Staða iðn- og verknáms á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. janúar 2018 12:40 Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun