Þrautaganga Hörður Ægisson skrifar 1. júní 2018 10:00 Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun