

Stofnanda áhugamannafélagsins IWF svarað
Í grein Ingólfs kom fram að hann hafði haft samband við norska fræðimanninn Keven Glover í tilefni af nýbirtum rannsóknarniðurstöðum hans og umfjöllun um þær hérlendis. Niðurstöður Glovers benda til þess að þegar hlutfall sleppifiska í á verður um 5-10% í 50 ár verði áhrif erfðablöndunar mjög lítil. Það er ekki fyrr en hlutfallið fer upp í 30-50% sem breytingar verða augljósar á þessu sama tímabili. Niðurstöðurnar benda til þess að hætta á erfðablöndun eldislaxa við villta laxastofna sé stórlega ofmetin af leikmönnum.
Rannsókn Glovers tók til Norður-Atlantshafslax en það er sá lax sem er að finna bæði á Íslandi og í Noregi. Ingólfur gefur sér að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki þýðingu hér á landi og að ekki sé hægt að heimfæra þær yfir á Ísland þar sem stofnar hér séu ólíkir þeim norsku. Hins vegar má benda Ingólfi á að sömu náttúrulögmál gilda á Íslandi og í Noregi. Reyndar mætti Ingólfur lesa fræðigreinar af meiri athygli áður en hann ríður fram á ritvöllinn, en í grein Glovers kemur einmitt fram að því óskildari sem aðkomulaxinn er villta laxinum því ósennilegra er að hann skilji eftir sig spor.
Í grein Glovers kemur fram að samsetning ákveðinna þátta, eins og lítill árangur eldislaxins við hrygningu, náttúrulegt val sem hyglir aðlöguðum fenótýpum/genótýpum frá hinum villtu stofnum sem og fenótýpískur sveigjanleiki, dregur úr hraða og stærðargráðu breytinga í fenótýpum/genótýpum og lýðfræðilegum einkennum villta laxastofnsins sem hefur upplifað innstreymi frá eldislaxi. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra aðila í fræðaheiminum svo sem Hindar, Norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri. Það þarf mikla, stöðuga og viðvarandi innblöndun af eldislaxi í áratugi til að hætta á erfðablöndun sé raunveruleg (Hindar; 2006, 2017). Um þetta eru fræðimenn nokkuð sammála í Noregi og víðar.
Í grein sinni kemur Ingólfur Ásgeirsson fram sem einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund. Af þessu enska heiti félagsins myndu menn ætla að um væri að ræða öflug náttúruverndarsamtök sem hefðu rödd á alþjóðavettvangi en þegar betur er að gáð reynist Icelandic Wildlife Fund vera óþekkt sjálfseignarstofnun. Hér á þessari afskekktu og fámennu eyju hafa fyrirbæri í gegnum tíðina fengið stærri nöfn en innistæða er fyrir eða leitast hefur verið við að upphefja heitið með útlenskum blæ. Slíkt er að mörgu leyti falleg og saklaus sveitamennska.
Það sem vekur hins vegar furðu er að sjá mann stíga fram í tómstundum sínum sem stofnanda samtaka til verndar náttúrunni og hugsjónamann á meðan sá sami hefur að aðalstarfi að fljúga breiðþotum um heiminn á krítískum tímum „global warming“ eða hnatthlýnunar. Það er allt að því leikhúsleg upplifun að sjá menn gefa sig út fyrir að vera baráttumenn fyrir villtri náttúru á sama tíma og þeir verja dögum sínum í að skilja eftir sig stór kolefnisspor í einni mest mengandi atvinnustarfsemi sem stunduð er. Sé stofnanda framangreindra náttúruverndarsamtaka alvara ætti hann að hafa í huga þá gullnu reglu að byrja á að breyta sjálfum sér ætli maður að breyta heiminum. Að sýna gott fordæmi væri eðlilegt fyrsta skref.
Höfundur er líffræðingur
Skoðun

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar