Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Hörður Ægisson skrifar 20. september 2017 06:30 Kaupþing hafði stefnt að því að selja tugprósenta hlut í Arion banka síðar á árinu og skrá bankann í kjölfarið á markað. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af fyrirhugaðu útboði og skráningu Arion banka síðar á þessu ári. Slík áform hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. Á meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að ráðast í skráningu Arion banka er sá möguleiki að stjórnvöld muni mögulega nýta sér forkaupsrétt sinn að hlut í bankanum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu í því skyni að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Sú vinna var hins vegar ekki langt á veg komin. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Kaupþing hyggst að óbreyttu ekki leita eftir því að ná samkomulagi við stjórnvöld um forkaupsréttinn í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin og starfsstjórn hefur tekið við.„Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Markaðinn að hún hafi farið þess á leit við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að sú starfsstjórn sem mun sitja fram að komandi kosningum taki ekki neina ákvörðun um endurskoðun á ákvæðinu um forkaupsrétt ríkisins að Arion banka. „Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ útskýrir Lilja, en hún á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd.Vogunarsjóðir verða virkir eigendur Auk þess að ná samkomulagi við stjórnvöld um endurskoðun forkaupsréttarins hefur Kaupþing einnig beðið eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi ljúka mati sínu á hæfi vogunarsjóðanna Attestor Capital og Taconic Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, um að mega fara með virkan eignarhlut í bankanum. FME komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að Attestor væri heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í bankanum, líkt og Markaðurinn hafði upplýst um tveimur dögum áður að yrði niðurstaða eftirlitsins. Gert er ráð fyrir að FME tilkynni um slíkt hið sama í tilfelli Taconic í þessari viku. Samhliða því að vogunarsjóðirnir eru metnir hæfir eigendur að bankanum fá þeir í kjölfarið atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Þegar sjóðirnir þrír – Taconic, Attestor og Och-Ziff – og Goldman Sachs keyptu 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðisréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélagið Kaupskil. Það fyrirkomulag verður brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka í fyrirhuguðu útboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í fyrsta kasti.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhugaðu útboði og skráningu Arion banka síðar á þessu ári. Slík áform hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. Á meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að ráðast í skráningu Arion banka er sá möguleiki að stjórnvöld muni mögulega nýta sér forkaupsrétt sinn að hlut í bankanum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu í því skyni að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Sú vinna var hins vegar ekki langt á veg komin. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Kaupþing hyggst að óbreyttu ekki leita eftir því að ná samkomulagi við stjórnvöld um forkaupsréttinn í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin og starfsstjórn hefur tekið við.„Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Markaðinn að hún hafi farið þess á leit við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að sú starfsstjórn sem mun sitja fram að komandi kosningum taki ekki neina ákvörðun um endurskoðun á ákvæðinu um forkaupsrétt ríkisins að Arion banka. „Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ útskýrir Lilja, en hún á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd.Vogunarsjóðir verða virkir eigendur Auk þess að ná samkomulagi við stjórnvöld um endurskoðun forkaupsréttarins hefur Kaupþing einnig beðið eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi ljúka mati sínu á hæfi vogunarsjóðanna Attestor Capital og Taconic Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, um að mega fara með virkan eignarhlut í bankanum. FME komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að Attestor væri heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í bankanum, líkt og Markaðurinn hafði upplýst um tveimur dögum áður að yrði niðurstaða eftirlitsins. Gert er ráð fyrir að FME tilkynni um slíkt hið sama í tilfelli Taconic í þessari viku. Samhliða því að vogunarsjóðirnir eru metnir hæfir eigendur að bankanum fá þeir í kjölfarið atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Þegar sjóðirnir þrír – Taconic, Attestor og Och-Ziff – og Goldman Sachs keyptu 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðisréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélagið Kaupskil. Það fyrirkomulag verður brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka í fyrirhuguðu útboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í fyrsta kasti.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira