Leikreglur Hörður Ægisson skrifar 8. júní 2018 10:00 Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun