Möguleikar Selfyssinga fyrirfram mestir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2018 09:00 Haukur Þrastarson er lykilmaður í liði Selfossi. vísir/bára Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina. Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribnica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna. Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum. Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna. Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen. Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira