Dauðans alvara Jón Páll Hreinsson og Pétur G. Markan skrifar 18. janúar 2018 13:25 Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun