Erlendir ferðamenn vilja íslenskt lambakjöt Svavar Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur.Öflugt samstarf Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Komið hefur verið á samstarfi við um 110 veitingastaði og sérverslanir sem setja lambakjöt í öndvegi. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélagsmiðlum til að kynna þjóðarréttinn fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er undir sérstöku merki Icelandic lamb. Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögðust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki.54% borða lambakjöt Gallup spurði líka hvort ferðamennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Þessi frábæri árangur er framar bjartsýnustu spám og afrakstur ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri. Takk, Íslendingar, fyrir að hjálpa okkur að segja söguna um íslenska lambið.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Margt hefur breyst í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Hingað liggur stöðugur straumur ferðamanna með tilheyrandi umsvifum. Á sama tíma skipa samfélagsmiðlar og snjalltæki sífellt stærri sess í lífi okkar flestra. Með þeirra hjálp getum við ennþá betur komið á framfæri réttum skilaboðum um hreinleika okkar einstæðu náttúru og gæði þeirra frábæru matvæla sem hún færir okkur.Öflugt samstarf Fyrir rúmu ári tók markaðsstofan Icelandic lamb til við að kynna lambakjöt og aðrar íslenskar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Komið hefur verið á samstarfi við um 110 veitingastaði og sérverslanir sem setja lambakjöt í öndvegi. Rekin er öflug markaðsherferð á netinu þar sem myndböndum og öðru efni er dreift á samfélagsmiðlum til að kynna þjóðarréttinn fyrir þeim gestum sem hingað koma. Öll markaðssetningin er undir sérstöku merki Icelandic lamb. Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði í nóvember og desember þekkja 27% erlendra ferðamanna merkið. Það er miklu betri árangur á einu ári en nokkur þorði að vona. Af þeim sögðust líka 73% hafa mjög eða nokkuð jákvætt viðhorf til merkisins. Neikvætt viðhorf mældist ekki.54% borða lambakjöt Gallup spurði líka hvort ferðamennirnir hefðu borðað lambakjöt á Íslandi. Í ljós kom að 50% borða lambakjöt á veitingastöðum en 13% borða lambakjöt sem keypt er í búð. Skörun er á milli þessara hópa en samtals borða 54% þeirra einhvern tíma lambakjöt í ferðinni. Þessi frábæri árangur er framar bjartsýnustu spám og afrakstur ómældrar vinnu bænda og þeirra starfsfólks, leiðsögumanna, kokka, þjóna og margra fleiri. Takk, Íslendingar, fyrir að hjálpa okkur að segja söguna um íslenska lambið.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar