Féþúfan Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar