Leikreglur Hörður Ægisson skrifar 8. júní 2018 10:00 Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun