Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2018 19:20 Björgvin Páll varði 15 skot og þar af 2 vítaskot vísir/ernir Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. „Ég var frekar heppinn heldur en heitur, held ég,“ sagði Björgvin Páll hlæjandi í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Þetta gekk vel, ánægður með það að hafa klukkað í nokkra bolta og gaman að fara með tvö stig.“ „Hellings vinna og við spiluðum við þá í Höllinni fyrir stuttu. Það er oft þannig með okkur að ef við náum að leikgreina vel þá spilum við vel. Vörnin á hrós skilið fyrir sína vinnu, þeir gefa þeim lítinn tíma og mikla pressu. Virðast alltaf vera í andlitinu á þeim allan leikinn og þá er mitt verk auðveldara.“ Ísland var með mikla forystu lengi vel og náði eins og áður segir mest tíu marka forskoti. Því var í raun hálf svekkjandi að hafa að lokum aðeins unnið með tveimur mörkum. „Okkur leið mjög vel allan leikinn. Auðvitað er erfitt að halda út svona leik, sérstaklega fyrsta leik í stórmóti. Það er fullt af tilfinningum og mikil læti og þá koma slæmir kaflar, en við stóðum þetta af okkur.“ „Það fer um mann, en við spilum heilsteyptan leik og mér fannst þeir ekki vera líklegir. Þeir voru ekki andlega tilbúnir, þeir eru með allt þetta lið en þeir eru ekki Íslendingar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. „Ég var frekar heppinn heldur en heitur, held ég,“ sagði Björgvin Páll hlæjandi í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Þetta gekk vel, ánægður með það að hafa klukkað í nokkra bolta og gaman að fara með tvö stig.“ „Hellings vinna og við spiluðum við þá í Höllinni fyrir stuttu. Það er oft þannig með okkur að ef við náum að leikgreina vel þá spilum við vel. Vörnin á hrós skilið fyrir sína vinnu, þeir gefa þeim lítinn tíma og mikla pressu. Virðast alltaf vera í andlitinu á þeim allan leikinn og þá er mitt verk auðveldara.“ Ísland var með mikla forystu lengi vel og náði eins og áður segir mest tíu marka forskoti. Því var í raun hálf svekkjandi að hafa að lokum aðeins unnið með tveimur mörkum. „Okkur leið mjög vel allan leikinn. Auðvitað er erfitt að halda út svona leik, sérstaklega fyrsta leik í stórmóti. Það er fullt af tilfinningum og mikil læti og þá koma slæmir kaflar, en við stóðum þetta af okkur.“ „Það fer um mann, en við spilum heilsteyptan leik og mér fannst þeir ekki vera líklegir. Þeir voru ekki andlega tilbúnir, þeir eru með allt þetta lið en þeir eru ekki Íslendingar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52
Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12
Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita