Jólagleðin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn!
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun