Bættar tengingar – meiri hagsæld 24. janúar 2018 11:00 Árið 2018 gæti orðið sögulegt fyrir Keflavíkurflugvöll og Ísland sem miðstöð flugs á Norður-Atlantshafi ef farþegaspá Isavia, sem kynnt var í lok nóvember, gengur eftir. Þá munu 10,4 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári sem er 18% fleiri en á árinu sem var að líða. Athygli vekur að fjölgunin er mest á meðal skiptifarþega sem millilenda eingöngu á flugvellinum á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en talið er að þeim muni fjölga um 33% í ár. Þessi vöxtur í tengiflugi er afar einstakur líkt og kemur fram í skýrslu Alþjóðasamtaka flugvalla, því á aðeins 10 árum hefur tengjanleiki flugvallarins aukist um 1.000% og búist er við frekari vexti á næstu árum. Það er því ekki skrítið að aðrar þjóðir líti á Keflavíkurflugvöll sem gott dæmi um alþjóðlegan tengiflugvöll á hraðri uppleið. Fjöldi rannsókna sýnir að öflugar samgöngutengingar milli landa skila sér í auknum lífsgæðum fyrir þjóðir og er það einmitt það sem við erum að sjá í dag hér á landi. Sá mikli fjöldi skiptifarþega sem fer í gegn um Keflavíkurflugvöll er forsenda þess að stærstu flugfélögin geti haldið uppi svo öflugu leiðakerfi sem raun ber vitni. Staðsetning lands okkar er einstök og þótt hún geti oft á tíðum verið ákveðin áskorun, þá koma þessir þættir sér ansi vel í þessu samhengi. Tengiflug hefur á stuttum tíma breyst í afar mikilvæga stoð undir uppbyggingu flugs á Íslandi og þurfum við sérstaklega að líta til framtíðar í þeim efnum. Stækkun Keflavíkurflugvallar er þar efst á baugi. Það er nauðsynlegt svo viðhalda megi þeim góða árangri sem náðst hefur í þessari hliðargrein og ferðaþjónustu í heild. Áframhaldandi uppbyggingarskeið er í kortunum á flugvellinum. Búast má við að Isavia muni framkvæma fyrir yfir 15 milljarða króna á ári næstu árin. Huga þarf að því hvernig íslenskt hagkerfi getur nýtt þessa nýju stoð enn betur til bættra lífskjara. Það er afar brýnt að góðar flugtengingar séu til staðar svo að íslenskt atvinnulíf geti dafnað og tekið þátt í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé haldið rétt á spöðunum má búa til ótal tækifæri til atvinnu- og tekjusköpunar, þá sérstaklega ef litið er til þeirrar tæknibyltingar sem nú stendur sem hæst sem og laðar til okkar alþjóðlega starfsemi sem nýtir öflugar flugtengingar til að koma vöru og/eða þjónustu á markað. Ekki má heldur gleyma því að við Íslendingar njótum einnig frekara frelsis með fleiri áfangastöðum, en það er líklegast ekki sjálfsagt að 340 þúsund manna þjóð geti valið að fljúga til um 100 áfangastaða með 29 flugfélögum frá einum og sama flugvellinum. Ísland er eyja og því verður ekki breytt en með bættum tengingum vinnum við gegn landfræðilegri einangrun landsins og stuðlum að aukinni hagsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Árið 2018 gæti orðið sögulegt fyrir Keflavíkurflugvöll og Ísland sem miðstöð flugs á Norður-Atlantshafi ef farþegaspá Isavia, sem kynnt var í lok nóvember, gengur eftir. Þá munu 10,4 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári sem er 18% fleiri en á árinu sem var að líða. Athygli vekur að fjölgunin er mest á meðal skiptifarþega sem millilenda eingöngu á flugvellinum á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en talið er að þeim muni fjölga um 33% í ár. Þessi vöxtur í tengiflugi er afar einstakur líkt og kemur fram í skýrslu Alþjóðasamtaka flugvalla, því á aðeins 10 árum hefur tengjanleiki flugvallarins aukist um 1.000% og búist er við frekari vexti á næstu árum. Það er því ekki skrítið að aðrar þjóðir líti á Keflavíkurflugvöll sem gott dæmi um alþjóðlegan tengiflugvöll á hraðri uppleið. Fjöldi rannsókna sýnir að öflugar samgöngutengingar milli landa skila sér í auknum lífsgæðum fyrir þjóðir og er það einmitt það sem við erum að sjá í dag hér á landi. Sá mikli fjöldi skiptifarþega sem fer í gegn um Keflavíkurflugvöll er forsenda þess að stærstu flugfélögin geti haldið uppi svo öflugu leiðakerfi sem raun ber vitni. Staðsetning lands okkar er einstök og þótt hún geti oft á tíðum verið ákveðin áskorun, þá koma þessir þættir sér ansi vel í þessu samhengi. Tengiflug hefur á stuttum tíma breyst í afar mikilvæga stoð undir uppbyggingu flugs á Íslandi og þurfum við sérstaklega að líta til framtíðar í þeim efnum. Stækkun Keflavíkurflugvallar er þar efst á baugi. Það er nauðsynlegt svo viðhalda megi þeim góða árangri sem náðst hefur í þessari hliðargrein og ferðaþjónustu í heild. Áframhaldandi uppbyggingarskeið er í kortunum á flugvellinum. Búast má við að Isavia muni framkvæma fyrir yfir 15 milljarða króna á ári næstu árin. Huga þarf að því hvernig íslenskt hagkerfi getur nýtt þessa nýju stoð enn betur til bættra lífskjara. Það er afar brýnt að góðar flugtengingar séu til staðar svo að íslenskt atvinnulíf geti dafnað og tekið þátt í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé haldið rétt á spöðunum má búa til ótal tækifæri til atvinnu- og tekjusköpunar, þá sérstaklega ef litið er til þeirrar tæknibyltingar sem nú stendur sem hæst sem og laðar til okkar alþjóðlega starfsemi sem nýtir öflugar flugtengingar til að koma vöru og/eða þjónustu á markað. Ekki má heldur gleyma því að við Íslendingar njótum einnig frekara frelsis með fleiri áfangastöðum, en það er líklegast ekki sjálfsagt að 340 þúsund manna þjóð geti valið að fljúga til um 100 áfangastaða með 29 flugfélögum frá einum og sama flugvellinum. Ísland er eyja og því verður ekki breytt en með bættum tengingum vinnum við gegn landfræðilegri einangrun landsins og stuðlum að aukinni hagsæld.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar