YouTube-stjarna lagði fyrrverandi kærasta sinn fyrir dómi í hefndarklámsmáli Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 22:15 Chrissy Chambers, til vinstri, ásamt unnustu sinni Bria Kam en saman framleiða þær tónlistar- og grínmyndbönd sem þær birta á myndbandavefnum YouTube við miklar vinsældir. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasti bandarískrar YouTube-stjörnu hefur verið dæmdur að greiða henni bætur fyrir að hafa birt myndband á Netinu sem sýndi þau tvö stunda kynlíf. Bandaríska YouTube-stjarnan heitir Chrissy Chambers en hún gerðist ötull talsmaður gegn hefndarklámi eftir að hún frétti af því að myndbönd af henni og fyrrverandi kærasta hennar væru í dreifingu á netinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá niðurstöðu dómsins sem var kveðinn upp í London, en kærastinn fyrrverandi er breskur. Þar kemur fram að kærastinn fyrrverandi, sem er ekki nefndur á nafn, hafi gengist við brotinu fyrir rétti. Hann samþykkti einnig að greiða bætur og málskostnað beggja aðila. Lögmenn Chambers vildu ekki nefna nákvæma tölu þegar BBC spurði hversu háar bæturnar eru en sögðu þó að upphæðin væri talsverð.„Þið getið varið ykkur og haft sigur“ „Þessi dómur er í raun aðvörun fyrir þá sem eru að íhuga að kúga og skaða með hefndarklámi. Þú kemst ekki upp með þetta án þess að verða refsað og þú verður látinn bera ábyrgð á gjörðum þínum,“ sagði Chambers eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Til allra þeirra sem hafa orðið fyrir svona árás. Ég er hér til að segja við ykkur: Þið getið varið ykkur og haft sigur. Sár ykkar munu gróa og þið getið horft fram á við og þið þurfið ekki að standa í þessari baráttu ein,“ sagði hún ennfremur.Chrissy bað Briu um að giftast sér þegar niðurstað dómsins var ljós í dag.Vísir/GettyBað kærustu sinnar Chambers fagnaði þessari niðurstöðu með því að biðja kærustu sína Bria Kam, sem er einnig YouTube-stjarna, um að giftast sér þar sem þær stóðu í tröppum dómshússins í London. Kam gekkst við bónorðinu. Árið 2015 var hefndarklám skilgreint sem glæpsamlegt athæfi í lögum Englands og Wales. Chambers sagði þó að þessi lagabreyting hefði ekki komið sér að gagni því hún var ekki afturvirk.Níu ár frá því myndböndin voru tekin upp Kærastinn hennar fyrrverandi hafði myndað þau í september árið 2009 á heimili Chambers í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann birti sex myndbönd á klámsíðu í desember sama ár og í janúar árið 2012 eftir að þau höfðu hætt saman. Chambers var nefnd á nafn í titli nokkurra myndbanda og var aldur hennar tekinn fram, en hún var átján ára þegar þau voru tekin upp.Bria og Chrissy á góðgerðasamkomu iHeart Radio í Bandaríkjunum.Vísir/GettyChambers, sem er 26 ára í dag, sagðist ekki hafa vitað af því að kærastinn hefði myndað þau. Hún komst að tilvist myndbandanna í júní árið 2013. Kærastinn fyrrverandi átti myndböndin og því gat hún ekki neytt eigendur klámsíðunnar til að fjarlægja þau. Hún sagði að fjöldi afrita hafa verið tekinn af myndböndunum sem síðan var deilt á öðrum síðum.Hópfjarmagnaði einkamálsókn Hún hafði reynt að fá málið í ferli í gegnum lögreglu en það hafi ekki gengið upp. Hún ákvað því að hefja hópfjármögnun sem skilaði henni tæpum 37 þúsund dölum, eða því sem nemur um 3,8 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, sem gerði það að verkum að hún hafði efni á að höfða einkamál á hendur fyrrverandi kærasta síns. Við réttarhöldin greindi lögmaður Chambers frá því að margir af fylgjendum hennar hefðu haldið að hún hefði viljandi tekið þátt í því að mynda klámfengið efni og að hún hafi fengið skilaboð frá einhverjum fylgjendum þar sem þeir sögðust ekki vilja fylgjast lengur með henni á YouTube vegna þessa. Lögmaðurinn sagði jafnframt frá því að Chambers þjáðist af áfallastreituröskun vegna málsins. Kærastinn fyrrverandi samþykkti að eyða öllu myndefni sem hann á af Chambers og að gefa frá sér réttindi á þeim myndböndunum sem hann hafði birt á klámsíðum. Það þýðir að Chambers getur nú farið fram á að síðurnar eyði þessum myndböndunum. I could not be more elated to announce today that I won my revenge porn case and also asked the most incredible girl to marry me. That's right -WE WON AND BRIA AND I ARE ENGAGED!!!!! A post shared by Chrissy Chambers (@chrissychambers) on Jan 17, 2018 at 6:45am PST Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrrverandi kærasti bandarískrar YouTube-stjörnu hefur verið dæmdur að greiða henni bætur fyrir að hafa birt myndband á Netinu sem sýndi þau tvö stunda kynlíf. Bandaríska YouTube-stjarnan heitir Chrissy Chambers en hún gerðist ötull talsmaður gegn hefndarklámi eftir að hún frétti af því að myndbönd af henni og fyrrverandi kærasta hennar væru í dreifingu á netinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá niðurstöðu dómsins sem var kveðinn upp í London, en kærastinn fyrrverandi er breskur. Þar kemur fram að kærastinn fyrrverandi, sem er ekki nefndur á nafn, hafi gengist við brotinu fyrir rétti. Hann samþykkti einnig að greiða bætur og málskostnað beggja aðila. Lögmenn Chambers vildu ekki nefna nákvæma tölu þegar BBC spurði hversu háar bæturnar eru en sögðu þó að upphæðin væri talsverð.„Þið getið varið ykkur og haft sigur“ „Þessi dómur er í raun aðvörun fyrir þá sem eru að íhuga að kúga og skaða með hefndarklámi. Þú kemst ekki upp með þetta án þess að verða refsað og þú verður látinn bera ábyrgð á gjörðum þínum,“ sagði Chambers eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Til allra þeirra sem hafa orðið fyrir svona árás. Ég er hér til að segja við ykkur: Þið getið varið ykkur og haft sigur. Sár ykkar munu gróa og þið getið horft fram á við og þið þurfið ekki að standa í þessari baráttu ein,“ sagði hún ennfremur.Chrissy bað Briu um að giftast sér þegar niðurstað dómsins var ljós í dag.Vísir/GettyBað kærustu sinnar Chambers fagnaði þessari niðurstöðu með því að biðja kærustu sína Bria Kam, sem er einnig YouTube-stjarna, um að giftast sér þar sem þær stóðu í tröppum dómshússins í London. Kam gekkst við bónorðinu. Árið 2015 var hefndarklám skilgreint sem glæpsamlegt athæfi í lögum Englands og Wales. Chambers sagði þó að þessi lagabreyting hefði ekki komið sér að gagni því hún var ekki afturvirk.Níu ár frá því myndböndin voru tekin upp Kærastinn hennar fyrrverandi hafði myndað þau í september árið 2009 á heimili Chambers í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann birti sex myndbönd á klámsíðu í desember sama ár og í janúar árið 2012 eftir að þau höfðu hætt saman. Chambers var nefnd á nafn í titli nokkurra myndbanda og var aldur hennar tekinn fram, en hún var átján ára þegar þau voru tekin upp.Bria og Chrissy á góðgerðasamkomu iHeart Radio í Bandaríkjunum.Vísir/GettyChambers, sem er 26 ára í dag, sagðist ekki hafa vitað af því að kærastinn hefði myndað þau. Hún komst að tilvist myndbandanna í júní árið 2013. Kærastinn fyrrverandi átti myndböndin og því gat hún ekki neytt eigendur klámsíðunnar til að fjarlægja þau. Hún sagði að fjöldi afrita hafa verið tekinn af myndböndunum sem síðan var deilt á öðrum síðum.Hópfjarmagnaði einkamálsókn Hún hafði reynt að fá málið í ferli í gegnum lögreglu en það hafi ekki gengið upp. Hún ákvað því að hefja hópfjármögnun sem skilaði henni tæpum 37 þúsund dölum, eða því sem nemur um 3,8 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, sem gerði það að verkum að hún hafði efni á að höfða einkamál á hendur fyrrverandi kærasta síns. Við réttarhöldin greindi lögmaður Chambers frá því að margir af fylgjendum hennar hefðu haldið að hún hefði viljandi tekið þátt í því að mynda klámfengið efni og að hún hafi fengið skilaboð frá einhverjum fylgjendum þar sem þeir sögðust ekki vilja fylgjast lengur með henni á YouTube vegna þessa. Lögmaðurinn sagði jafnframt frá því að Chambers þjáðist af áfallastreituröskun vegna málsins. Kærastinn fyrrverandi samþykkti að eyða öllu myndefni sem hann á af Chambers og að gefa frá sér réttindi á þeim myndböndunum sem hann hafði birt á klámsíðum. Það þýðir að Chambers getur nú farið fram á að síðurnar eyði þessum myndböndunum. I could not be more elated to announce today that I won my revenge porn case and also asked the most incredible girl to marry me. That's right -WE WON AND BRIA AND I ARE ENGAGED!!!!! A post shared by Chrissy Chambers (@chrissychambers) on Jan 17, 2018 at 6:45am PST
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira