Um hlutabréfavísitölur Þorlákur Helgi Hilmarsson skrifar 24. janúar 2018 07:00 Hlutabréfavísitalan sem gjarnan er notuð við samanburð ávöxtunar á Íslandi er OMXI8GI vísitalan sem Kauphöllin birtir. Í grunninn samanstendur vísitalan af þeim átta fyrirtækjum sem hafa hæsta veltu í þingviðskiptum síðustu sex mánuði. Flotleiðrétt markaðsvirði ákvarðar síðan vægi hvers félags. Hér er verið að styðjast við reglur á Norðurlöndum en þar eru þingviðskipti um 90% af öllum heildarviðskiptum en einungis rúm 33% á Íslandi. Á Aðallista NASDAQ OMX Iceland eru 16 félög skráð en einungis átta félög sem mynda vísitöluna hverju sinni. Vísitalan hefur jafnframt átt það til að útiloka eða yfirvigta ákveðnar atvinnugreinar, t.d. eru þrjú tryggingafélög á markaðnum en engin í núverandi vísitölu. Þá vega fasteignafélög um 26% af núverandi vísitölu en voru 0% áður en Reitir fóru á markað. Einnig duttu Hagar einu sinni út úr vísitölunni þegar félagið var með 9. hæstu þingviðskiptin en á þeim tíma var félagið með 7. hæstu heildarviðskiptin og 5. stærsta félagið í kauphöll. Ætla mætti að stærsti smásöluaðili á Íslandi ætti heima í vísitölunni. Í dag vegur Marel um 41% og Icelandair um 14% í OMXI8GI. Þessi tvö félög vega því 55% í vísitölunni en þegar hæst var vógu þau um 61,5%. Slíkt getur seint talist góð dreifing og ef horft er til helstu vísitalna erlendis virðist þetta vera einsdæmi. Stærsta einstaka eign er tæp 4% í S&P 500 en í Vestur-Evrópu er stærsta eign úrvalsvísitalna almennt á bilinu 10-20%. Það er mikilvægt að vísitala sé vel dreifð, endurspegli markaðinn, sé fyrirfram skilgreind og fjárfestanleg. OMXI8GI vísitalan getur hvorki talist vel dreifð né endurspeglar hún markaðinn vel. Einnig geta fjárfestingasjóðir ekki fylgt þeirri vísitölu, þar sem fjárfestingaheimildir þeirra heimila einungis fjárfestingu yfir 20% hjá einum útgefanda en að hámarki 35%. Fjárfestingasjóðir og lífeyrissjóðir bera sig margir hverjir saman við OMXI8GI vísitöluna en þegar ákveðin félög vega svona þungt í vísitölunni er hætta á að sjóðirnir reyni frekar að faðma vísitöluna en huga að áhættudreifingu. Óskilvirk vísitala getur því leitt til meiri áhættusækni.Hlutabréfavísitala Júpíters Júpíter rekstrarfélag hefur búið til vel dreifða vísitölu sem vænta má að muni skila góðri áhættuleiðréttri ávöxtun frekar en að einblína á vísitölu sem hefur sögulega skilað hvað hæstri ávöxtun. Til að endurspegla markaðinn sem best eru öll félög á Aðallista NASDAQ OMX Iceland sem eru með viðskiptavakt gjaldgeng í vísitöluna. Vægi einstakra bréfa er síðan ákvarðað með því að reikna út markaðsvirði hvers útgefanda og heildarveltu síðustu 12 mánuði í lok síðasta viðskiptadags í febrúar og í ágúst. Hvort tveggja vegur 50% í vísitölunni en hámarks vægi hvers félags við endurstillingu er 15% og er mismuninum síðan dreift hlutfallslega á aðra útgefendur. Aðferðin er endurtekin þar til enginn útgefandi hefur hærra vægi en 15%. Í desember 2017 hóf Júpíter rekstrarfélag rekstur á verðbréfasjóði sem fylgir eignasamsetningu Hlutabréfavísitölu Júpíters. Sjóðurinn er ætlaður þeim sem vilja fjárfesta til lengri tíma í hlutlausri stýringu með góðri dreifingu og litlum kostnaði. Með hlutlausri stýringu er átt við að við stýringu hafi sjóðstjóri ekki skoðun á markaðsverði félaganna. Slík aðferðarfræði er sprottin upp úr þeirri hugmyndafræði að markaðurinn sé skilvirkur í þeim skilningi að erfitt sé að komast að því hvort sannvirði félaga sé frábrugðið markaðsverði þeirra og því sé erfitt að ná hærri ávöxtun en markaðurinn. Jafnframt lágmarka vísitölusjóðir mannlegar hugsunar- og tilfinningarlegar villur við stýringu. Einnig er hægt að nota sjóðinn sem grunnfjárfestingu en yfirvigta heildarhlutabréfasafnið með því að kaupa stök hlutabréf sem fjárfestirinn telur að séu undirverðlögð. Eina fría máltíðin í fjárfestingum er eignadreifing þar sem hún getur minnkað áhættu án þess að hafa áhrif á vænta ávöxtun. Höfundur er sjóðstjóri hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hlutabréfavísitalan sem gjarnan er notuð við samanburð ávöxtunar á Íslandi er OMXI8GI vísitalan sem Kauphöllin birtir. Í grunninn samanstendur vísitalan af þeim átta fyrirtækjum sem hafa hæsta veltu í þingviðskiptum síðustu sex mánuði. Flotleiðrétt markaðsvirði ákvarðar síðan vægi hvers félags. Hér er verið að styðjast við reglur á Norðurlöndum en þar eru þingviðskipti um 90% af öllum heildarviðskiptum en einungis rúm 33% á Íslandi. Á Aðallista NASDAQ OMX Iceland eru 16 félög skráð en einungis átta félög sem mynda vísitöluna hverju sinni. Vísitalan hefur jafnframt átt það til að útiloka eða yfirvigta ákveðnar atvinnugreinar, t.d. eru þrjú tryggingafélög á markaðnum en engin í núverandi vísitölu. Þá vega fasteignafélög um 26% af núverandi vísitölu en voru 0% áður en Reitir fóru á markað. Einnig duttu Hagar einu sinni út úr vísitölunni þegar félagið var með 9. hæstu þingviðskiptin en á þeim tíma var félagið með 7. hæstu heildarviðskiptin og 5. stærsta félagið í kauphöll. Ætla mætti að stærsti smásöluaðili á Íslandi ætti heima í vísitölunni. Í dag vegur Marel um 41% og Icelandair um 14% í OMXI8GI. Þessi tvö félög vega því 55% í vísitölunni en þegar hæst var vógu þau um 61,5%. Slíkt getur seint talist góð dreifing og ef horft er til helstu vísitalna erlendis virðist þetta vera einsdæmi. Stærsta einstaka eign er tæp 4% í S&P 500 en í Vestur-Evrópu er stærsta eign úrvalsvísitalna almennt á bilinu 10-20%. Það er mikilvægt að vísitala sé vel dreifð, endurspegli markaðinn, sé fyrirfram skilgreind og fjárfestanleg. OMXI8GI vísitalan getur hvorki talist vel dreifð né endurspeglar hún markaðinn vel. Einnig geta fjárfestingasjóðir ekki fylgt þeirri vísitölu, þar sem fjárfestingaheimildir þeirra heimila einungis fjárfestingu yfir 20% hjá einum útgefanda en að hámarki 35%. Fjárfestingasjóðir og lífeyrissjóðir bera sig margir hverjir saman við OMXI8GI vísitöluna en þegar ákveðin félög vega svona þungt í vísitölunni er hætta á að sjóðirnir reyni frekar að faðma vísitöluna en huga að áhættudreifingu. Óskilvirk vísitala getur því leitt til meiri áhættusækni.Hlutabréfavísitala Júpíters Júpíter rekstrarfélag hefur búið til vel dreifða vísitölu sem vænta má að muni skila góðri áhættuleiðréttri ávöxtun frekar en að einblína á vísitölu sem hefur sögulega skilað hvað hæstri ávöxtun. Til að endurspegla markaðinn sem best eru öll félög á Aðallista NASDAQ OMX Iceland sem eru með viðskiptavakt gjaldgeng í vísitöluna. Vægi einstakra bréfa er síðan ákvarðað með því að reikna út markaðsvirði hvers útgefanda og heildarveltu síðustu 12 mánuði í lok síðasta viðskiptadags í febrúar og í ágúst. Hvort tveggja vegur 50% í vísitölunni en hámarks vægi hvers félags við endurstillingu er 15% og er mismuninum síðan dreift hlutfallslega á aðra útgefendur. Aðferðin er endurtekin þar til enginn útgefandi hefur hærra vægi en 15%. Í desember 2017 hóf Júpíter rekstrarfélag rekstur á verðbréfasjóði sem fylgir eignasamsetningu Hlutabréfavísitölu Júpíters. Sjóðurinn er ætlaður þeim sem vilja fjárfesta til lengri tíma í hlutlausri stýringu með góðri dreifingu og litlum kostnaði. Með hlutlausri stýringu er átt við að við stýringu hafi sjóðstjóri ekki skoðun á markaðsverði félaganna. Slík aðferðarfræði er sprottin upp úr þeirri hugmyndafræði að markaðurinn sé skilvirkur í þeim skilningi að erfitt sé að komast að því hvort sannvirði félaga sé frábrugðið markaðsverði þeirra og því sé erfitt að ná hærri ávöxtun en markaðurinn. Jafnframt lágmarka vísitölusjóðir mannlegar hugsunar- og tilfinningarlegar villur við stýringu. Einnig er hægt að nota sjóðinn sem grunnfjárfestingu en yfirvigta heildarhlutabréfasafnið með því að kaupa stök hlutabréf sem fjárfestirinn telur að séu undirverðlögð. Eina fría máltíðin í fjárfestingum er eignadreifing þar sem hún getur minnkað áhættu án þess að hafa áhrif á vænta ávöxtun. Höfundur er sjóðstjóri hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar