Bjóða lífeyrissjóðum að kaupa fimm prósenta hlut í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 17. janúar 2018 06:30 Þótt núverandi upplegg geri ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir geti keypt allt að fimm prósent í Arion banka er ekki loku fyrir það skotið að Kaupþing sé reiðubúið að selja stærri hlut til sjóðanna. VÍSIR/STEFÁN Eignarhaldsfélagið Kaupþing hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa samanlagt þriggja til fimm prósenta hlut í Arion banka áður en ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans síðar á árinu, líklegast öðrum hvorum megin við páska í byrjun apríl. Fulltrúar Kviku banka, ráðgjafi Kaupþings í viðræðunum, byrjuðu að funda með sumum af stærstu lífeyrissjóðum landsins í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, í kjölfar þess að fjárfestingabankinn hafði í byrjun ársins sent bréf á um fimmtán sjóði þar sem þeim var boðið að hefja viðræður um kaup á litlum hluta í Arion banka af Kaupþingi. Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku banka, er helsti milliliður bankans í viðræðunum við lífeyrissjóðina en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Þá hefur Kvika einnig umboð frá Kaupþingi til að kanna áhuga íslensku tryggingafélaganna til að kaupa hlut í Arion banka fyrir áformað hlutafjárútboð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir síðan það slitnaði upp úr viðræðum Kaupþings og lífeyrissjóðanna en þeir höfðu þá áformað að kaupa um 20 til 25 prósenta hlut í Arion banka. Ekkert varð hins vegar af þeim kaupum þegar í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30 prósenta hlut í bankanum til þriggja erlendra vogunarsjóða og Goldmans Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka. Sá kaupréttur var aðeins nýttur að mjög litlum hluta, en Attestor Capital bætti við sig um 0,44 prósenta hlut í september síðastliðnum. Vegna óánægju með framgöngu Kaupþings í fyrra kröfðust lífeyrissjóðirnir þess að eignarhaldsfélagið myndi bæta þeim upp þann kostnað sem hafði fallið til í tengslum við viðræðurnar. Samþykkti Kaupþing að greiða beinan útlagðan kostnað lífeyrissjóðanna, sem var einkum utanaðkomandi lögfræði- og fjármálaráðgjafaþjónusta, samtals að fjárhæð um 60 milljónir króna, samkvæmt heimildum Markaðarins.Viðurkenning á mistökum Kaupþings Lögð er á það áhersla af hálfu Kaupþings og ráðgjafa þeirra í þeim viðræðum sem nú eru hafnar að hlutur í bankanum verði ekki seldur á undir genginu 0,8 miðað við eigið fé samkvæmt síðasta endurskoðaða ársreikningi enda myndi slíkt verða til þess að virkja forkaupsrétt íslenska ríkisins. Miðað við það lágmarksgengi gæti fimm prósenta hlutur í bankanum verið seldur fyrir um níu milljarða króna. Þótt núverandi upplegg geri ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir geti keypt allt að fimm prósent í Arion banka er ekki loku fyrir það skotið að Kaupþing sé reiðubúið að selja stærri hlut til sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, eru sagðir vilja að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig í þetta sinn og að ráðgjafar Kaupþings hafi frumkvæði að því að gera þeim kauptilboð að hlut í Arion banka. Hafa sjóðirnir enn ekki rætt um það sín á milli hvort aftur verði leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að hafa umsjón með viðræðunum við Kviku banka. Viðmælendur Markaðarins í röðum sjóðanna segja þá staðreynd að Kaupþing sé nú að leita aftur til þeirra um möguleg kaup á hlut í Arion banka sé til marks um að félagið viðurkenni að það hafi verið mistök að slíta viðræðunum á síðasta ári. Ljóst sé að áhugi erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirhuguðu útboði muni meðal annars ráðast af því að stærstu stofnanafjárfestar landsins verði einnig fyrir í eigendahópi Arion banka – slíkt yrði talið traustleikamerki á bankanum sem fjárfestingakosti.Ekkert varð af útboði og skráningu Arion banka í nóvember á síðasta ári, eins og áður hafði verið lagt upp með, vegna stjórnarslita og í kjölfarið kosninga til Alþingis. Miðað við núverandi eigið fé Arion banka er bókfært virði 57,4 prósenta hlutar Kaupþings í bankanum um 127 milljarðar króna. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í útboðinu en afar sennilegt er að Kaupþing kjósi að halda eftir um 20 til 25 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Kaupþing hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa samanlagt þriggja til fimm prósenta hlut í Arion banka áður en ráðist verður í almennt hlutafjárútboð og skráningu bankans síðar á árinu, líklegast öðrum hvorum megin við páska í byrjun apríl. Fulltrúar Kviku banka, ráðgjafi Kaupþings í viðræðunum, byrjuðu að funda með sumum af stærstu lífeyrissjóðum landsins í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, í kjölfar þess að fjárfestingabankinn hafði í byrjun ársins sent bréf á um fimmtán sjóði þar sem þeim var boðið að hefja viðræður um kaup á litlum hluta í Arion banka af Kaupþingi. Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku banka, er helsti milliliður bankans í viðræðunum við lífeyrissjóðina en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Þá hefur Kvika einnig umboð frá Kaupþingi til að kanna áhuga íslensku tryggingafélaganna til að kaupa hlut í Arion banka fyrir áformað hlutafjárútboð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir síðan það slitnaði upp úr viðræðum Kaupþings og lífeyrissjóðanna en þeir höfðu þá áformað að kaupa um 20 til 25 prósenta hlut í Arion banka. Ekkert varð hins vegar af þeim kaupum þegar í ljós kom að Kaupþing hafði gengið frá sölu á tæplega 30 prósenta hlut í bankanum til þriggja erlendra vogunarsjóða og Goldmans Sachs auk samkomulags um kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka. Sá kaupréttur var aðeins nýttur að mjög litlum hluta, en Attestor Capital bætti við sig um 0,44 prósenta hlut í september síðastliðnum. Vegna óánægju með framgöngu Kaupþings í fyrra kröfðust lífeyrissjóðirnir þess að eignarhaldsfélagið myndi bæta þeim upp þann kostnað sem hafði fallið til í tengslum við viðræðurnar. Samþykkti Kaupþing að greiða beinan útlagðan kostnað lífeyrissjóðanna, sem var einkum utanaðkomandi lögfræði- og fjármálaráðgjafaþjónusta, samtals að fjárhæð um 60 milljónir króna, samkvæmt heimildum Markaðarins.Viðurkenning á mistökum Kaupþings Lögð er á það áhersla af hálfu Kaupþings og ráðgjafa þeirra í þeim viðræðum sem nú eru hafnar að hlutur í bankanum verði ekki seldur á undir genginu 0,8 miðað við eigið fé samkvæmt síðasta endurskoðaða ársreikningi enda myndi slíkt verða til þess að virkja forkaupsrétt íslenska ríkisins. Miðað við það lágmarksgengi gæti fimm prósenta hlutur í bankanum verið seldur fyrir um níu milljarða króna. Þótt núverandi upplegg geri ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir geti keypt allt að fimm prósent í Arion banka er ekki loku fyrir það skotið að Kaupþing sé reiðubúið að selja stærri hlut til sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, eru sagðir vilja að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig í þetta sinn og að ráðgjafar Kaupþings hafi frumkvæði að því að gera þeim kauptilboð að hlut í Arion banka. Hafa sjóðirnir enn ekki rætt um það sín á milli hvort aftur verði leitað til utanaðkomandi ráðgjafa til að hafa umsjón með viðræðunum við Kviku banka. Viðmælendur Markaðarins í röðum sjóðanna segja þá staðreynd að Kaupþing sé nú að leita aftur til þeirra um möguleg kaup á hlut í Arion banka sé til marks um að félagið viðurkenni að það hafi verið mistök að slíta viðræðunum á síðasta ári. Ljóst sé að áhugi erlendra fjárfesta á þátttöku í fyrirhuguðu útboði muni meðal annars ráðast af því að stærstu stofnanafjárfestar landsins verði einnig fyrir í eigendahópi Arion banka – slíkt yrði talið traustleikamerki á bankanum sem fjárfestingakosti.Ekkert varð af útboði og skráningu Arion banka í nóvember á síðasta ári, eins og áður hafði verið lagt upp með, vegna stjórnarslita og í kjölfarið kosninga til Alþingis. Miðað við núverandi eigið fé Arion banka er bókfært virði 57,4 prósenta hlutar Kaupþings í bankanum um 127 milljarðar króna. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í útboðinu en afar sennilegt er að Kaupþing kjósi að halda eftir um 20 til 25 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira