Handbolti

Ekki gott kvöld fyrir liðin í A-riðli okkar Íslendinga á EM í Króatíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kiril Lazarov er í stóru hlutverki í liði Makedóníu.
Kiril Lazarov er í stóru hlutverki í liði Makedóníu. Vísir/Getty
Ísland var ekki eina liðið í okkar riðli á Evrópumótinu í Króatíu sem tapaði í kvöld. Serbar töpuðu á sama tíma nágrannaslag á móti Makedóníumönnum.

Serbar voru á heimavelli en töpuðu með þriggja marka mun, 29-32, á móti Makedóníu en Makedóníumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13.

Makedóníumenn voru skrefinu á undan í kvöld og það má búast við góðum hlutum hjá liðinu á Evrópumótinu sem hefst eftir viku.

Íslenska landsliðið mun mæta því serbneska í þriðja og síðasta leik sínum í riðlinum en áður spila strákarnir okkar við Svía og Króata. Fyrsti leikur Serba á mótinu er á móti heimamönnum í Króatíu.

Makedóníumenn eru með Slóveníu, Þýskalandi og Svartfjallalandi í riðli en fyrsti leikur liðsins er á móti Slóvenum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×