Leiðir til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. janúar 2018 11:28 Það er brýnt að leita allra leiða til að kenna börnum að verjast kynferðisofbeldi. Fræðsla af þeim toga breytir því ekki að það er fullorðna fólkið sem ber ábyrgð á börnunum. Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inn á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaugar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisofbeldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig getur verið erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni í sundlaug. Um gæti verið að ræða skyldmenni sem er með barnið í sinni umsjón eða ókunnugan aðila með einbeittan brotavilja sem þykir þekkja til barnsins. Erfitt getur verið að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og býr jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi koma fram í dagsljósið á ári hverju. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættumerkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snertisamskiptum. Með viðeigandi leiðbeiningum má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á aðstæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræðir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er engin einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börnin okkar og þess vegna má engin varnaraðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einangruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun/röskun að stríða sem veldur því að þau geta síður greint eða varið sig í hættulegum aðstæðum eða lagt mat á einstaklinga sem hafa þann ásetning að skaða þau. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einkastaðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einkastaðaleikir“ eru heldur ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Fræðsla gerir barninu auðveldar að ræða um kynferðismál við þá sem það treystir. Gott er að nota dæmisögur og byrja þegar börnin eru ung og ræða þessi mál með reglubundnum hætti. Best er að nota hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslukerfi. Með fræðslu og umræðu aukast líkur á því að börn beri kennsl á hættumerkin og varast þannig einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Umfram allt er mikilvægt að verði barn fyrir kynferðislegu áreiti, láti það einhvern sem það treystir strax vita. Fræðsla um mál af þessu tagi er vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja upp óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana t.d. með því að fá utanaðkomandi aðila er brýnt að foreldrar séu upplýstir svo þeir geti fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta forvörn gegn ytri vá felst í fræðslu sem samræmist aldri og þroska. Með því að viðhafa heilbrigð tjáskipti og tala opinskátt við barnið eru auknar líkur á að það muni segja frá, verði það beitt kynferðisofbeldi. Börn verða að vita að fullorðnir bera ábyrgð á að vernda það. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun JPZ í Borgó Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er brýnt að leita allra leiða til að kenna börnum að verjast kynferðisofbeldi. Fræðsla af þeim toga breytir því ekki að það er fullorðna fólkið sem ber ábyrgð á börnunum. Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inn á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaugar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisofbeldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig getur verið erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni í sundlaug. Um gæti verið að ræða skyldmenni sem er með barnið í sinni umsjón eða ókunnugan aðila með einbeittan brotavilja sem þykir þekkja til barnsins. Erfitt getur verið að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og býr jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi koma fram í dagsljósið á ári hverju. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættumerkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snertisamskiptum. Með viðeigandi leiðbeiningum má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á aðstæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræðir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er engin einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börnin okkar og þess vegna má engin varnaraðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einangruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun/röskun að stríða sem veldur því að þau geta síður greint eða varið sig í hættulegum aðstæðum eða lagt mat á einstaklinga sem hafa þann ásetning að skaða þau. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einkastaðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einkastaðaleikir“ eru heldur ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Fræðsla gerir barninu auðveldar að ræða um kynferðismál við þá sem það treystir. Gott er að nota dæmisögur og byrja þegar börnin eru ung og ræða þessi mál með reglubundnum hætti. Best er að nota hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslukerfi. Með fræðslu og umræðu aukast líkur á því að börn beri kennsl á hættumerkin og varast þannig einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Umfram allt er mikilvægt að verði barn fyrir kynferðislegu áreiti, láti það einhvern sem það treystir strax vita. Fræðsla um mál af þessu tagi er vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja upp óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana t.d. með því að fá utanaðkomandi aðila er brýnt að foreldrar séu upplýstir svo þeir geti fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta forvörn gegn ytri vá felst í fræðslu sem samræmist aldri og þroska. Með því að viðhafa heilbrigð tjáskipti og tala opinskátt við barnið eru auknar líkur á að það muni segja frá, verði það beitt kynferðisofbeldi. Börn verða að vita að fullorðnir bera ábyrgð á að vernda það. Höfundur er sálfræðingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun