Vinátta og samstarf Frakka og Þjóðverja í 55 ár Graham Paul og Herbert Beck skrifar 22. janúar 2018 07:00 22. janúar er dagurinn sem Élysée-sáttmálinn milli Frakka og Þjóðverja var undirritaður árið 1963. Báðar þjóðir fagna í dag vináttu sem tókst á milli þeirra svo nú eru þær nánustu bandamenn í stjórnmálum, efnahagsmálum, vísindum og menningu. Það var sem sé fyrir 55 árum sem forseti Frakklands, Charles de Gaulle, og kanslari Sambandsríkis Þýskalands, Konrad Adenauer, undirrituðu sáttmálann sem vísaði veginn til nánari samvinnu Frakka og Þjóðverja. Þessi sáttmáli var síður en svo sjálfgefinn. Árið 1963 voru minningarnar úr síðari heimsstyrjöld, að ógleymdri þeirri fyrri, mönnum enn ofarlega í huga. Á 70 ára tímabili höfðu Frakkar og Þjóðverjar eldað saman grátt silfur og háð þrjár styrjaldir sem skildu bæði lönd eftir í sárum. En þjóðum okkar beggja tókst að sættast og í stað aldagamallar andúðar auðnaðist þeim að bindast svo föstum böndum tryggðar, virðingar og samvinnu að einstætt er. Nú sýna allar skoðanakannanir að Þýskaland er það land sem Frakkar hafa mestar mætur á og gagnkvæmt. Sagan geymir engan örlagadóm, það hafa Þjóðverjar og Frakkar sýnt fram á.Élysée-sáttmálinn er lítt þekktur með öðrum þjóðum en hann lýsir fyrst og fremst vinnulagi. Þetta vinnulag kveður á um reglulega fundi, á öllum stigum stjórnkerfis og stjórnsýslu þjóðanna okkar beggja, í því skyni að leiða fram sameiginlega fransk-þýska afstöðu. Þannig er þar tekið fram að „ríkisstjórnir beggja landa skulu ætíð ráðgast við áður en ákvörðun er tekin í mikilvægum utanríkismálum, og þá sérstaklega í málum sem lúta að sameiginlegum hagsmunum beggja þjóða, með það fyrir augum að komast eins og kostur er að áþekkri niðurstöðu.“ Þetta verklag hefur sannað gildi sitt. Engin tvö ríki í veröldinni vinna jafnnáið saman, hvort sem um ræðir samráð þýska kanslarans og franska forsetans, samráðsfundi þjóðþinga beggja landa, vinatengsl 2.200 bæja og borga eða meira en 180 samstarfsverkefni háskóla og vísindastofnana, og kynni milli meira en átta miljóna ungmenna fyrir tilstilli Frönsk-þýsku ungmennastofunnar. Fransk-þýska ráðherraráðið setur viðmið tvisvar á ári og efnir til átaksverkefna á vettvangi þjóðanna til að dýpka samband þeirra. Utanríkisráðherrar landanna eiga náið samstarf og skipti á sendifulltrúum eru tíð. Sum sendiráða okkar og menningarstofnana deila húsnæði, eins og raunin er í Dakka og Ramallah. Og ekkert lát er á samstarfinu: Í tilefni af 55 ára afmæli Élysée-sáttmálans munu þjóðþingin í Frakklandi og Þýskalandi samþykkja sameiginlega ályktun þar sem þess er óskað að ríkisstjórnir Frakklands og Þýskalands vinni að nýjum Élysée-sáttmála með það að leiðarljósi að efna til nýrra markvissra verkefna sem staðfesti gildi og ávinning af vináttu og samstarfi Frakka og Þjóðverja. En samband þjóðanna stuðlar jafnframt að viðgangi Evrópu. Það er upp úr samskiptum Frakka og Þjóðverja sem sameiginlegi markaðurinn, sameiginlega myntin og Schengen-svæðið spruttu. Frakkar og Þjóðverjar eiga sér ólíka menningu, sögu, stjórnkerfi og fara ólíkt að við að taka ákvarðanir. Þeim ber að leita sameiginlegrar afstöðu sem umræður innan Evrópusambandsins byggjast síðan á. Þótt það komi oft í hlut Þjóðverja og Frakka að varpa fram nýjum hugmyndum, í ljósi þess hve samvinna með þeim er náin og hve ríkin skipta miklu máli í ESB (með 40% vergrar landsframleiðslu og 30% íbúa) þá eru það ætíð öll aðildarríki sambandsins sem taka ákvarðanir á vettvangi þess. Það er í þessu samhengi sem þjóðir okkar beggja gangast við ábyrgð sinni, andspænis sögu og framtíð álfu sem ber skylda til að tala einum rómi ef hún vill komast af. Þessari sameiginlegu ábyrgð sleppir ekki við landamæri Evrópusambandsins heldur nær hún líka til landa utan þess, eins og Íslands, samkvæmt samningum þar að lútandi. Élysée-sáttmálinn var frumkvæði hugrakkra stjórnmálaleiðtoga með framtíðarsýn og ber enn þann dag í dag vitni um kraftmikil samskipti Frakka og Þjóðverja og sameiginlegan vilja þjóðanna okkar beggja til að leggja sitt af mörkum til viðgangs Evrópu, sem ekki sé bara efnahagssvæði heldur samfélag um skýra framtíðarstefnu og gildi.Höfundar, Graham Paul, sendiherra Frakklands, og Herbert Beck, sendiherra Þýskalands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
22. janúar er dagurinn sem Élysée-sáttmálinn milli Frakka og Þjóðverja var undirritaður árið 1963. Báðar þjóðir fagna í dag vináttu sem tókst á milli þeirra svo nú eru þær nánustu bandamenn í stjórnmálum, efnahagsmálum, vísindum og menningu. Það var sem sé fyrir 55 árum sem forseti Frakklands, Charles de Gaulle, og kanslari Sambandsríkis Þýskalands, Konrad Adenauer, undirrituðu sáttmálann sem vísaði veginn til nánari samvinnu Frakka og Þjóðverja. Þessi sáttmáli var síður en svo sjálfgefinn. Árið 1963 voru minningarnar úr síðari heimsstyrjöld, að ógleymdri þeirri fyrri, mönnum enn ofarlega í huga. Á 70 ára tímabili höfðu Frakkar og Þjóðverjar eldað saman grátt silfur og háð þrjár styrjaldir sem skildu bæði lönd eftir í sárum. En þjóðum okkar beggja tókst að sættast og í stað aldagamallar andúðar auðnaðist þeim að bindast svo föstum böndum tryggðar, virðingar og samvinnu að einstætt er. Nú sýna allar skoðanakannanir að Þýskaland er það land sem Frakkar hafa mestar mætur á og gagnkvæmt. Sagan geymir engan örlagadóm, það hafa Þjóðverjar og Frakkar sýnt fram á.Élysée-sáttmálinn er lítt þekktur með öðrum þjóðum en hann lýsir fyrst og fremst vinnulagi. Þetta vinnulag kveður á um reglulega fundi, á öllum stigum stjórnkerfis og stjórnsýslu þjóðanna okkar beggja, í því skyni að leiða fram sameiginlega fransk-þýska afstöðu. Þannig er þar tekið fram að „ríkisstjórnir beggja landa skulu ætíð ráðgast við áður en ákvörðun er tekin í mikilvægum utanríkismálum, og þá sérstaklega í málum sem lúta að sameiginlegum hagsmunum beggja þjóða, með það fyrir augum að komast eins og kostur er að áþekkri niðurstöðu.“ Þetta verklag hefur sannað gildi sitt. Engin tvö ríki í veröldinni vinna jafnnáið saman, hvort sem um ræðir samráð þýska kanslarans og franska forsetans, samráðsfundi þjóðþinga beggja landa, vinatengsl 2.200 bæja og borga eða meira en 180 samstarfsverkefni háskóla og vísindastofnana, og kynni milli meira en átta miljóna ungmenna fyrir tilstilli Frönsk-þýsku ungmennastofunnar. Fransk-þýska ráðherraráðið setur viðmið tvisvar á ári og efnir til átaksverkefna á vettvangi þjóðanna til að dýpka samband þeirra. Utanríkisráðherrar landanna eiga náið samstarf og skipti á sendifulltrúum eru tíð. Sum sendiráða okkar og menningarstofnana deila húsnæði, eins og raunin er í Dakka og Ramallah. Og ekkert lát er á samstarfinu: Í tilefni af 55 ára afmæli Élysée-sáttmálans munu þjóðþingin í Frakklandi og Þýskalandi samþykkja sameiginlega ályktun þar sem þess er óskað að ríkisstjórnir Frakklands og Þýskalands vinni að nýjum Élysée-sáttmála með það að leiðarljósi að efna til nýrra markvissra verkefna sem staðfesti gildi og ávinning af vináttu og samstarfi Frakka og Þjóðverja. En samband þjóðanna stuðlar jafnframt að viðgangi Evrópu. Það er upp úr samskiptum Frakka og Þjóðverja sem sameiginlegi markaðurinn, sameiginlega myntin og Schengen-svæðið spruttu. Frakkar og Þjóðverjar eiga sér ólíka menningu, sögu, stjórnkerfi og fara ólíkt að við að taka ákvarðanir. Þeim ber að leita sameiginlegrar afstöðu sem umræður innan Evrópusambandsins byggjast síðan á. Þótt það komi oft í hlut Þjóðverja og Frakka að varpa fram nýjum hugmyndum, í ljósi þess hve samvinna með þeim er náin og hve ríkin skipta miklu máli í ESB (með 40% vergrar landsframleiðslu og 30% íbúa) þá eru það ætíð öll aðildarríki sambandsins sem taka ákvarðanir á vettvangi þess. Það er í þessu samhengi sem þjóðir okkar beggja gangast við ábyrgð sinni, andspænis sögu og framtíð álfu sem ber skylda til að tala einum rómi ef hún vill komast af. Þessari sameiginlegu ábyrgð sleppir ekki við landamæri Evrópusambandsins heldur nær hún líka til landa utan þess, eins og Íslands, samkvæmt samningum þar að lútandi. Élysée-sáttmálinn var frumkvæði hugrakkra stjórnmálaleiðtoga með framtíðarsýn og ber enn þann dag í dag vitni um kraftmikil samskipti Frakka og Þjóðverja og sameiginlegan vilja þjóðanna okkar beggja til að leggja sitt af mörkum til viðgangs Evrópu, sem ekki sé bara efnahagssvæði heldur samfélag um skýra framtíðarstefnu og gildi.Höfundar, Graham Paul, sendiherra Frakklands, og Herbert Beck, sendiherra Þýskalands.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar