Vinnuslys hafa aldrei verið fleiri Helgi Bjarnason skrifar 6. febrúar 2018 10:21 Eitt af því sem fylgir uppsveiflum eins og þeim sem við sjáum í atvinnulífinu um þessar mundir er fjölgun vinnuslysa. Til þess að sjá merki um þetta er nóg að bera saman hagtölur við tölfræði vinnueftirlitsins um vinnuslys. Undanfarin ár hefur vinnuslysum farið ört fjölgandi og slysatölurnar fyrir 2016 eru þær hæstu frá því mælingar hófust. 2017 tölurnar eru ennþá að koma í hús en margt bendir til þess að það ár verði jafn þungt í slysum. Rannsóknir gefa til kynna að beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé um 3,8% af vergi landframleiðslu vestrænna landa. Miðað við árið 2016 hefði kostnaður vegna vinnuslysa verið 93 milljarðar eða 45 milljónir á hvert vinnuslys það ár. Það er því ljóst að atvinnulífsins hér á landi bíður mikið verkefni. Íslensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggismála sé eins og best verður á kosið. Forsvarsmenn verða að spyrja sig hvort nóg sé að gert, hvort lög og skyldur séu uppfylltar, og jafnvel hvort ekki sé tilefni til að ganga lengra en lög segja til um til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Það er á ábyrgð okkar allra í atvinnulífinu, fyrirtækja, opinberra eftirlitsaðila og verkalýðsfélaga að sjá til þess að tryggja sem best að fólk sé öruggt við sína vinnu. En til þess að ná árangri þurfum við að vinna saman, deila reynslu og þekkingu og vera óhrædd við að leita að nýrra leiða. Þess vegna stöndum við hjá VÍS fyrir ráðstefnu um öryggis- og forvarnarmál miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi. Til þess að búa til vettvang fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að deila með öðrum og læra hvort af öðru. Markmið okkar með ráðstefnunni er að gestir fari aftur heim á sína vinnustaði fullir af innblæstri og hugmyndum um hvernig sé hægt að gera enn betur í forvarnarmálum og hvernig sé hægt að gera vinnuumhverfi okkar allra eins og öruggt og hægt er. Öruggari samfélag er allra hagur og það eru sjálfsögð mannréttindi að allir komist heilir heim úr vinnunni. Núllslysastefna er sú sýn sem við hjá VÍS höldum uppi. Sýn VÍS er að hægt sé að koma í veg fyrir slys og skapa slysalausa vinnustaði.Höfundur er forstjóri VÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem fylgir uppsveiflum eins og þeim sem við sjáum í atvinnulífinu um þessar mundir er fjölgun vinnuslysa. Til þess að sjá merki um þetta er nóg að bera saman hagtölur við tölfræði vinnueftirlitsins um vinnuslys. Undanfarin ár hefur vinnuslysum farið ört fjölgandi og slysatölurnar fyrir 2016 eru þær hæstu frá því mælingar hófust. 2017 tölurnar eru ennþá að koma í hús en margt bendir til þess að það ár verði jafn þungt í slysum. Rannsóknir gefa til kynna að beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé um 3,8% af vergi landframleiðslu vestrænna landa. Miðað við árið 2016 hefði kostnaður vegna vinnuslysa verið 93 milljarðar eða 45 milljónir á hvert vinnuslys það ár. Það er því ljóst að atvinnulífsins hér á landi bíður mikið verkefni. Íslensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggismála sé eins og best verður á kosið. Forsvarsmenn verða að spyrja sig hvort nóg sé að gert, hvort lög og skyldur séu uppfylltar, og jafnvel hvort ekki sé tilefni til að ganga lengra en lög segja til um til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Það er á ábyrgð okkar allra í atvinnulífinu, fyrirtækja, opinberra eftirlitsaðila og verkalýðsfélaga að sjá til þess að tryggja sem best að fólk sé öruggt við sína vinnu. En til þess að ná árangri þurfum við að vinna saman, deila reynslu og þekkingu og vera óhrædd við að leita að nýrra leiða. Þess vegna stöndum við hjá VÍS fyrir ráðstefnu um öryggis- og forvarnarmál miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi. Til þess að búa til vettvang fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að deila með öðrum og læra hvort af öðru. Markmið okkar með ráðstefnunni er að gestir fari aftur heim á sína vinnustaði fullir af innblæstri og hugmyndum um hvernig sé hægt að gera enn betur í forvarnarmálum og hvernig sé hægt að gera vinnuumhverfi okkar allra eins og öruggt og hægt er. Öruggari samfélag er allra hagur og það eru sjálfsögð mannréttindi að allir komist heilir heim úr vinnunni. Núllslysastefna er sú sýn sem við hjá VÍS höldum uppi. Sýn VÍS er að hægt sé að koma í veg fyrir slys og skapa slysalausa vinnustaði.Höfundur er forstjóri VÍS
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar