Málefnalegt svar við skýrslu um jarðstrengi á Vestfjörðum Eymundur Sigurðsson og Jón Skafti Gestsson og Ólöf Helgadóttir skrifa 12. janúar 2018 13:40 Nýverið lét Landvernd vinna fyrir sig skýrslu um raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og vildi með því hvetja til málefnalegrar umræðu um flutningsmál raforku. Undirrituð fagna þessari hvatningu Landverndar. Við viljum því gera athugasemdir við þau atriði skýrslunnar sem orka tvímælis, eru afvegaleiðandi eða beinlínis röng. Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja. Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum. Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn. Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist. Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki. Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar. Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti. Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning. Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga. Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína. Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu. Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá LotuJón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá LotuÓlöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið lét Landvernd vinna fyrir sig skýrslu um raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og vildi með því hvetja til málefnalegrar umræðu um flutningsmál raforku. Undirrituð fagna þessari hvatningu Landverndar. Við viljum því gera athugasemdir við þau atriði skýrslunnar sem orka tvímælis, eru afvegaleiðandi eða beinlínis röng. Skýrsla Metsco sem fjallar um Vestfirði er mjög almenns eðlis og tekur lítið sem ekkert tillit til aðstæðna á Vestfjörðum, hvorki jarðfræði né aðstæðum í raforkukerfi. Slikt getur verið afvegaleiðandi þar sem aðstæður í umhverfi og raforkukerfi hafa mikil áhrif á lagningu jarðstrengja. Skýrsluhöfundar fara til dæmis rangt með mikilvæg atriði raforkukerfisins á Vestfjörðum. Því er haldið fram að einungis einn spennir sé í tengivirki Landsnets í við Mjólká. Það er rangt. Nýjum spenni var bætt við til að bæta afhendingaröryggi og hann tekinn í rekstur í janúar 2017. Þá er að skilja á umfjöllun um áreiðanleika að (N-1) afhendingaröryggi á Vestfjörðum sé náð fram í gegnum flutningskerfið. Svo er ekki. Á þeim hluta Vestfjarða sem það öryggi hefur náðst er það með díeslvaraaflstöðvum. Staðhæfing um að Hvalárvirkjun auki ekki afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum er órökstudd. Að minnska kosti hluti bilana sem leiða til skerðinga í núverandi kerfi myndu ekki gera það ef Hvalárvirkjunar nyti við. Samkvæmt upplýsingum á skýringarmynd í skýrslunni fækkar bilanatilvikum um að minnsta kosti 14%. Hlutfallið ræðst af tengipunkti við kerfið sem hefur ekki verið ákveðinn. Skýrsluhöfundar birta í samantektarkafla villandi framsetningu á áreiðanleika. Réttara er að nota tiltæki í stað bilanatíðni eins og gert er. Tiltæki línu er skilgreint sem bilanatíðni*viðgerðartími en skýrsluhöfundar taka viðgerðartíma ekki með í reikninginn. Á þessum grundvelli hefur Landvernd byggt staðhæfingar sínar að afhendingaröryggi tífaldist. Skýrsluhöfundar birta tölur um tiltæki í töflu 4 í meginmáli skýrslunnar en tölurnar stemma ekki. Skýrsluhöfundar nefna 5-9 daga sem dæmigerðan viðgerðartíma jarðstrengja. Það myndi hvarvetna þykja góður árangur. Til samanburðar má nefna að þegar bilun varð í streng frá Nesjavallavirkjun tók viðgerð á honum um þrjár vikur. Sá strengur er að öllu leyti betur í sveit settur en ef hann væri á Vestfjörðum hvað varðar aðgengi viðbragðsaðila, staðhætti og veðurfar. Skýrsluhöfundar blanda saman á villandi hátt dreifi- og flutningskerfum. Í umfjöllun sinni um útbreitt rafmagnsleysi vegna stórveðra á Vestfjörðum árin 1991, 1995 og 2012 eru teknir til fjöldi brotinna staura í dreifikerfi RARIK. Slík áföll eru auðvitað kostnaðarsöm, því er ekki að neita, en kerfi RARIK er annað en kerfi Landsnets og það er Landsnet sem sér um þær flutningslínur sem verið er að leggja til að verði lagðar í jarðstreng. Hér er því verið að bera saman ólíka hluti. Í skýrslunni er nefnt að tæknileg vandamál sem fylgja strenglögnum séu leysanleg. Það er rétt en afar kostnaðarsamt. Flest öll tæknileg vandamál í flutningskerfum má leysa ef fjármál eru ekki takmarkandi þáttur. Þetta er því afvegaleiðandi framsetning. Í því samhengi er það mat okkar að kostnaður við lagningu jarðstrengja sé klárlega vanmetinn. Sérstaklega þegar kemur að kostnaði við jarðvinnu. Vísað er til þess að kostnaður við lagningu strengs sé venjulega þrisvar sinnum hærri en kostnaður við strenginn sjálfan. Það eru alþjóðleg meðaltöl en að jafnaði eru jarðvegsaðstæður mikið heppilegri en á Vestfjörðum. Fyrir liggur að stóran hluta leiðarinnar yrði að sprengja niður í klöpp oft við erfiðar aðstæður á stórgrýttu hálendi. Slíkt er margfalt dýrara og tímafrekara en að plægja niður streng í jarðvegsríku landi. Umhverfisspjöllin sem fylgja slíkri strenglögn eru svo önnur saga. Samanburður á kostnaði við töp í kerfinu við stofnkostnað og töp í breyttu kerfi er óskýr, sérstaklega vantar þátt fjármagnskostnaðar. Ekkert er rætt um förgun í lok líftíma flutningslína. Hér hafa verið talin upp nokkur af þeim atriðiðum í skýrslu Metsco, sem undirrituð telja röng eða villandi. Mikilvægt er að fara nánar yfir þau atriði og önnur mikilvæg mál þessu tengd í framhaldinu. Það er hins vegar gleðiefni að hafin er málefnaleg umræða um raforkuflutning. Vonandi er þetta upphaf að slíkri umræðu.Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá LotuJón Skafti Gestsson, orku- og umhverfishagfræðingur hjá LotuÓlöf Helgadóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun