Bættar tengingar – meiri hagsæld 24. janúar 2018 11:00 Árið 2018 gæti orðið sögulegt fyrir Keflavíkurflugvöll og Ísland sem miðstöð flugs á Norður-Atlantshafi ef farþegaspá Isavia, sem kynnt var í lok nóvember, gengur eftir. Þá munu 10,4 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári sem er 18% fleiri en á árinu sem var að líða. Athygli vekur að fjölgunin er mest á meðal skiptifarþega sem millilenda eingöngu á flugvellinum á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en talið er að þeim muni fjölga um 33% í ár. Þessi vöxtur í tengiflugi er afar einstakur líkt og kemur fram í skýrslu Alþjóðasamtaka flugvalla, því á aðeins 10 árum hefur tengjanleiki flugvallarins aukist um 1.000% og búist er við frekari vexti á næstu árum. Það er því ekki skrítið að aðrar þjóðir líti á Keflavíkurflugvöll sem gott dæmi um alþjóðlegan tengiflugvöll á hraðri uppleið. Fjöldi rannsókna sýnir að öflugar samgöngutengingar milli landa skila sér í auknum lífsgæðum fyrir þjóðir og er það einmitt það sem við erum að sjá í dag hér á landi. Sá mikli fjöldi skiptifarþega sem fer í gegn um Keflavíkurflugvöll er forsenda þess að stærstu flugfélögin geti haldið uppi svo öflugu leiðakerfi sem raun ber vitni. Staðsetning lands okkar er einstök og þótt hún geti oft á tíðum verið ákveðin áskorun, þá koma þessir þættir sér ansi vel í þessu samhengi. Tengiflug hefur á stuttum tíma breyst í afar mikilvæga stoð undir uppbyggingu flugs á Íslandi og þurfum við sérstaklega að líta til framtíðar í þeim efnum. Stækkun Keflavíkurflugvallar er þar efst á baugi. Það er nauðsynlegt svo viðhalda megi þeim góða árangri sem náðst hefur í þessari hliðargrein og ferðaþjónustu í heild. Áframhaldandi uppbyggingarskeið er í kortunum á flugvellinum. Búast má við að Isavia muni framkvæma fyrir yfir 15 milljarða króna á ári næstu árin. Huga þarf að því hvernig íslenskt hagkerfi getur nýtt þessa nýju stoð enn betur til bættra lífskjara. Það er afar brýnt að góðar flugtengingar séu til staðar svo að íslenskt atvinnulíf geti dafnað og tekið þátt í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé haldið rétt á spöðunum má búa til ótal tækifæri til atvinnu- og tekjusköpunar, þá sérstaklega ef litið er til þeirrar tæknibyltingar sem nú stendur sem hæst sem og laðar til okkar alþjóðlega starfsemi sem nýtir öflugar flugtengingar til að koma vöru og/eða þjónustu á markað. Ekki má heldur gleyma því að við Íslendingar njótum einnig frekara frelsis með fleiri áfangastöðum, en það er líklegast ekki sjálfsagt að 340 þúsund manna þjóð geti valið að fljúga til um 100 áfangastaða með 29 flugfélögum frá einum og sama flugvellinum. Ísland er eyja og því verður ekki breytt en með bættum tengingum vinnum við gegn landfræðilegri einangrun landsins og stuðlum að aukinni hagsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 gæti orðið sögulegt fyrir Keflavíkurflugvöll og Ísland sem miðstöð flugs á Norður-Atlantshafi ef farþegaspá Isavia, sem kynnt var í lok nóvember, gengur eftir. Þá munu 10,4 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári sem er 18% fleiri en á árinu sem var að líða. Athygli vekur að fjölgunin er mest á meðal skiptifarþega sem millilenda eingöngu á flugvellinum á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en talið er að þeim muni fjölga um 33% í ár. Þessi vöxtur í tengiflugi er afar einstakur líkt og kemur fram í skýrslu Alþjóðasamtaka flugvalla, því á aðeins 10 árum hefur tengjanleiki flugvallarins aukist um 1.000% og búist er við frekari vexti á næstu árum. Það er því ekki skrítið að aðrar þjóðir líti á Keflavíkurflugvöll sem gott dæmi um alþjóðlegan tengiflugvöll á hraðri uppleið. Fjöldi rannsókna sýnir að öflugar samgöngutengingar milli landa skila sér í auknum lífsgæðum fyrir þjóðir og er það einmitt það sem við erum að sjá í dag hér á landi. Sá mikli fjöldi skiptifarþega sem fer í gegn um Keflavíkurflugvöll er forsenda þess að stærstu flugfélögin geti haldið uppi svo öflugu leiðakerfi sem raun ber vitni. Staðsetning lands okkar er einstök og þótt hún geti oft á tíðum verið ákveðin áskorun, þá koma þessir þættir sér ansi vel í þessu samhengi. Tengiflug hefur á stuttum tíma breyst í afar mikilvæga stoð undir uppbyggingu flugs á Íslandi og þurfum við sérstaklega að líta til framtíðar í þeim efnum. Stækkun Keflavíkurflugvallar er þar efst á baugi. Það er nauðsynlegt svo viðhalda megi þeim góða árangri sem náðst hefur í þessari hliðargrein og ferðaþjónustu í heild. Áframhaldandi uppbyggingarskeið er í kortunum á flugvellinum. Búast má við að Isavia muni framkvæma fyrir yfir 15 milljarða króna á ári næstu árin. Huga þarf að því hvernig íslenskt hagkerfi getur nýtt þessa nýju stoð enn betur til bættra lífskjara. Það er afar brýnt að góðar flugtengingar séu til staðar svo að íslenskt atvinnulíf geti dafnað og tekið þátt í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé haldið rétt á spöðunum má búa til ótal tækifæri til atvinnu- og tekjusköpunar, þá sérstaklega ef litið er til þeirrar tæknibyltingar sem nú stendur sem hæst sem og laðar til okkar alþjóðlega starfsemi sem nýtir öflugar flugtengingar til að koma vöru og/eða þjónustu á markað. Ekki má heldur gleyma því að við Íslendingar njótum einnig frekara frelsis með fleiri áfangastöðum, en það er líklegast ekki sjálfsagt að 340 þúsund manna þjóð geti valið að fljúga til um 100 áfangastaða með 29 flugfélögum frá einum og sama flugvellinum. Ísland er eyja og því verður ekki breytt en með bættum tengingum vinnum við gegn landfræðilegri einangrun landsins og stuðlum að aukinni hagsæld.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar