Hyundai pallbíll á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 10:29 Hinn laglegasti pallbíll frá Hyundai hér á ferð. Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent
Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent