Eftirlaun lægri hér en í ríkjum OECD; þó meiri hagvöxtur hér Björgvin Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag? Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra, sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi. Það eru 6.000 börn, sem búa við fátækt á Íslandi í dag. Það er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera. Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Þeir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR. Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr. eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð). Það lifir enginn af þessari upphæð. Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor. Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að gerast strax.Eftirlaun hækki um 36 milljarða Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum. Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr. eftir skatt. Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði. Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun. Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið. Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra. Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD-ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera, þ.e. almannatryggingum. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD-ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 36 milljarða. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós, að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingismenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra. Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.Hækkun eftirlauna strax Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á þremur árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax. Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD. Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum. Það er illa komið fram við eldri borgara. Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax. Það þolir enga bið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag? Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra, sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi. Það eru 6.000 börn, sem búa við fátækt á Íslandi í dag. Það er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera. Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Þeir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR. Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr. eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð). Það lifir enginn af þessari upphæð. Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor. Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að gerast strax.Eftirlaun hækki um 36 milljarða Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum. Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr. eftir skatt. Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði. Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun. Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið. Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra. Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD-ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera, þ.e. almannatryggingum. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD-ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 36 milljarða. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós, að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingismenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra. Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.Hækkun eftirlauna strax Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á þremur árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax. Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD. Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum. Það er illa komið fram við eldri borgara. Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax. Það þolir enga bið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar