Vegferðin á EM í Króatíu hófst á stórsigri í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson frétti það ekki fyrr en í hádeginu í gær að hann ætti að spila við Japan um kvöldið. Óðinn skoraði sex mörk í seinni hálfleik og fer líklega með til Þýskalands vegna veikinda í íslenska hópnum en Rúnar Kárason gat heldur ekki spilað í gær. Hér skorar Óðinn í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira