að deila með öðrum og læra hvort af öðru. Markmið okkar með ráðstefnunni er að gestir fari aftur heim á sína vinnustaði fullir af innblæstri og hugmyndum um hvernig sé hægt að gera enn betur í forvarnarmálum og hvernig sé hægt að gera vinnuumhverfi okkar allra eins og öruggt og hægt er. Öruggari samfélag er allra hagur og það eru sjálfsögð mannréttindi að allir komist heilir heim úr vinnunni. Núllslysastefna er sú sýn sem við hjá VÍS höldum uppi. Sýn VÍS er að hægt sé að koma í veg fyrir slys og skapa slysalausa vinnustaði.Höfundur er forstjóri VÍS
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar