Vinátta og samstarf Frakka og Þjóðverja í 55 ár Graham Paul og Herbert Beck skrifar 22. janúar 2018 07:00 22. janúar er dagurinn sem Élysée-sáttmálinn milli Frakka og Þjóðverja var undirritaður árið 1963. Báðar þjóðir fagna í dag vináttu sem tókst á milli þeirra svo nú eru þær nánustu bandamenn í stjórnmálum, efnahagsmálum, vísindum og menningu. Það var sem sé fyrir 55 árum sem forseti Frakklands, Charles de Gaulle, og kanslari Sambandsríkis Þýskalands, Konrad Adenauer, undirrituðu sáttmálann sem vísaði veginn til nánari samvinnu Frakka og Þjóðverja. Þessi sáttmáli var síður en svo sjálfgefinn. Árið 1963 voru minningarnar úr síðari heimsstyrjöld, að ógleymdri þeirri fyrri, mönnum enn ofarlega í huga. Á 70 ára tímabili höfðu Frakkar og Þjóðverjar eldað saman grátt silfur og háð þrjár styrjaldir sem skildu bæði lönd eftir í sárum. En þjóðum okkar beggja tókst að sættast og í stað aldagamallar andúðar auðnaðist þeim að bindast svo föstum böndum tryggðar, virðingar og samvinnu að einstætt er. Nú sýna allar skoðanakannanir að Þýskaland er það land sem Frakkar hafa mestar mætur á og gagnkvæmt. Sagan geymir engan örlagadóm, það hafa Þjóðverjar og Frakkar sýnt fram á.Élysée-sáttmálinn er lítt þekktur með öðrum þjóðum en hann lýsir fyrst og fremst vinnulagi. Þetta vinnulag kveður á um reglulega fundi, á öllum stigum stjórnkerfis og stjórnsýslu þjóðanna okkar beggja, í því skyni að leiða fram sameiginlega fransk-þýska afstöðu. Þannig er þar tekið fram að „ríkisstjórnir beggja landa skulu ætíð ráðgast við áður en ákvörðun er tekin í mikilvægum utanríkismálum, og þá sérstaklega í málum sem lúta að sameiginlegum hagsmunum beggja þjóða, með það fyrir augum að komast eins og kostur er að áþekkri niðurstöðu.“ Þetta verklag hefur sannað gildi sitt. Engin tvö ríki í veröldinni vinna jafnnáið saman, hvort sem um ræðir samráð þýska kanslarans og franska forsetans, samráðsfundi þjóðþinga beggja landa, vinatengsl 2.200 bæja og borga eða meira en 180 samstarfsverkefni háskóla og vísindastofnana, og kynni milli meira en átta miljóna ungmenna fyrir tilstilli Frönsk-þýsku ungmennastofunnar. Fransk-þýska ráðherraráðið setur viðmið tvisvar á ári og efnir til átaksverkefna á vettvangi þjóðanna til að dýpka samband þeirra. Utanríkisráðherrar landanna eiga náið samstarf og skipti á sendifulltrúum eru tíð. Sum sendiráða okkar og menningarstofnana deila húsnæði, eins og raunin er í Dakka og Ramallah. Og ekkert lát er á samstarfinu: Í tilefni af 55 ára afmæli Élysée-sáttmálans munu þjóðþingin í Frakklandi og Þýskalandi samþykkja sameiginlega ályktun þar sem þess er óskað að ríkisstjórnir Frakklands og Þýskalands vinni að nýjum Élysée-sáttmála með það að leiðarljósi að efna til nýrra markvissra verkefna sem staðfesti gildi og ávinning af vináttu og samstarfi Frakka og Þjóðverja. En samband þjóðanna stuðlar jafnframt að viðgangi Evrópu. Það er upp úr samskiptum Frakka og Þjóðverja sem sameiginlegi markaðurinn, sameiginlega myntin og Schengen-svæðið spruttu. Frakkar og Þjóðverjar eiga sér ólíka menningu, sögu, stjórnkerfi og fara ólíkt að við að taka ákvarðanir. Þeim ber að leita sameiginlegrar afstöðu sem umræður innan Evrópusambandsins byggjast síðan á. Þótt það komi oft í hlut Þjóðverja og Frakka að varpa fram nýjum hugmyndum, í ljósi þess hve samvinna með þeim er náin og hve ríkin skipta miklu máli í ESB (með 40% vergrar landsframleiðslu og 30% íbúa) þá eru það ætíð öll aðildarríki sambandsins sem taka ákvarðanir á vettvangi þess. Það er í þessu samhengi sem þjóðir okkar beggja gangast við ábyrgð sinni, andspænis sögu og framtíð álfu sem ber skylda til að tala einum rómi ef hún vill komast af. Þessari sameiginlegu ábyrgð sleppir ekki við landamæri Evrópusambandsins heldur nær hún líka til landa utan þess, eins og Íslands, samkvæmt samningum þar að lútandi. Élysée-sáttmálinn var frumkvæði hugrakkra stjórnmálaleiðtoga með framtíðarsýn og ber enn þann dag í dag vitni um kraftmikil samskipti Frakka og Þjóðverja og sameiginlegan vilja þjóðanna okkar beggja til að leggja sitt af mörkum til viðgangs Evrópu, sem ekki sé bara efnahagssvæði heldur samfélag um skýra framtíðarstefnu og gildi.Höfundar, Graham Paul, sendiherra Frakklands, og Herbert Beck, sendiherra Þýskalands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
22. janúar er dagurinn sem Élysée-sáttmálinn milli Frakka og Þjóðverja var undirritaður árið 1963. Báðar þjóðir fagna í dag vináttu sem tókst á milli þeirra svo nú eru þær nánustu bandamenn í stjórnmálum, efnahagsmálum, vísindum og menningu. Það var sem sé fyrir 55 árum sem forseti Frakklands, Charles de Gaulle, og kanslari Sambandsríkis Þýskalands, Konrad Adenauer, undirrituðu sáttmálann sem vísaði veginn til nánari samvinnu Frakka og Þjóðverja. Þessi sáttmáli var síður en svo sjálfgefinn. Árið 1963 voru minningarnar úr síðari heimsstyrjöld, að ógleymdri þeirri fyrri, mönnum enn ofarlega í huga. Á 70 ára tímabili höfðu Frakkar og Þjóðverjar eldað saman grátt silfur og háð þrjár styrjaldir sem skildu bæði lönd eftir í sárum. En þjóðum okkar beggja tókst að sættast og í stað aldagamallar andúðar auðnaðist þeim að bindast svo föstum böndum tryggðar, virðingar og samvinnu að einstætt er. Nú sýna allar skoðanakannanir að Þýskaland er það land sem Frakkar hafa mestar mætur á og gagnkvæmt. Sagan geymir engan örlagadóm, það hafa Þjóðverjar og Frakkar sýnt fram á.Élysée-sáttmálinn er lítt þekktur með öðrum þjóðum en hann lýsir fyrst og fremst vinnulagi. Þetta vinnulag kveður á um reglulega fundi, á öllum stigum stjórnkerfis og stjórnsýslu þjóðanna okkar beggja, í því skyni að leiða fram sameiginlega fransk-þýska afstöðu. Þannig er þar tekið fram að „ríkisstjórnir beggja landa skulu ætíð ráðgast við áður en ákvörðun er tekin í mikilvægum utanríkismálum, og þá sérstaklega í málum sem lúta að sameiginlegum hagsmunum beggja þjóða, með það fyrir augum að komast eins og kostur er að áþekkri niðurstöðu.“ Þetta verklag hefur sannað gildi sitt. Engin tvö ríki í veröldinni vinna jafnnáið saman, hvort sem um ræðir samráð þýska kanslarans og franska forsetans, samráðsfundi þjóðþinga beggja landa, vinatengsl 2.200 bæja og borga eða meira en 180 samstarfsverkefni háskóla og vísindastofnana, og kynni milli meira en átta miljóna ungmenna fyrir tilstilli Frönsk-þýsku ungmennastofunnar. Fransk-þýska ráðherraráðið setur viðmið tvisvar á ári og efnir til átaksverkefna á vettvangi þjóðanna til að dýpka samband þeirra. Utanríkisráðherrar landanna eiga náið samstarf og skipti á sendifulltrúum eru tíð. Sum sendiráða okkar og menningarstofnana deila húsnæði, eins og raunin er í Dakka og Ramallah. Og ekkert lát er á samstarfinu: Í tilefni af 55 ára afmæli Élysée-sáttmálans munu þjóðþingin í Frakklandi og Þýskalandi samþykkja sameiginlega ályktun þar sem þess er óskað að ríkisstjórnir Frakklands og Þýskalands vinni að nýjum Élysée-sáttmála með það að leiðarljósi að efna til nýrra markvissra verkefna sem staðfesti gildi og ávinning af vináttu og samstarfi Frakka og Þjóðverja. En samband þjóðanna stuðlar jafnframt að viðgangi Evrópu. Það er upp úr samskiptum Frakka og Þjóðverja sem sameiginlegi markaðurinn, sameiginlega myntin og Schengen-svæðið spruttu. Frakkar og Þjóðverjar eiga sér ólíka menningu, sögu, stjórnkerfi og fara ólíkt að við að taka ákvarðanir. Þeim ber að leita sameiginlegrar afstöðu sem umræður innan Evrópusambandsins byggjast síðan á. Þótt það komi oft í hlut Þjóðverja og Frakka að varpa fram nýjum hugmyndum, í ljósi þess hve samvinna með þeim er náin og hve ríkin skipta miklu máli í ESB (með 40% vergrar landsframleiðslu og 30% íbúa) þá eru það ætíð öll aðildarríki sambandsins sem taka ákvarðanir á vettvangi þess. Það er í þessu samhengi sem þjóðir okkar beggja gangast við ábyrgð sinni, andspænis sögu og framtíð álfu sem ber skylda til að tala einum rómi ef hún vill komast af. Þessari sameiginlegu ábyrgð sleppir ekki við landamæri Evrópusambandsins heldur nær hún líka til landa utan þess, eins og Íslands, samkvæmt samningum þar að lútandi. Élysée-sáttmálinn var frumkvæði hugrakkra stjórnmálaleiðtoga með framtíðarsýn og ber enn þann dag í dag vitni um kraftmikil samskipti Frakka og Þjóðverja og sameiginlegan vilja þjóðanna okkar beggja til að leggja sitt af mörkum til viðgangs Evrópu, sem ekki sé bara efnahagssvæði heldur samfélag um skýra framtíðarstefnu og gildi.Höfundar, Graham Paul, sendiherra Frakklands, og Herbert Beck, sendiherra Þýskalands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar