Óeðlileg afskipti ráðherra? Birna Lárusdóttir skrifar 18. október 2018 15:55 Um það leyti sem þorri þjóðarinnar var á leið í sumarleyfin sín síðla í júní birtust allsérstakar fréttir í nokkrum fjölmiðlum landsins. Sagt var frá því að Náttúrufræðistofnun Íslands leggði til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum sem gjarnan eru kennd við Drangajökul. Minnst var á málið að nýju í stærra samhengi í síðustu viku í fréttaþættinum Kveik á RÚV. Rétt innan við eystri mörk þessa svæðis fyrirhugar VesturVerk á Ísafirði að reisa Hvalárvirkjun. Hefur fyrirtækið unnið að því verkefni eftir öllum lögbundnum ferlum í röskan áratug. Í fréttum sumarsins bar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra umhverfis- og auðlindamála, því við að nýjar rannsóknir gæfu tilefni til tillögugerðar Náttúrufræðistofnunar um friðlýsingu. Í sömu sumarfréttum af tillögunum var svo vitnað í sjóðheita fréttatilkynningu umhverfisverndarsamtakanna Landverndar sem sögðust taka heilshugar undir tillögur Náttúrufræðistofnunar og skoruðu á ráðherrann, sem einnig er fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna, að gera slíkt hið sama.Landvernd og tengsl við opinberar stofnanirÞað vakti furðu margra sem lásu fréttirnar hversu fljótt Landvernd náði að fagna tillögum hinnar opinberu stofnunar. Af fréttum að dæma mátti ætla að það hefði verið sama dag og álit stofnunarinnar lá fyrir. Ýmsir hagsmunaaðilar s.s. sveitarfélög og landeigendur, höfðu enga hugmynd um tillöguna og fengu fregnirnar í fjölmiðlum um leið og aðrir landsmenn. Vakti þetta óneitanlega upp spurningar um það hvort einhver bein tengsl væru milli Landverndar og Náttúrufræðistofnunar, tengsl sem gerðu Landvernd kleift að bregðast svo fljótt við sem raun bar vitni.Engar nýjar rannsóknirEftir því sem næst verður komist liggja engar nýjar rannsóknir fyrir um jarðmyndanir Ófeigsfjarðarmegin við Drangajökul sem ekki lágu til grundvallar í rammaáætlun 2013 og í mati á umhverfisáhrifum, sem framkvæmt var lögum samkvæmt 2015-2016 í tengslum við fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Allt bendir til þess að ráðherra sé að vísa í rannsóknir á öðru svæði við Drangajökul eins og Þorbergur Steinn Leifsson, verkfræðingur hjá Verkís, bendir svo ágætlega á í grein sem birtist í Kjarnanum í sumar: Þorbergur segir það öllum ljóst, sem skoða rökstuðning Náttúrufræðistofnunar, að einungis sé átt við nyrðri hlutann sem lagt var til að yrði friðaður 2003. Rökstuðningurinn geti hvorki átt við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði né Austurgilsvirkjun við Ísafjarðardjúp: „Virkjanasvæðin eru gjörólík nyrðri hlutanum umhverfis Drangajökul. Á virkjanasvæðunum eru engir skriðjöklar, engir jökulgarðar eða jarðmyndanir eða jökulminjar með sérstakt verndargildi. Hvergi er þykkur jarðvegur eða set, eða neitt af því sem lýst er í tillögunni að æskilegt sé að friða, og hvergi er minnst á fossa.“Landvernd rekin með myndarlegum ríkisstuðningiSamkvæmt upplýsingum úr ríkisbókhaldi nýtur Landvernd myndarlegs stuðnings úr sjóðum hins opinbera en almennur styrkur og framlög vegna einstakra verkefna samtakanna nema samtals tæpum 27 milljónum króna á fjárlögum þessa árs. Það munar um minna í rekstri frjálsra félagasamtaka. Samtökin hafa væntanlega nýtt hluta þessa fjár til að berjast af alefli gegn verkefnum á borð við Hvalárvirkjun, sem hafa í einu og öllu fylgt þeim lögbundnu ferlum sem um slík verkefni gilda. Verra er þó þegar ráðherra í ríkisstjórn Íslands leggst á árarnar með sínum gömlu vinnufélögum og nýtir hvert tækifæri sem gefst til að reyna að grafa undan atvinnu- og innviðauppbyggingu á borð við virkjun Hvalár. Nú síðast lagði ráðherra lóð á vogarskálarnar í fréttaþættinum Kveik á RÚV þar sem sérstaklega var rætt um friðlýsingu þess svæðis þar sem Hvalárvirkjun er ætlað að rísa.Fjölmiðlaverðlaun ráðherransNýverið vakti það einnig athygli að þessi sami ráðherra umhverfis- og auðlindamála veitti árleg fjölmiðlaverðlaun ráðuneytisins einstaklingum, sem hafa því miður ekki alltaf haft sannleikann að leiðarljósi í herferð sinni gegn virkjunaráformum í Hvalá. Í rökstuðningi er þeim hælt fyrir að hafa nýtt sér samfélagsmiðla og aðra miðla til að koma efni sínu á framfæri. Þjóðfélagsrýnirinn Sirrý Hallgrímsdóttir hnaut um þetta orðalag líkt og fleiri og skrifaði grein í Fréttablaðið í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar. Lokaorðin hennar eru vissulega umhugsunarverð: „Fjölmiðlamenn hljóta að vera afar stoltir af því að ráðherra hafi verðlaunað sérstaklega hversu sniðuglega þeir voru „nýttir“.“ Það kemur svo auðvitað engum á óvart að aftur stekkur Landvernd samdægurs til og fagnar sérstaklega framtaki ráðherrans og hvetur hann enn og aftur „til að friða Drangajökulssvæðið í stað þess að heimila virkjun“. Hér virðist Landvernd kjósa að gleyma því að það er ekki á valdi ráðherrans að „heimila“ eitt eða neitt í þessum efnum. Alþingi hefur talað með samþykkt Rammaáætlunar og hún gildir nema Alþingi ákveði annað og rjúfi þá samstöðu sem áætlunin stendur fyrir. Eftir situr hins vegar þetta: Á hvaða vegferð er ráðherra sem virðist ítrekað reyna að leggja stein í götu áforma um Hvalárvirkjun og gengur þannig í berhögg við vilja sveitarfélagsins sem fer með skipulagsvaldið, samþykktir Alþingis og þær leikreglur lýðræðisins sem rammaáætlun er ætlað að vera?Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks ehf á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um það leyti sem þorri þjóðarinnar var á leið í sumarleyfin sín síðla í júní birtust allsérstakar fréttir í nokkrum fjölmiðlum landsins. Sagt var frá því að Náttúrufræðistofnun Íslands leggði til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum sem gjarnan eru kennd við Drangajökul. Minnst var á málið að nýju í stærra samhengi í síðustu viku í fréttaþættinum Kveik á RÚV. Rétt innan við eystri mörk þessa svæðis fyrirhugar VesturVerk á Ísafirði að reisa Hvalárvirkjun. Hefur fyrirtækið unnið að því verkefni eftir öllum lögbundnum ferlum í röskan áratug. Í fréttum sumarsins bar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra umhverfis- og auðlindamála, því við að nýjar rannsóknir gæfu tilefni til tillögugerðar Náttúrufræðistofnunar um friðlýsingu. Í sömu sumarfréttum af tillögunum var svo vitnað í sjóðheita fréttatilkynningu umhverfisverndarsamtakanna Landverndar sem sögðust taka heilshugar undir tillögur Náttúrufræðistofnunar og skoruðu á ráðherrann, sem einnig er fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna, að gera slíkt hið sama.Landvernd og tengsl við opinberar stofnanirÞað vakti furðu margra sem lásu fréttirnar hversu fljótt Landvernd náði að fagna tillögum hinnar opinberu stofnunar. Af fréttum að dæma mátti ætla að það hefði verið sama dag og álit stofnunarinnar lá fyrir. Ýmsir hagsmunaaðilar s.s. sveitarfélög og landeigendur, höfðu enga hugmynd um tillöguna og fengu fregnirnar í fjölmiðlum um leið og aðrir landsmenn. Vakti þetta óneitanlega upp spurningar um það hvort einhver bein tengsl væru milli Landverndar og Náttúrufræðistofnunar, tengsl sem gerðu Landvernd kleift að bregðast svo fljótt við sem raun bar vitni.Engar nýjar rannsóknirEftir því sem næst verður komist liggja engar nýjar rannsóknir fyrir um jarðmyndanir Ófeigsfjarðarmegin við Drangajökul sem ekki lágu til grundvallar í rammaáætlun 2013 og í mati á umhverfisáhrifum, sem framkvæmt var lögum samkvæmt 2015-2016 í tengslum við fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Allt bendir til þess að ráðherra sé að vísa í rannsóknir á öðru svæði við Drangajökul eins og Þorbergur Steinn Leifsson, verkfræðingur hjá Verkís, bendir svo ágætlega á í grein sem birtist í Kjarnanum í sumar: Þorbergur segir það öllum ljóst, sem skoða rökstuðning Náttúrufræðistofnunar, að einungis sé átt við nyrðri hlutann sem lagt var til að yrði friðaður 2003. Rökstuðningurinn geti hvorki átt við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði né Austurgilsvirkjun við Ísafjarðardjúp: „Virkjanasvæðin eru gjörólík nyrðri hlutanum umhverfis Drangajökul. Á virkjanasvæðunum eru engir skriðjöklar, engir jökulgarðar eða jarðmyndanir eða jökulminjar með sérstakt verndargildi. Hvergi er þykkur jarðvegur eða set, eða neitt af því sem lýst er í tillögunni að æskilegt sé að friða, og hvergi er minnst á fossa.“Landvernd rekin með myndarlegum ríkisstuðningiSamkvæmt upplýsingum úr ríkisbókhaldi nýtur Landvernd myndarlegs stuðnings úr sjóðum hins opinbera en almennur styrkur og framlög vegna einstakra verkefna samtakanna nema samtals tæpum 27 milljónum króna á fjárlögum þessa árs. Það munar um minna í rekstri frjálsra félagasamtaka. Samtökin hafa væntanlega nýtt hluta þessa fjár til að berjast af alefli gegn verkefnum á borð við Hvalárvirkjun, sem hafa í einu og öllu fylgt þeim lögbundnu ferlum sem um slík verkefni gilda. Verra er þó þegar ráðherra í ríkisstjórn Íslands leggst á árarnar með sínum gömlu vinnufélögum og nýtir hvert tækifæri sem gefst til að reyna að grafa undan atvinnu- og innviðauppbyggingu á borð við virkjun Hvalár. Nú síðast lagði ráðherra lóð á vogarskálarnar í fréttaþættinum Kveik á RÚV þar sem sérstaklega var rætt um friðlýsingu þess svæðis þar sem Hvalárvirkjun er ætlað að rísa.Fjölmiðlaverðlaun ráðherransNýverið vakti það einnig athygli að þessi sami ráðherra umhverfis- og auðlindamála veitti árleg fjölmiðlaverðlaun ráðuneytisins einstaklingum, sem hafa því miður ekki alltaf haft sannleikann að leiðarljósi í herferð sinni gegn virkjunaráformum í Hvalá. Í rökstuðningi er þeim hælt fyrir að hafa nýtt sér samfélagsmiðla og aðra miðla til að koma efni sínu á framfæri. Þjóðfélagsrýnirinn Sirrý Hallgrímsdóttir hnaut um þetta orðalag líkt og fleiri og skrifaði grein í Fréttablaðið í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar. Lokaorðin hennar eru vissulega umhugsunarverð: „Fjölmiðlamenn hljóta að vera afar stoltir af því að ráðherra hafi verðlaunað sérstaklega hversu sniðuglega þeir voru „nýttir“.“ Það kemur svo auðvitað engum á óvart að aftur stekkur Landvernd samdægurs til og fagnar sérstaklega framtaki ráðherrans og hvetur hann enn og aftur „til að friða Drangajökulssvæðið í stað þess að heimila virkjun“. Hér virðist Landvernd kjósa að gleyma því að það er ekki á valdi ráðherrans að „heimila“ eitt eða neitt í þessum efnum. Alþingi hefur talað með samþykkt Rammaáætlunar og hún gildir nema Alþingi ákveði annað og rjúfi þá samstöðu sem áætlunin stendur fyrir. Eftir situr hins vegar þetta: Á hvaða vegferð er ráðherra sem virðist ítrekað reyna að leggja stein í götu áforma um Hvalárvirkjun og gengur þannig í berhögg við vilja sveitarfélagsins sem fer með skipulagsvaldið, samþykktir Alþingis og þær leikreglur lýðræðisins sem rammaáætlun er ætlað að vera?Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks ehf á Ísafirði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun