Tiger Woods áhrifin: 69 prósent meira áhorf en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 13:00 Það voru margir sem eltu Tiger Woods á lokadeginum. Vísir/Getty Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu. Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods átti möguleika á því að vinna risatitil á sunnudaginn og enginn golf- eða íþróttaáhugamaður vildi missa af því. Það sást líka á áhorfstölunum. Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka. Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál. Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Sjónvarpsstöðvarnar fagna líka betri spilamennsku Tigers enda rjúka áhorfendatölurnar upp þegar hann er í toppbaráttunni. Frábært dæmi um það er einmitt lokadagur PGA-mótsins því áhorfendatölurnar eru komnar inn. CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra. Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu.
Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira