Hvernig skal bregðast við nýjum veruleika? Helga Árnadóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Ísland er lítið opið hagkerfi með mjög hátt hlutfall nettenginga á hverja 100 íbúa. Líklega er þetta ein mikilvægasta skýringin á því að Ísland er ekki „eyland“ í sama skilningi og áður – Ísland er nú partur af alþjóðlegum hringvegi netheima. Byltingakenndar breytingar á undanförnum árum hafa þau áhrif að nú er hægt að bera saman, í rauntíma, framboð í ferðaþjónustu þvert á landamæri og menningarheima – án þess að standa upp frá tölvunni. Samkeppnin um athygli ferðamanna er mikil en á hinn bóginn er markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla á stóran alþjóðlegan markað mun aðgengilegri en áður og skilin á milli einstaklinga og fyrirtækja sem deila og skiptast á vörum sínum á samkeppnismarkaði orðin óljós.Mikilvægt að ná heildaryfirsýn Meðal alþjóðastofnana og einstakra landa hafa viðbrögð við „deilihagkerfinu“ (s.s. Airbnb og Uber) einkennst af „wait and see“ viðhorfi. Á sama tíma og menn fagna nýrri tækni og framþróun á mörgum sviðum í þeim tilgangi að auka hagkvæmni, eykst sjálfsögð krafa um að ná heildaryfirsýn yfir starfsemina. Að sammælst sé um alþjóðlega skilgreiningu á þjónustustarfsemi eins og Airbnb, að hún sé mátuð við gildandi regluverk og það aðlagað eða nýtt mótað og skilvirkni þannig tryggð. Starfsemina þarf að bóka í hið formlega hagkerfi. Slík krafa er ekki síst til komin vegna samfélagslegra þolmarka íbúa hvers svæðis. Þannig hafa borgir og stjórnvöld í sívaxandi mæli verið að bregðast við gjörbreyttu landslagi með því að úthluta takmörkuðum leyfisfjölda á framboðsaðila á einstökum svæðum og/eða dagafjölda í útleigu. Jafnframt hafa lönd gert tilraunir með að innheimta skatt af hinu erlenda fyrirtæki Airbnb, en óljóst er hvaða árangri það hefur skilað.Eigum enn langt í land Samkvæmt lögum hér á landi ber aðilum að skrá eign sína til útleigu hjá sýslumanni. Rúmlega 1.000 einstaklingar hafa nú þegar skráð sig. Samkvæmt þeim úttektum sem gerðar hafa verið hér á landi á umfangi Airbnb má hins vegar gera ráð fyrir að í fyrra hafi um 6.000 gestgjafar boðið fram gistiþjónustu á Airbnb. Fyrrgreind skráning hjá sýslumanni sýnir að enn er langt í land með að hægt sé að ná utan um framboð á gistirými í netheimum. Á sama tíma eru ríki og sveitarfélög að verða af gífurlegum skatttekjum auk þess sem samkeppnisumhverfi hótela og annarra hefðbundinna gististaða er orðið algerlega óásættanlegt. Í árslok 2017 bárust fréttir frá Evrópusambandinu þar sem skýrt er kveðið á um að leigubílafyrirtækið Uber sé ekki lengur skilgreint sem „digital milliliður“ (stafrænn milliliður) með þjónustu milli neytenda og þess sem veitir þjónustuna. Þar með fellur Uber undir hefðbundnar reglugerðir og tilskipanir um fyrirtæki í leigubílaakstri og þarf að lúta lögum og reglum sem gildir um þá starfsemi.Marka þarf rammann Það er íslenskra stjórnvalda og sveitarstjórna að marka rammann hér á landi. Íbúðagistingu vex ásmegin í skjóli úrræðaleysis og ákvörðunarfælni. Markmið og umgjörð er ábótavant. Sveitastjórnarkosningar eru fram undan og ég vænti þess að umræða um skipulagsmál tengd íbúðagistingu og þannig félagslegum þolmörkum íbúanna verði þar ofarlega á dagskrá.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er lítið opið hagkerfi með mjög hátt hlutfall nettenginga á hverja 100 íbúa. Líklega er þetta ein mikilvægasta skýringin á því að Ísland er ekki „eyland“ í sama skilningi og áður – Ísland er nú partur af alþjóðlegum hringvegi netheima. Byltingakenndar breytingar á undanförnum árum hafa þau áhrif að nú er hægt að bera saman, í rauntíma, framboð í ferðaþjónustu þvert á landamæri og menningarheima – án þess að standa upp frá tölvunni. Samkeppnin um athygli ferðamanna er mikil en á hinn bóginn er markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla á stóran alþjóðlegan markað mun aðgengilegri en áður og skilin á milli einstaklinga og fyrirtækja sem deila og skiptast á vörum sínum á samkeppnismarkaði orðin óljós.Mikilvægt að ná heildaryfirsýn Meðal alþjóðastofnana og einstakra landa hafa viðbrögð við „deilihagkerfinu“ (s.s. Airbnb og Uber) einkennst af „wait and see“ viðhorfi. Á sama tíma og menn fagna nýrri tækni og framþróun á mörgum sviðum í þeim tilgangi að auka hagkvæmni, eykst sjálfsögð krafa um að ná heildaryfirsýn yfir starfsemina. Að sammælst sé um alþjóðlega skilgreiningu á þjónustustarfsemi eins og Airbnb, að hún sé mátuð við gildandi regluverk og það aðlagað eða nýtt mótað og skilvirkni þannig tryggð. Starfsemina þarf að bóka í hið formlega hagkerfi. Slík krafa er ekki síst til komin vegna samfélagslegra þolmarka íbúa hvers svæðis. Þannig hafa borgir og stjórnvöld í sívaxandi mæli verið að bregðast við gjörbreyttu landslagi með því að úthluta takmörkuðum leyfisfjölda á framboðsaðila á einstökum svæðum og/eða dagafjölda í útleigu. Jafnframt hafa lönd gert tilraunir með að innheimta skatt af hinu erlenda fyrirtæki Airbnb, en óljóst er hvaða árangri það hefur skilað.Eigum enn langt í land Samkvæmt lögum hér á landi ber aðilum að skrá eign sína til útleigu hjá sýslumanni. Rúmlega 1.000 einstaklingar hafa nú þegar skráð sig. Samkvæmt þeim úttektum sem gerðar hafa verið hér á landi á umfangi Airbnb má hins vegar gera ráð fyrir að í fyrra hafi um 6.000 gestgjafar boðið fram gistiþjónustu á Airbnb. Fyrrgreind skráning hjá sýslumanni sýnir að enn er langt í land með að hægt sé að ná utan um framboð á gistirými í netheimum. Á sama tíma eru ríki og sveitarfélög að verða af gífurlegum skatttekjum auk þess sem samkeppnisumhverfi hótela og annarra hefðbundinna gististaða er orðið algerlega óásættanlegt. Í árslok 2017 bárust fréttir frá Evrópusambandinu þar sem skýrt er kveðið á um að leigubílafyrirtækið Uber sé ekki lengur skilgreint sem „digital milliliður“ (stafrænn milliliður) með þjónustu milli neytenda og þess sem veitir þjónustuna. Þar með fellur Uber undir hefðbundnar reglugerðir og tilskipanir um fyrirtæki í leigubílaakstri og þarf að lúta lögum og reglum sem gildir um þá starfsemi.Marka þarf rammann Það er íslenskra stjórnvalda og sveitarstjórna að marka rammann hér á landi. Íbúðagistingu vex ásmegin í skjóli úrræðaleysis og ákvörðunarfælni. Markmið og umgjörð er ábótavant. Sveitastjórnarkosningar eru fram undan og ég vænti þess að umræða um skipulagsmál tengd íbúðagistingu og þannig félagslegum þolmörkum íbúanna verði þar ofarlega á dagskrá.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun