Má ekkert lengur!? Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í heiminum hefur orðið bylting – þar sem aldalöng þöggun um kynbundna kúgun og ofbeldi hefur loks verið rofin. Byltingin MeToo hefur haft víðtæk áhrif og gerðist m.a.s. svo fræg að vera kosin „Maður ársins“ á dögunum. Byltingin hefur fengið konur í nær öllum atvinnugreinum og þjóðfélagshópum til að opna sig og deila með okkur sínum sögum. Við lesturinn hefur maður áttað sig á því hvað kúgunin og ofbeldið hefur lengi viðgengist og verið seigt mein í menningunni. Risastórt graftarkýli sem við áttum alveg eftir að sprengja. Engin kaffistofa hefur farið varhluta af umræðunni og vonandi ekkert stjórnarherbergi. Ég hef átt mörg lærdómsrík samtöl en þó hef ég líka orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum með hóp fólks sem gerir lítið úr byltingunni og vægi hennar. Talar um að nú sé daðrið dautt og það „megi ekkert lengur“. Það er nákvæmlega viðhorfið sem fékk mann til að bíta á jaxlinn í öll þessi ár í stundum fáránlegum aðstæðum. Hvort sem það var þegar klipið var í brjóst manns og rass á gengilbeinuárunum, óþægilegu klámbrandararnir sem voru látnir fjúka á viðskiptafundum eða þegar maður var króaður af til að láta þefa af sér í lyftu (já, ég veit), eða þegar maður var orðinn framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis á stórum fögnuði með öðrum (karl)stjórnendum í bransanum. Mín viðbrögð? Engin. Beit bara á jaxlinn og hef forðast slíkar samkomur síðan. En hvaða áhrif hefur þetta í raun haft á mig sem stjórnanda í karllægum bransa? Og öllu heldur, hvaða áhrif hefur þetta haft á mínum og þínum vinnustað? Hefur vinnustaðurinn þinn og bransinn farið í naflaskoðun? Hvernig getum við nýtt þessa byltingu til þroska og lærdóms? Hvaða ætla stjórnendur að gera til að tryggja breytingar? Um þetta fjallar FKA-ráðstefnan í dag. Þar koma saman konur og menn til að skera á þetta graftarkýli og vinna að úrbótum. Þar stíga fram ábyrgir menn eins og Guðni Th. Jóhannesson forseti og Gestur Pálmason, sem fer fyrir hreyfingu karlmanna sem kalla sig #egertil og vilja axla ábyrgð gegn kynbundnu ofbeldi. Svo ekki sé minnst á flottu kvenstjórnendurna sem stíga fram og kynna fyrir okkur hvernig þær ætla að tryggja að byltingin skili raunverulegum árangri á sínum vinnustað. Það er nefnilega hárrétt. Það má ekkert ofbeldi lengur. Sorrí með okkur. Byltingin lifi. Höfundur er framkvæmdastjóri GG Verks, og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun