Fræðslumál í forgrunni Ingibjörg Isaksen skrifar 5. september 2018 14:42 Stór verkefni eru framundan í fræðslumálum á Akureyri. Eitt það viðamesta er að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en Alþingi þarf einnig að koma að því verkefni með lengingu fæðingarorlofs. Meirihluti bæjarstjórnar hefur gert það að markmiði sínu að taka yngri börn inn á leikskóla og koma þannig betur til móts við barnafólk á Akureyri. Þar til búið verður að fjölga leikskólaplássum mun barnafjöldi í hverjum árgangi ráða för um hversu mörg börn verður hægt að innrita í leikskólana á hverju hausti en um leið og svigrúm gefst verða þessi mikilvægu skref tekin.Nýr leikskóli við GlerárskólaHafin er vinna við hönnun á nýjum leikskóla á lóð Glerárskóla en þar er gert ráð fyrir rými fyrir 140-150 börn. Þar mun verða sérstaklega búin ungbarnadeild fyrir börn á aldrinum 1-2 ára. Áætlað er að skólinn verði tekinn í notkun árið 2021. Um leið og það verður að veruleika leggst af starfsemi í efra húsinu á Pálmholti. Húsið er komið til ára sinna og hefur sinnt hlutverki sínu vel. Neðra húsið verður áfram í notkun en með þessu fyrirkomulagi fjölgar leikskólaplássum um 90. Það er að mörgu að hyggja við uppbyggingu leikskóla, s.s. að greina íbúaþörf og aldurssamsetningu í hverfum bæjarins. Fræðslusvið mun vinna að því verkefni í samvinnu við skipulagssvið en út frá þeim gögnum verður hægt að taka ákvarðanir um næstu skref í uppbyggingu leikskóla.Enn laust hjá dagforeldrum á AkureyriUm leið og 12-18 mánaða börnum fjölgar í leikskólum þarf að breyta aðbúnaði og aðstöðu innandyra sem og aðlaga skólalóðir að þeirra þörfum. Með uppbyggingu leikskólans við Glerárskóla og mögulegri stækkun á Naustatjörn eða Lundarseli, mun okkur takast að stíga skref í þá átt að bjóða yngri börnum en nú er gert leikskólavist. Samhliða þessu er vilji til að styrkja starfsumhverfi dagforeldra því þó svo að leikskólaplássum fjölgi verður áfram þörf fyrir þjónustu þeirra. Nú eru starfandi 25 dagforeldrar á Akureyri og fyrirséð að a.m.k. 3 nýir bætist í hópinn á haustmánuðum. Nemendafjöldi í leikskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2018-2019 verður um 980. Nýir nemendur verða 276 en þar af eru 53 börn fædd í janúar–mars 2017. Stefnt er að því á næsta ári að bjóða börnum sem fædd eru fyrir 30. apríl 2018 leikskólapláss eða mánuði yngri börnum en áður hefur verið. Nemendafjöldi í leikskólum skólaárið 2018-2019 er áætlaður um 980.Faglærðir eru 90% í leikskólum bæjarinsMikil umræða hefur verið um mönnun starfsfólks í leikskólum á landinu og sveitarfélögunum gengur misjafnlega vel að ráða faglært starfsfólk. Á Akureyri hefur verið gengið frá ráðningum fyrir nýhafið skólaár og er hlutfall leikskólamenntaðra sem starfa með börnunum rúmlega 90% sem er með því hæsta sem gerist á landinu. Hlutfall kennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna við kennslu grunnskóla er um 99%. Akureyrarbær er stoltur af því starfi sem fram fer í skólum bæjarins og forystufólk í bæjarstjórn horfir björtum augum til framtíðar þar sem vandaðir starfshættir og fagmennska eru í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Stór verkefni eru framundan í fræðslumálum á Akureyri. Eitt það viðamesta er að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en Alþingi þarf einnig að koma að því verkefni með lengingu fæðingarorlofs. Meirihluti bæjarstjórnar hefur gert það að markmiði sínu að taka yngri börn inn á leikskóla og koma þannig betur til móts við barnafólk á Akureyri. Þar til búið verður að fjölga leikskólaplássum mun barnafjöldi í hverjum árgangi ráða för um hversu mörg börn verður hægt að innrita í leikskólana á hverju hausti en um leið og svigrúm gefst verða þessi mikilvægu skref tekin.Nýr leikskóli við GlerárskólaHafin er vinna við hönnun á nýjum leikskóla á lóð Glerárskóla en þar er gert ráð fyrir rými fyrir 140-150 börn. Þar mun verða sérstaklega búin ungbarnadeild fyrir börn á aldrinum 1-2 ára. Áætlað er að skólinn verði tekinn í notkun árið 2021. Um leið og það verður að veruleika leggst af starfsemi í efra húsinu á Pálmholti. Húsið er komið til ára sinna og hefur sinnt hlutverki sínu vel. Neðra húsið verður áfram í notkun en með þessu fyrirkomulagi fjölgar leikskólaplássum um 90. Það er að mörgu að hyggja við uppbyggingu leikskóla, s.s. að greina íbúaþörf og aldurssamsetningu í hverfum bæjarins. Fræðslusvið mun vinna að því verkefni í samvinnu við skipulagssvið en út frá þeim gögnum verður hægt að taka ákvarðanir um næstu skref í uppbyggingu leikskóla.Enn laust hjá dagforeldrum á AkureyriUm leið og 12-18 mánaða börnum fjölgar í leikskólum þarf að breyta aðbúnaði og aðstöðu innandyra sem og aðlaga skólalóðir að þeirra þörfum. Með uppbyggingu leikskólans við Glerárskóla og mögulegri stækkun á Naustatjörn eða Lundarseli, mun okkur takast að stíga skref í þá átt að bjóða yngri börnum en nú er gert leikskólavist. Samhliða þessu er vilji til að styrkja starfsumhverfi dagforeldra því þó svo að leikskólaplássum fjölgi verður áfram þörf fyrir þjónustu þeirra. Nú eru starfandi 25 dagforeldrar á Akureyri og fyrirséð að a.m.k. 3 nýir bætist í hópinn á haustmánuðum. Nemendafjöldi í leikskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2018-2019 verður um 980. Nýir nemendur verða 276 en þar af eru 53 börn fædd í janúar–mars 2017. Stefnt er að því á næsta ári að bjóða börnum sem fædd eru fyrir 30. apríl 2018 leikskólapláss eða mánuði yngri börnum en áður hefur verið. Nemendafjöldi í leikskólum skólaárið 2018-2019 er áætlaður um 980.Faglærðir eru 90% í leikskólum bæjarinsMikil umræða hefur verið um mönnun starfsfólks í leikskólum á landinu og sveitarfélögunum gengur misjafnlega vel að ráða faglært starfsfólk. Á Akureyri hefur verið gengið frá ráðningum fyrir nýhafið skólaár og er hlutfall leikskólamenntaðra sem starfa með börnunum rúmlega 90% sem er með því hæsta sem gerist á landinu. Hlutfall kennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna við kennslu grunnskóla er um 99%. Akureyrarbær er stoltur af því starfi sem fram fer í skólum bæjarins og forystufólk í bæjarstjórn horfir björtum augum til framtíðar þar sem vandaðir starfshættir og fagmennska eru í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun