Umskurður drengja Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umskurðsfrumvarp Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar