Tiger Woods áhrifin: 69 prósent meira áhorf en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 13:00 Það voru margir sem eltu Tiger Woods á lokadeginum. Vísir/Getty Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira