Jólagleðin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ef ég fengi nokkru ráðið skyldi hvert það fífl sem gengur um með gleðileg jól á vörunum verða soðið í sínum eigin jólabúðingi og jarðað með jólaviðarstöngul gegnum hjartað,“ segir nirfillinn Scrooge í hinni ódauðlegu Jólasögu Charles Dickens. Scrooge var þar holdgervingur allra þeirra neikvæðu viðhorfa sem hægt er að hafa til jólanna. Á öðrum stað talar hann sérlega önuglega um að jólunum fylgi ekkert nema kostnaður – og Scrooge borgaði aldrei neitt með glöðu gleði, jafnvel þótt hann væri sterkefnaður. Eins og allir eiga að vita endar þessi stutta en meistaralega saga vel því Scrooge fann að lokum jólagleðina og eftir sinnaskiptin kunni enginn betur en hann að halda upp á jólin. Jólin eru tími fagnaðar, gleði og örlætis. Þeim allra trúuðustu og kirkjuræknustu kann að finnast að landsmenn mættu hafa hugann meir við tilefnið en tilstandið. Það er samt ekki svo að jólaboðskapurinn komist ekki til skila. Á þessum tíma er hann predikaður hvað eftir annað í kirkjum landsins og ratar til þeirra sem þangað mæta og sömuleiðis til hinna sem hlusta á útvarpsmessur. Þeir sem hrífast ekki af kirkjuhaldi vita einnig mæta vel af jólaboðskapnum því hann er allt um kring. Ekki síst er hann áberandi í tónlistinni því jólatónlist ómar á þessum tíma og ekki fjalla öll lögin um jólasveina, snjókarla og gjafir, þar eru líka englar, Guð og barn í jötu. Þetta eru lög sem hafa verið leikin og sungin í áratugi, sum reyndar um aldir, og eru lífseigari en predikanir prestanna sem gleymast fljótlega eftir að þær hafa verið fluttar. Jólin eru tími þar sem fólk reynir yfirleitt að vera aðeins betra en það er venjulega. Náungakærleikur er við völd. Þetta sést í stóru sem smáu. Fjölmargir hafa fyrir sið að styrkja ýmis góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til að gera jólin gleðileg fyrir þá sem búa við skort. Fólk er líka innilegra í samskiptum og kveður aðra, þar á meðal ókunnuga, á fallegan hátt með orðunum: „Gleðileg jól!“ Það er einmitt þessi hlýja í garð ókunnugra sem einkennir jólin í svo ríkum mæli. Allt í kringum okkur eru ótal dæmi um slíkt. Í skammdeginu mátti til dæmis á dögunum sjá innflytjendur, karlmann frá Pakistan og konu frá Filippseyjum, bjóða upp á ókeypis heitt súkkulaði á Laugaveginum. Þegar þau voru spurð af hverju þau væru að hafa fyrir þessu svaraði konan að þau vildu minna á kærleikann. Eins og alls kyns rannsóknir sýna þá er nútímamaðurinn ekki með öllu sæll í heimi tækniundra. Á þessum árstíma ætti hann að einbeita sér að því að leita jólagleðinnar og er ekki svo erfitt að finna hana. Hluti af henni er að hafa í huga að það er heilmikið til í því að sælla sé að gefa en þiggja. Það er ekki uppskrift að hamingju að gera sjálfan sig að miðdepli og krefjast stöðugrar athygli. Slíkt framkallar ekki sálarfrið. Maðurinn verður ekki verulega sæll nema hann rækti samskipti við aðra og láti sig velferð þeirra skipta sig máli. Gleðileg jól, kæru landsmenn!
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar