Styttri vinnuviku og fjölskylduvænna samfélag Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Ef vinnustaðir geta með einni tiltekinni aðgerð dregið úr álagi og veikindum starfsmanna án þess að það bitni á afköstum er augljóst að skoða verður þá aðgerð betur. Í næstu viku hefst nýr áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins sýna afar jákvæð áhrif sem stytting vinnuvikunnar hefur á starfsmenn og starfsstaði borgarinnar. Tilraunaverkefnið i Reykjavík hófst vorið 2015 á tveimur starfsstöðum og haustið 2016 bættust við sex aðrar starfseiningar. Niðurstöður sýna jákvæð áhrif verkefnisins á líkamlega og andlega líðan starfsfólks, starfsánægja eykst og þá dregur úr skammtímaveikindum. Að auki sýna mælingar fram á sömu eða aukin afköst starfsmanna.Mikill áhugi Þar sem niðurstöður úr fyrri áfanga verkefnisins voru góðar var ákveðið að þróa það enn frekar og bjóða öllum starfsstöðum borgarinnar að vera með. Útfærslan var í þeirra höndum en byggði á samtali starfsmanna og stjórnenda á hverjum vinnustað. Styttingin má ekki valda þjónusturofi og verður auk þess að ná til allra fastráðinna starfsmanna á viðkomandi starfsstað. Áhuginn á tilraunaverkefninu hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hófst, bæði meðal starfsmanna borgarinnar og almennt í samfélaginu. Umsóknartölur um þátttöku í nýja áfanganum fóru fram úr okkur björtustu vonum og er niðurstaðan sú að yfir 100 starfsstaðir hefja þátttöku í nýja áfanganum í næstu viku. Á þessum starfsstöðum starfa yfir 2.000 borgarstarfsmenn. Tilraunatímabilinu lýkur haustið 2019.Samþætting vinnu og einkalífs Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta sýna gögn frá OECD. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Landsframleiðsla okkar er þannig talsvert minni en Svía, Norðmanna, Dana og Finna. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður okkar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ef vinnustaðir geta með einni tiltekinni aðgerð dregið úr álagi og veikindum starfsmanna án þess að það bitni á afköstum er augljóst að skoða verður þá aðgerð betur. Í næstu viku hefst nýr áfangi tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins sýna afar jákvæð áhrif sem stytting vinnuvikunnar hefur á starfsmenn og starfsstaði borgarinnar. Tilraunaverkefnið i Reykjavík hófst vorið 2015 á tveimur starfsstöðum og haustið 2016 bættust við sex aðrar starfseiningar. Niðurstöður sýna jákvæð áhrif verkefnisins á líkamlega og andlega líðan starfsfólks, starfsánægja eykst og þá dregur úr skammtímaveikindum. Að auki sýna mælingar fram á sömu eða aukin afköst starfsmanna.Mikill áhugi Þar sem niðurstöður úr fyrri áfanga verkefnisins voru góðar var ákveðið að þróa það enn frekar og bjóða öllum starfsstöðum borgarinnar að vera með. Útfærslan var í þeirra höndum en byggði á samtali starfsmanna og stjórnenda á hverjum vinnustað. Styttingin má ekki valda þjónusturofi og verður auk þess að ná til allra fastráðinna starfsmanna á viðkomandi starfsstað. Áhuginn á tilraunaverkefninu hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hófst, bæði meðal starfsmanna borgarinnar og almennt í samfélaginu. Umsóknartölur um þátttöku í nýja áfanganum fóru fram úr okkur björtustu vonum og er niðurstaðan sú að yfir 100 starfsstaðir hefja þátttöku í nýja áfanganum í næstu viku. Á þessum starfsstöðum starfa yfir 2.000 borgarstarfsmenn. Tilraunatímabilinu lýkur haustið 2019.Samþætting vinnu og einkalífs Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað mest allra í Evrópu en hlutfallið er mun minna annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta sýna gögn frá OECD. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir. Landsframleiðsla okkar er þannig talsvert minni en Svía, Norðmanna, Dana og Finna. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf. Niðurstöður okkar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun