Eftirlaun lægri hér en í ríkjum OECD; þó meiri hagvöxtur hér Björgvin Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag? Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra, sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi. Það eru 6.000 börn, sem búa við fátækt á Íslandi í dag. Það er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera. Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Þeir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR. Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr. eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð). Það lifir enginn af þessari upphæð. Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor. Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að gerast strax.Eftirlaun hækki um 36 milljarða Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum. Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr. eftir skatt. Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði. Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun. Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið. Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra. Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD-ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera, þ.e. almannatryggingum. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD-ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 36 milljarða. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós, að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingismenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra. Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.Hækkun eftirlauna strax Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á þremur árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax. Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD. Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum. Það er illa komið fram við eldri borgara. Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax. Það þolir enga bið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag? Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra, sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi. Það eru 6.000 börn, sem búa við fátækt á Íslandi í dag. Það er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera. Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Þeir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR. Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr. eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð). Það lifir enginn af þessari upphæð. Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor. Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að gerast strax.Eftirlaun hækki um 36 milljarða Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum. Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr. eftir skatt. Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði. Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun. Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið. Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra. Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD-ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera, þ.e. almannatryggingum. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD-ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 36 milljarða. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós, að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingismenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra. Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.Hækkun eftirlauna strax Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á þremur árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax. Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD. Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum. Það er illa komið fram við eldri borgara. Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax. Það þolir enga bið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun