Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Tiger Woods. vísir/getty Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira