Netflix rekur samskiptastjóra og bannar starfsfólki að segja „nigger“ óháð samhengi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 21:30 Reed Hastings segir að samhengi skipti engu máli þegar orðið er notað af hvítu fólki. Vísir/Getty Netflix hefur rekið Jonathan Friedland, yfirmann samskiptasviðs fyrirtækisins, fyrir að nota orðið „nigger“ við tvö mismunandi tækifæri. Reed Hastings, stofnandi of forstjóri Netflix, biðst afsökunar á því að hafa ekki brugðist við fyrr. Friedland hafði unnið fyrir Netflix í sjö ár en fyrra tilvikið átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum. Þá var hann á fundi með öðrum stjórnendum og talið barst að móðgandi orðum í uppistandi sem Netflix streymir. Friedland notaði orðið svo aftur við annað tækifæri fyrir nokkrum dögum þegar tveir þeldökkir kollegar hans voru að spyrja hann út í fyrra tilvikið. Hann endurtók því orðið eftir að hann var beðinn að lýsa því sem gerðist í fyrra skiptið. Í yfirlýsingu frá Netflix segir Hastings að aðdragandinn skipti ekki máli. Sem stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins beri hann sjálfur ábyrgð á þeirri menningu sem þar þrífist. Hann sé sjálfur í mikilli forréttindastöðu og hafi því átt auðvelt með að réttlæta og gera lítið úr ummælunum áður en hann áttaði sig á alvarleika þeirra. Segir Hastings hafa gert sér ljóst að samhengið skipti engu máli, hvítt fólk megi aldrei nota orðið „nigger“ undir neinum kringumstæðum, meira að segja þó að það standi í handriti eða lagatexta sem það á að fara með. Í staðinn eigi hvítt fólk að halda sig við að tala um „N-orðið“ og það gildi nú sem regla fyrir alla starfsmenn Netflix. Sjálfur birti Friedland eina setningu á Twitter, sem hann eyddi síðan út. Þar stóð: „Ég reis hratt og féll hratt. Allt út af tveimur orðum.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. 21. maí 2018 17:46 Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Netflix hefur rekið Jonathan Friedland, yfirmann samskiptasviðs fyrirtækisins, fyrir að nota orðið „nigger“ við tvö mismunandi tækifæri. Reed Hastings, stofnandi of forstjóri Netflix, biðst afsökunar á því að hafa ekki brugðist við fyrr. Friedland hafði unnið fyrir Netflix í sjö ár en fyrra tilvikið átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum. Þá var hann á fundi með öðrum stjórnendum og talið barst að móðgandi orðum í uppistandi sem Netflix streymir. Friedland notaði orðið svo aftur við annað tækifæri fyrir nokkrum dögum þegar tveir þeldökkir kollegar hans voru að spyrja hann út í fyrra tilvikið. Hann endurtók því orðið eftir að hann var beðinn að lýsa því sem gerðist í fyrra skiptið. Í yfirlýsingu frá Netflix segir Hastings að aðdragandinn skipti ekki máli. Sem stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins beri hann sjálfur ábyrgð á þeirri menningu sem þar þrífist. Hann sé sjálfur í mikilli forréttindastöðu og hafi því átt auðvelt með að réttlæta og gera lítið úr ummælunum áður en hann áttaði sig á alvarleika þeirra. Segir Hastings hafa gert sér ljóst að samhengið skipti engu máli, hvítt fólk megi aldrei nota orðið „nigger“ undir neinum kringumstæðum, meira að segja þó að það standi í handriti eða lagatexta sem það á að fara með. Í staðinn eigi hvítt fólk að halda sig við að tala um „N-orðið“ og það gildi nú sem regla fyrir alla starfsmenn Netflix. Sjálfur birti Friedland eina setningu á Twitter, sem hann eyddi síðan út. Þar stóð: „Ég reis hratt og féll hratt. Allt út af tveimur orðum.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. 21. maí 2018 17:46 Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrrverandi forsetahjónin gera samning við Netflix Obama-hjónin framleiða efni fyrir streymisveituna Netflix. 21. maí 2018 17:46
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05
Netflix stærra en Disney Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. 25. maí 2018 12:14
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“